Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 21.06.2005, Qupperneq 1
TÍMAMÓT 18 Sett upp á tyllidögum GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR ▲ ▲ ORÐUVEITING Úr rappinu í leikhúsi› HÖSKULDUR ÓLAFSSON FÓLK 30 LEIKHÚS MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttasími: 821 7556 FJÖLMIÐLAR Íslenska sjónvarps- félagið, sem er að hluta í eigu ríkis- fyrirtækisins Símans og rekur sjón- varpsstöðina Skjá einn, hefur geng- ið frá samningi um efniskaup frá bandaríska klámframleiðandanum Playboy. Playboy TV í Evrópu er meðal annars með sjónvarpsstöðv- arnar The Adult Channel, Spice Extreme, Spice Platinum og Climax3 á sínum snærum. Myndefni Playboy verður hluti af framboði gagnvirks sjónvarps Skjás eins, sem hefur göngu sína um ADSL-háhraðatengingar í byrjun september. „Þetta er hugsað sem hluti af efnisframboði þar, en verður að sjálfsögðu harðlokað og læst þeim sem ekki eiga að hafa að- gang þar að,“ segir Magnús Stefáns- son, sjónvarpsstjóri Skjás eins. Hann segir vörumerkið í raun skýra sig sjálft, en efnið sé vænt og fólk geti vitað að hverju það gangi. „Þetta er alls ekki eini svona samn- ingurinn sem er í gangi,“ sagði Magnús jafnframt og benti á að 365 ljósvakamiðlar væru með mjög sambærilegan samning við fyrir- tæki sem heitir Private Blue. „Og enn svæsnari samning við Private Gold, en við treystum okkur ekki til að fara jafn langt í efni.“ - óká Það verður á laugardaginn ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 72 0 0 6/ 20 05 ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2005 - 166. tölublað – 5. árgangur Skæruliðar klæða styttur í bleikt Óþekktur hópur femínista sem kallar sig Bleiku skæruliðana hengdi um helgina bleika borða á stytt- ur Reykjavíkur. MENNING 24 Til styrktar góðu málefni Valgerður Bjarnadóttir segir það reyna meira á menn sem vanir eru að út- deila fríðindum og greiðum úr opinberum sjóðum og bönk- um að vera við völd þegar búið er að markaðsvæða. SKOÐUN 14 Hundarnir halda mér í formi BÁRA HLÍN ERLINGSDÓTTIR Í MIÐJU BLAÐSINS ● heilsa ▲ GRÁLÚSUG OG FALLEG HRYGNA Það var borgarstjórinn í Reykjavík sem náði fyrsta laxinum á land úr Elliðaánum í gær, en Steinunni Valdísi tókst að landa um fjögurra punda grálúsugri hrygnu í fossinum eftir skemmtilega og snarpa viðureign. Landbúna›arrá›herra flrjá milljar›a fram úr fjárlögum Gu›ni Ágústsson landbúna›arrá›herra hefur fari› rúma flrjá milljar›a fram úr fjárlögum í rá›herratí› sinni, um 650 milljónir króna á ári a› me›altali, sem er vel yfir fjögurra prósenta vi›mi›unarmarki fjár- málará›uneytisins. Uppsafna›ur vandi segir fjármálastjóri rá›uneytisins. FJÁRLÖG Í ráðherratíð Guðna Ágústssonar hefur landbúnaðar- ráðuneytið farið um 3,3 milljarða fram úr fjárlögum. Guðni Ágústs- son tók við embætti 1999 en frá þeim tíma hefur ráðuneytið farið fram úr fjárlögum að meðaltali er nemur um 650 milljónum króna ár- lega. Ingimar Jóhannsson, fjármála- stjóri landbúnaðarráðuneytisins, segir að framúrkeyrslan stafi einna helst af rekstrarhalla landbúnaðar- skólanna og embættis yfirdýra- læknis en af ólíkum ástæðum þó. