Fréttablaðið - 21.06.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 21.06.2005, Síða 12
Stjórnvöld stefna að því í samvinnu við heimamenn í Hrísey að gera eyna að sjálfbæru samfélagi á næstu árum. Meginforsendan fyrir því að það takist er að beisla þann ómælda jarðhita sem er að finna á og undir Hrísey. Samkvæmt hug- myndum um fjölnýtingu jarð- varmans í eynni er ætlunin að nota hann á þrjá vegu: Til hitunar, raf- orkuframleiðslu og vetnisfram- leiðslu. Hugmyndirnar eru enn sem komið er á teikniborðinu en frá nátt- úrunnar hendi er Hrísey álitin kjör- inn tilraunastaður til að koma á fót sjálfbæru samfélagi. Allar þykja hugmyndirnar athyglisverðar og varpa ljósi á sjálfbær samfélög framtíðarinnar. Hitaveita, ylrækt og ylströnd Heitt vatn verður áfram notað til að kynda upp hús í eyjunni, sundlaug- ina og snjóbræðslukerfið á hafnar- svæðinu. Auk þess eru komnar fram hugmyndir um að nota vatnið til ylræktar; hita upp gróðurhús þar sem ræktaður verður margvíslegur gróður, grænmeti og ávextir en einnig hafa Hríseyingar hug á að út- búa ylströnd við eyjuna. Á milli Saltness og Kríuness er skjólgóð og sólrík vík sem lokuð yrði af með varnargarði og heitu vatni dælt í víkina til að að hita sjóinn. Á sjávar- bakkanum við víkina verði þjón- ustumiðstöð sem hýsi veitingasölu, búningsklefa, nudd, heilsurækt og fleira sem notendur sjóbaða sækj- ast eftir. Í og undir Hrísey er meira af heitu vatni en eyjarskeggjar hafa not fyrir. Því hefur komið fram sú hugmynd að aðveitulögn verði lögð frá Hrísey til Grenivíkur og Hrís- eyjarvatnið notað til að ylja Gren- víkingum en þar er engin hitaveita. Heildarkostnaður við flutning vatnsins frá Hrísey og dreifikerfi á Grenivík er áætlaður 175 milljónir króna, arðsemin 18 prósent og end- urgreiðslutíminn 18 ár. Heita vatnið í Hrísey má einnig nýta til frekari snjóbræðslu, til að hita upp fiskeldiskvíar og jafnvel til að auka vaxtarhraða bláskeljar sem ræktuð er við eyjuna. Raforku- og vetnisframleiðsla Með sérstökum búnaði er ætlunin að nýta varmann úr heita vatninu í Hrísey til að framleiða raforku fyr- ir íbúana og fyrirtækin í eyjunni. Heildarkostnaður við slíkt varma- orkuver er áætlaður 125 milljónir króna, arðsemin 14 prósent og end- urgreiðslutíminn níu ár. Verði ráðist í hitaveitufram- kvæmdir fyrir Grenvíkinga er ætl- unin að skoða alvarlega hvort ekki sé arðvænlegt að hefja einnig raf- orkuframleiðslu fyrir Grenivík. Rafstrengurinn yrði þá lagður sam- hliða aðveitulögn hitaveitunnar en með því næðust umtalsverð sam- legðaráhrif. Varmaorkuverið myndi ekki ein- ungis framleiða raforku heldur einnig vetni; umhverfsivænan orku- gjafa sem heimsbyggðin horfir í vaxandi mæli til. Vetnið yrði svo nýtt til að knýja öll farartæki í Hrís- ey sem og Hríseyjarferjuna sem heldur uppi reglubundnum sigling- um á milli lands og eyjar. Bílum hefur fjölgað mjög í Hrís- ey undanfarin ár en Þorgeir Jóns- son, starfsmaður áhaldahússins og „altmuligmand“ í Hrísey, segir að í dag séu 17 bifreiðar og allt að 30 dráttavélar í eyjunni. „Fjölgun bíla í Hrísey er í óþökk flestra íbúanna. Dráttarvélarnar eru okkur meira að skapi og best væri ef engir bílar yrðu í eyjunni. Einnig hefur komið fram sú hugmynd að banna einka- bíla en hafa þess í stað nokkra raf- magns- eða vetnisbíla til að þjón- usta