Fréttablaðið - 21.06.2005, Page 6
6 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Framhald barnaklámsmála:
Sumarlöng leit í tölvum
LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík
vinnur enn að rannsókn tveggja
mála tengdum misnotkun barna og
barnaklámi sem upp komu um miðj-
an mánuðinn.
Sigurbjörn Víðir Eggertsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn giskar á að
um hálfur mánuður geti liðið þar til
mál manns á fertugsaldri sem
kærður hefur verið fyrir ofbeldi
gegn fjórum stúlkum á aldrinum
þriggja til þrettán ára verður sent
til saksóknara. Maðurinn tók meðal
annars myndir af stúlkunum og
vistaði í tölvu með öðru barnaklámi
sem hann hlóð niður af netinu. Ekki
er vitað til þess að hann hafi dreift
myndum af stúlkunum.
Þá er lögregla enn að fara yfir
tölvubúnað 32 ára manns sem hand-
tekinn var eftir alþjóðlegar aðgerð-
ir Europol gegn barnaklámhringi í
þrettán löndum. Átta tölvur voru
gerðar upptækar hjá manninum,
auk diska og myndbanda. „Það er
mikil vinna að fara yfir þetta,“ segir
Sigurbjörn Víðir og útilokar ekki að
sumarið fari í þá rannsókn. „En við
reynum að flýta þessu eins og við
getum.“
-óká
Verðhækkun þotueldsneytis:
Flugfargjöld hækka ekki
MILLILANDAFLUG Bandaríska flug-
félagið Delta hækkaði flest far-
gjöld í flugi yfir Atlantshafið 15.
júní vegna hækkunar á þotuelds-
neyti síðustu mánuði. Íslensku
flugfélögin búast þó ekki við að
hækka fargjöld á næstunni.
„Við höfum verið að taka
þennan kostnað á okkur,“ segir
Birgir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Iceland Express, sem á í
harðri samkeppni í lágfargjalda-
fluginu. „Við viljum ekki hækka
fargjöldin.“ Hann á þó ekki von á
lækkun fargjalda á næstunni.
„Það er ekkert sérstakt á döf-
inni hjá okkur hvað það varðar,“
segir Guðjón Arngrímsson, upp-
lýsingafulltrúi Icelandair, um
hækkun fargjalda. Guðjón segir
alþjóðlega samkeppni á flug-
markaði vera mjög virka og
bendir líka á að flugfélög noti
mjög ólíkar aðferðir til verðlagn-
ingar. Það sé ekki sjálfgefið að
hækkanir á eldsneytisverði skili
sér út í fargjöldin.
Þ o t u e l d s -
neyti hækk-
aði um 45
p r ó s e n t
frá mars
til apríl, en
lækkaði aftur
í maí. Almennt
hefur verðið
hækkað og sér
ekki fram á lækkun
á næstunni. ■
Stjórnarandsta›an
bar sigur úr b‡tum
Stórtí›indi ur›u í líbanskri stjórnmálasögu á sunnudaginn flegar ands‡rlensku
flokkarnir sigru›u í flingkosningunum. Allt útlit er fyrir a› Saad Hariri fylgi í
fótspor fö›ur síns og ver›i forsætisrá›herra landsins.
LÍBANON Líbanska stjórnarandstað-
an sigraði í þingkosningunum í
landinu en fjórða og síðasta umferð
þeirra fór fram í fyrradag. Þar með
snarminnka ítök Sýrlendinga í land-
inu.
Lokaumferðarinnar í líbönsku
kosningunum hafði verið beðið með
mikilli eftirvæntingu en þá var kos-
ið í norðurhluta landsins. Eftir
fyrsta hlutann 29. maí virtist allt
stefna í auðveldan sigur andsýr-
lensku flokkanna en gott gengi Hiz-
bollah í öðrum hlutanum og óvænt
velgengni gamla byltingarleiðtog-
ans Michel Aoun í þriðja hlutanum
hleypti mikilli óvissu í spilið.