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð- um um framkvæmd fjárlaga á síð- asta ári var landbúnaðarráðuneytið það ráðuneyti sem fór hlutfallslega mest fram úr rekstrarliði laganna. Hann segir að embætti yfirdýra- læknis hafi tapað um 60 milljónum vegna gjaldþrots sláturhúsa fyrir nokkrum árum. „Í tilviki yfirdýra- læknis er því ekki um árvissa fram- úrkeyrslu að ræða heldur tap sem velt hefur verið á milli ára,“ segir Ingimar. Aðspurður segir hann að ráðuneytið hafi margoft sóst eftir því að tapið yrði hreinsað upp en það hafi enn ekki gengið eftir. „Hvað varðar skólana má deila um það hvort fjárveitingar séu of lágar eða hvort skorti á forgangs- röðun verkefna innan skólanna,“ segir Ingimar. Hann segir að þegar Landbúnaðarskólanum á Hvann- eyri hafi verið breytt í háskóla hafi ekki nægilegar fjárveitingar fylgt. „Þar hefur skapast uppsafnað vandamál síðustu þriggja til fjög- urra ára,“ segir Ingimar en bætir við að sífellt sé verið að reyna að vinna á vandanum. „Í raun hefur landbúnaðarráðuneytið verið rekið á fjárlögum á árunum 2001 til 2001 ef frá er talið embætti yfirdýra- læknis og skólarnir,“ bendir Ingi- mar á. Samkvæmt reglugerð um fram- kvæmd fjárlaga ber ráðuneytum að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimild- ir. Ingimar segir að sífellt sé verið að bregðast við samkvæmt reglu- gerðinni, fara yfir einstaka fjár- málaliði og hvetja til sparnaðar. - sda Það verður á laugardaginn ÞURRT AÐ KALLA suðvestan til og einnig um norðaustanvert landið. Annars rigning eða skúrir, einkum þó austan og suðaustan til. Hiti 5-14 stig, hlýjast sunnan til. VEÐUR 4 VEÐRIÐ Í DAG FRAMÚRKEYRSLA RÁÐUNEYTISINS 1999-2003 MILLJÓNIR KRÓNA Ár Fjárlög Ríkisreikningur Mismunur Prósentur 1999 8.529,6 9.345,8 816,2 9,57 2000 8.971,4 9.502,7 531,3 5,92 2001 10.525,9 11.039,4 513,5 4,88 2002 10.821,0 11.610,3 789,3 7,29 2003 11.465,1 12.096,0 630,9 5,50 Samtals 50.313,0 53.594,2 3.281,2 *Ekki fengust upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu eða landbúnaðarráðuneytinu í gær um fjáraukalög á tímabilinu og eru útreikningarnir því annars vegar miðaðir við fjárlög eins og þau voru samþykkt á Alþingi á hverjum tíma og hins vegar ríkisreikninga áranna. Gagnvirkar sjónvarpssendingar á ADSL í haust: Skjár einn semur vi› Playboy Sjálfbært samfélag í Hrísey: Einstakt tækifæri UMHVERFIÐ Verkefnið Sjálfbært samfélag í Hrísey, sem hófst árið 2003, byggir á að mæta kröfum íbú- anna án þess að stefna í voða tæki- færum komandi kynslóða. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa lagt sex milljónir króna í verkefnið en það er nú að nálgast vendipunkt. Íbúarnir hafa öðlast trú á verk- efninu og fram eru komnar margar framsæknar hugmyndir sem byggja á vistvænni og sjálfbærri starfsemi í eyjunni. Fjölnýting jarð- varmans gæti leitt til að Hrísey kæmist á spjöld veraldarsögunnar sem sjálfbært og vistvænt sam- félag þar sem jarðvarminn yrði ekki einungis notaður til hitunar heldur einnig raforku- og vetnis- framleiðslu. Sjá síðu 12/ - kk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Auðun bestur í boltanum FH-ingurinn Auðun Helgason hefur verið valinn besti leikmaður fyrsta þriðjungs Landsbanka- deildarinnar af íþrótta- fréttamönnum Frétta- blaðsins en hann er með hæstu meðal- einkunn allra eftir sex umferðir. ÍÞRÓTTIR 20

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.