þá sem þurfa á að halda,“ segir Þorgeir. Vistvæn starfsemi í eyjunni Hríseyingar eru almennt mjög sam- huga um að skapa vistvænt og eins sjálfbært samfélag í eyjunni og mögulegt er. Telja þeir sóknarfærin liggja á þeim vettvangi og nú þegar er þar ýmis starfsemi sem byggir á umhverfisvænni hugmyndafræði. Við hýbýli eyjarskeggja eru sorptunnur sem eingöngu eru ætl- aðar undir matarleifar og annan líf- rænan úrgang en ólífrænt sorp er flutt til Akureyrar. Tunnurnar eru tæmdar reglulega og úrgangurinn fluttur í gömlu slökkvistöðina í eyj- unni þar sem sorpinu er breytt í næringarríka mold með þar til gerðum búnaði sem keyptur var frá Svíþjóð í fyrra. „Búnaðurinn kost- aði notaður um 1.100 þúsund krónur og hann á að geta annað 500 manna byggð,“ segir Þorgeir og bætir við: „Frá því í október í fyrra höfum við sett þrjú tonn af matarleifum í moltuvélina en moldin sem úr vél- inni kemur hefur farið í skólagarð- ana. Allir íbúarnar í eyjunni tóku moltugerðinni vel og flokka sorpið samviskulega nema einn en hann mun taka við sér áður en langt um líður,“ segir Þorgeir og bendir jafn- framt á að megnið af þeim trjá- greinum sem falli til þegar Hrísey- ingar klippi runna við hús sín séu kurlað niður og nýtt í göngustíga í eyjunni. Þorgeir telur möguleika Hríseyj- ar í vistvænum efnum vera óþrjót- andi. Samstaða heimamanna og ein- stakt náttúrufar ráði þar mestu, en stuðningur stjórnvalda til frekari uppbyggingar sjálfbærs samfélags í Hrísey ráði líklega úrslitum. ■ 12 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Hrísey, sem oft er kölluð perla Eyjafjarðar, er önnur stærsta eyjan við Ísland og sú næst fjölmennasta. Íbúafjöldinn 1. desember í fyrra var 171 og einungis Heimaey er stærri og með fleiri íbúa. Hrísey er um 7,5 km á lengd og 2,5 km á breidd þar sem hún er breiðust að sunnanverðu en þar er meginbyggðin; við lífæðina, höfnina. Norðurhluti Hríseyjar er al- friðað land í einkaeigu og hafa ábúendurnir framfæri sitt af dúntekju. Árið 2003 var gerður samningur milli um- hverfis- og iðnaðarráðherra um sjálfbært samfélag í Hrísey. Það var til þriggja ára og rennur út um næstu áramót en fjárstuðningur ráðuneytanna var sex milljónir króna á tíma- bilinu. Verkefninu hefur verið stýrt af fimm manna verkefnishópi og segir Ingimar Eydal, formaður hans, að stjórnin vonist til þess að samningurinn við ráðuneytin verði endurnýj- aður. „Verkefnið er komið vel af stað og Hríseyingar sjálfir eru farnir að hafa trú á því. Því vonum við að stjórnvöld styrki verkefnið áfram en einnig horfum við til Evrópusam- bandsins varðandi fjárframlög.“ Í áratugi hefur jarðhiti verið notaður til að kynda upp flest hús í Hrísey, auk þess sem hann er nýttur í sundlauginni og í snjó- bræðslukerfið á hafnarsvæðinu. Rannsóknir benda til þess að mjög öflugt jarðhitasvæði sé að finna í og undir eyjunni. Markaðsráð Hríseyjar var stofnað 7. júní síð- astliðinn. Tilgangur þess er meðal annars að markaðssetja Hrísey fyrir ferðamenn sem sjálfbært samfélag. Daginn eftir var skrifað undir annan samning sem miðar að því að úr jarðhitanum í Hrísey verði unnin öll sú orka sem eyjarskeggjar þarfnast en umframorka seld öðrum. Sjávarflorp á tímamótum FBL GREINING: HRÍSEY fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ FARÞEGAFJÖLDI UM