Framan af kjördegi var kjörsókn
nokkuð dræm en eftir ákall Saad
Hariri, leiðtoga stjórnarandstöð-
unnar, kom kippur í aðsóknina. Þeg-
ar yfir lauk höfðu 48 prósent kjós-
enda neytt atkvæðisréttar síns, sem
er talsverð aukning frá því í kosn-
ingunum 2000.
Kosningabandalag Hariri þurfti
21 sæti af 28 til að tryggja sér
meirihluta á líbanska þinginu en
þegar þorri atkvæðanna hafði verið
talinn virtist allt stefna í að banda-
lagið fengi öll sætin 28. Í gærmorg-
un viðurkenndi Suleiman Franjieh,
leiðtogi bandamanna Sýrlendinga í
Líbanon og fyrrverandi innanríkis-
ráðherra, að þeir hefðu beðið lægri
hlut.
Mikil fagnaðarlæti gripu um sig
í Trípólí, höfuðstað norðursins, og
eins veifuðu margir fánum og
þeyttu bílflautur í höfuðborginni
Beirút.
Allt útlit er fyrir að Saad Hariri
myndi nýja ríkisstjórn og verði for-
sætisráðherra, rétt eins og Rafik
faðir hans, sem ráðinn var af dögum
fyrr á árinu. Hans bíða þó ærin
verkefni, til dæmis að lagfæra bág-
borinn efnahag þjóðarinnar, aðstoða
Sameinuðu þjóðirnar við rannsókn
á morðinu á föður hans og verða við
kalli samtakanna um afvopnun
skæruliðahópa, sérstaklega Hiz-
bollah.
Enn fremur mistókst kosninga-
bandalagi hans að ná tveimur þriðju
þingsætanna og getur því ekki gert
neinar breytingar á stjórnar-
skránni.
Það þýðir að ekki verður hróflað
við Emile Lahoud forseta, sem er
dyggur bandamaður Sýrlendinga,
en hann lét á síðasta ári lengja kjör-
tímabil sitt um tvö ár fyrir atbeina
stjórnvalda í Damaskus. Lahoud
mun eflaust reynast Hariri óþægur
ljár í þúfu. sveinng@frettabladid.is
RARIK Ólafsfirði:
Bilun í
rafkerfi
ORKUMÁL Rafmagnstruflanir stóðu
í um klukkustund í Ólafsfirði frá
klukkan fimmtán mínútur gengin
í tólf á sunnudagskvöldið.
Helgi Jónsson, verkstjóri hjá
RARIK á Norðurlandi, segir há-
spennustreng fyrir hitaveitudælur
hafa bilað og því hafi slegið út.
„Það fór einn fasi af kerfinu, en
hinir voru inni,“ segir hann, en
vægur straumur var á. Hann segir
rafmagnstæki viðkvæm fyrir
sveiflum af þessu tagi og þótt enn
hafi ekki heyrst af skemmdum
vegna þessa útilokar hann ekki að
einhver eigi eftir að reka sig á
brokkgeng rafmagnstæki. -óká
Ólöglegt vinnuafl:
Tæplega 50
ábendingar
ATVINNULÍF Alþýðusambandi Íslands
hafa borist tæplega 50 ábendingar
um erlenda starfsmenn sem hugs-
anlega eru starfandi hér á landi án
tilskilinna atvinnu- og dvalarleyfa.
Öll slík mál eru könnuð ofan í
kjölinn en sérstöku átaki gegn ólög-
legu vinnuafli var hleypt af stokk-
unum fyrir tveimur mánuðum. Að
sögn starfsmanna ASÍ hafa enn sem
komið er einungis komið upp örfá
tilfelli sem krefjast nánari rann-
sóknar og í þeim er unnið áfram.