KEFLAVÍKURFLUGVÖLL Heimild: Hagstofan Börnin sett í fóstur án dóms og laga Yngra barnið rifið af mömmunni klukkutíma eftir fæðingu 2000 2003 1 .4 5 5 .7 0 5 1 .3 6 8 .4 9 6 9 3 0 .4 8 6 1995 FERÐAMÁTI HRÍSEYINGA Á bilinu 20 og 30 dráttarvélar eru í Hrísey og hafa flestir eigendur þeirra látíð smíða kassa aftan á þær til að flytja fólk og varning. Allar götur nema tvær í eyjunni eru bundnar varanlegu slitlagi og megnið af þeim er hellulagt. JARÐVEGSGERÐ Þorgeir Jónsson og Gísli Einarsson við moltuvélina sem breytir mat- arleifum eyjarskeggja í gróðurmold. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Sjálfbær Hrísey Fjöln‡ting jar›varmans í og undir Hrísey er lykillinn a› dyrum vistvæns samfélags í eyjunni, sem yr›i einstakt í veröldinni og vekja myndi alfljó›lega athygli. Margar hugmyndir eru fram komnar um n‡ja ás‡nd eyjunnar. Sjálfbær framleiðsla eyjarskeggja: Kræklingur og krydd Norðurskel hóf kræklingaræktun í Eyjafirði árið 2000. Í vetur var gengið frá endurfjármögnun fyrirtækisins og fram undan er stór- felld ræktun á blá- skel sem veita mun fjölda manns at- vinnu, ef vel tekst til. Sú ræktunaraðferð sem Norðurskel not- ar er svokölluð línu- rækt en þá er lína fest við botninn en flot og botnfestingar notaðar til að halda henni lóðréttri. Kræklingalirfur setjast á línurnar og vaxa þar og dafna þangað til kjörstærð er náð. Vinnslan er að öllu leyti lífræn og sjálfbær. Náttúran skapar lirfurnar og fóðrar og því er enginn fóð- urkostnaður í kræklingaræktun. Mikið er af ætihvönn í Hrísey og í fyrra tíndu Bjarni Thoraren- sen og fleiri Hríseyingar um 1.400 kg af fræhausum fyrir Saga Medica, en fyrirtækið notar hvönnina meðal annars í náttúrulegan heilsuvarning. Bjarni mun tína hvönnina aftur síðla í júlí í ár og hugsanlega verður stofnað félag í Hrísey sem hafa mun það að markmiði að tína jurtir sem vaxa í eyjunni og koma þeim í verð. „Það er til dæmis mikið af lúpínu hér í eyjunni sem vinna mætti seyði úr og um tíma var kokkur hér á veitingastaðnum sem vann allt það krydd sem hann notaði úr gróðri sem hann tíndi á eyjunni,“ seg- ir Bjarni. Auk þess að tína hvönn framleiðir Bjarni heyhrífur og er fram- tíðardraumurinn að gera framleiðsluna eins sjálfbæra og unnt er. Í fyrra framleiddi fyrirtæki Bjarna og eiginkonu hans, Hrísiðn, 1400 hrífur og það sem af er ári hafa verið pantaðar 900 hrífur. Járn og tré leikur í höndunum á Bjarna og smíðaði hann sjálfur tvær af fjór- um vélum sem hann notar við hrífugerðina, pússningavél og fræsi- vél sem í framtíðinni verður tölvutengd. „Sköftin vinn ég úr sér- stökum við sem ég kaupi en sagið sem til fellur er notað sem stoð- efni við moltugerðina hér í Hrísey. Til að hafa framleiðsluna eins sjálfbæra og unnt er þyrfti að gróðursetja hér nytjaskóg og þá þyrfti ekki að kaupa við í sköftin,“ segir Bjarni. HAGLEIKSMAÐUR Bjarni Thorarensen við vél sem pússar hrífusköft en vélina smíðaði Bjarni sjálfur. Hríf- urnar eru seldar í Húsasmiðjunni og Byko. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING UPPBYGGING HRÍSEYJAR LÍFRÆNN ÚRGANGUR Matarleifar og annar lífrænn úrgangur er flokkaður frá öðru sorpi, settur í sérstaka poka, og pokar og úrgangur endar í moltuvél og verður að næringarríkri mold sem fer í skólagarðana.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.