- aöe
ÍRAN
Geta Íslendingar gert betur í
jafnréttismálum?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga Íslendingar að hefja hval-
veiðar í atvinnuskyni?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
26,62%
73,38%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
Flott
og
sexí
www.heineken.is
VINSÆLL Í TRÍPÓLÍ Flokkur Saad Hariri nýtur mikilla vinsælda í Trípólí, stærstu borgar norðurhluta landsins. Stuðningsmenn hans tóku
upp á því að þekja VW-bjöllu með myndum af honum en það vildi lögreglan hins vegar ekki sætta sig við og fjarlægði því bílinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
ELDSNEYTISVERÐ Á UPPLEIÐ Íslensku
millilandaflugfélögin hyggjast ekki hækka
fargjöld á næstunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
UPPTÆKT KLÁMEFNI Um miðj-
an mánuðinn var Íslendingur
handtekinn í aðgerðum undir
stjórn Europol, en þær náðu til
150 manns í þrettán löndum.
Framhaldsskólar landsins:
Aldrei fleiri
n‡skráningar
MENNTAMÁL Aldrei hafa fleiri ný-
nemar úr einum og sama árgangi
skráð sig til náms í framhaldsskól-
um landsins, en nýlega fór í fyrsta
sinn fram rafræn innritun og gekk
hún vel í alla staði.
Alls sóttu rúmlega 4.200
nemendur, eða 95 prósent allra
nemenda úr tíunda bekk, um skóla-
vist. Þrátt fyrir ásóknina munu
langflestir nemendur komast að þar
sem þeir óska en þó þurfa þrír skól-
anna; Kvennaskólinn, Menntaskól-
inn við Hamrahlíð og Verslunar-
skóli Íslands, að beita takmörkun-
um. - aöe
ATKVÆÐI ENDURTALIN Íranskir
embættismenn hafa ákveðið að
telja á ný atkvæði á nokkrum kjör-
stöðum í landinu vegna gruns um
að brögð hafi verið höfð í frammi í
forsetakosningunum fyrir helgi.
Umbótasinnum vegnaði illa í kosn-
ingunum á meðan harðlínumaður-
inn Mahmoud Ahmadinejad náði
óvænt öðru sætinu. Kosið verður á
milli hans og Hashemi Rafsanjani á
föstudaginn.
Launakröfur kennara:
Borgin s‡kn-
u› í héra›i
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur sýknaði í gær Reykjavík-
urborg af kröfum heimilisfræði-
kennara um vangoldin laun upp
á tæpar 700 þúsund krónur.
Konan vísaði til samþykktar
borgarráðs frá því í júní árið
1981 um að greiða bæri heimil-
isfræðikennurum tvær klukku-
stundir á viku fyrir matarinn-
kaup, en þeir höfðu farið fram á
sérstaka þóknun fyrir þann
vinnuauka.
Með nýjum kjarasamningi
árið 2001 féllu þær greiðslur
niður og lítur dómurinn svo á að
þær greiðslur hafi verið felldar
inn í samninginn.
Þá átaldi dómurinn að krafa
konunnar skyldi ekki koma
fram fyrr en árið 2004.
-óká
DANMÖRK
NEITAÐI AÐ GEGNA HERÞJÓN-
USTU Hæstiréttur Danmerkur
dæmdi í gær 32 ára gamlan
mann í sjö mánaða fangelsi
fyrir að neita að gegna herþjón-
ustu. Árið 1989 var maðurinn
fyrst kallaður í herinn en hafði
hann boðið að engu. Í kjölfarið
hófst svo málarekstur sem nú
hefur verið til lykta leiddur.
INNFLYTJENDUR ÓHÆFIR Ný
rannsókn sem sagt var frá í
dagblaðinu Politiken sýnir að
allt að helming allra danskra
innflytjenda úr þriðja heimin-
um skortir nauðsynlega mennt-
un og reynslu til að geta tekið
þátt í dönsku atvinnulífi, jafn-
vel í störfum sem krefjast lítill-
ar menntunar. Þetta þýðir að
þeim gæti reynst erfitt að finna
störf, sem aftur mun halda
þeim í fátæktargildru á jaðri
samfélagsins.