Fréttablaðið - 21.06.2005, Page 16

Fréttablaðið - 21.06.2005, Page 16
Ástir samlyndra sósa Bandaríski matvælaframleiðandinn Heinz, sem þegar er ódauðlegur eftir að bakaðar baunir fyrir- tækisins komust á spjöld listasögunnar í verkum Andy Warhol, hefur keypt franska fyrirtæk- ið Danones, sem á HP Foods. Heinz fram- leiðir einhverja þekktustu og vinsælustu tómatsósu heimsins. HP Foods framleiðir ekki síður merkilega sósu, sem er HP- sósan fræga. Þessar sósur hafa átt það sameiginlegt að koma fiski ofan í þá sem ekki finnst fiskbragðið gott og hafa ófá börn notið hollustu soðningarinnar vegna bragðaukans af þessum frægu sósum sem nú eru komnar í eina sæng. Heinz greiddi ríflega sextíu milljarða króna fyrir HP Foods. Peningaþvottavél sem kaupir Bretland Breskir fjölmiðlar hafa farið mikinn eftir að sá kvitt- ur komst á kreik að íslenskir fjárfestar væru að koma sér fyrir í hluthafahópi Marks & Spencer. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa gengið býsna langt í að gefa í skyn að fjármunir íslendinga séu illa fengið fé og hafa meðal annars látið að því liggja að efnahagslífið á Íslandi sé peninga- þvottavél fyrir rússnesku mafíuna. Bresku fjöl- miðlarnir hafa ekki lagt fram nein gögn máli sínu til stuðnings og sú kenning að Íslending- ar séu að kaupa í M&S er líklega ekki rétt heldur. Hins vegar er orðrómur á kreiki nú um að Baugur hyggi á kaup á tískukeðjunni Jane Norman. Þar kynnu breskir fjölmiðlar að vera nær sanni en í umfjöllun um M&S og mafíupeningaþvætti. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.040 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 203 Velta: 3.978 milljónir -0,18% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... 16 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Avion Group hefur fest kaup á The Really Great Holiday Company, sem á og rekur ferða- skrifstofurnar Travel City Direct, Transatlantic Vacations og Car- shop. Félagið verður rekið sam- hliða Excel Airways Group, sem sérhæfir sig einnig í sölu á skemmtiferðum til Breta. Travel City Direct er leiguflugfélag sem selur við- skiptavinum sínum beint í gegn- um tvær símsölur í Blackpool og Swansea. Höfuðstöðvar fyrirtæk- isins eru í Gatwick. Félagið býður einkum ferðir frá Bretlandi til Flórida en einnig til Mallorka og Spánar. Flugum til Flórída var fjölgað á árinu í tvö á viku og flugu 170 þúsund manns til Flórída á vegum félagsins árið 2004. Meirihluti flugsæta félags- ins er frá vélum Air Atlanta Europe, dótturfélagi Avion Group, en önnur sæti koma frá öðrum leiguflugum og áætlunar- flugum. Heildarvelta The Really Great Holiday Company árið 2004 var 118 milljónir punda, rétt rúmlega 14 milljarðar íslenskra króna. Áætluð velta Avion Group verður því um 125 milljarðar króna á þessu ári. Kaupverð The Really Great Holiday Company er ekki gefið upp en Íslandsbanki fjármagnaði kaupin að hluta. Við samrunann verður Excel Airways, dótturfélag Avion Group og The Really Great Holi- day Company, áttunda stærsta af- þreyingarflugfélag Bretlands með fjórar milljónir farþega árið 2004. Fyrirtækið var stofnað í maí 1995 og þar vinna 270 manns. Í fréttatilkynningu frá Avion segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður félagins, að kaupin leiði til frekari vaxtar á afþreyingarsviði. Að auki náist hagræðing í nýtingu á flugvélum Atlanta. dogg@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 39,50 +0,30% ... Atorka 5,90 - 1,70% ... Bakkavör 36,90 - ... Burðarás 14,80 +1,40% ... FL Group 15,80 - ... Flaga 4,23 -0,50% ... Íslandsbanki 13,25 -0,40% ... KB banki 522 - 0,80 ... Kögun 60,00 +0,20% ... Landsbankinn 16,50 +0,60% ... Marel 56,40 -0,50% ... Og fjarskipti 3,92 - ... Samherji 12,10 - ... Straumur 12,10 - ... Össur 80,00 - Avion Group kaupir breskar ferðaskrifstofur Velta The Really Great Holiday Company, sem á og rekur þrjár ferðaskrifstofur, var um 14 milljarðar króna á síðasta ári. Félagið verður rekið samhliða Excel Airways, dótturfélagi Avion Group. Atlantic Petroleum +2,78% Burðarás +1,37% Tryggingamiðstöðin +0,92% Atorka -1,67% KB banki -0,76% Marel -0,53% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%veðsetningarhlutfall Samræmd vísitala neysluverðs í maí samanborið við maí 2004 var hálft prósent hér á landi saman- borið við 1,9 prósent í viðskipta- löndum Íslands. Meðaltal Evrópu- sambandslandanna og evrusvæð- isins var einnig 1,9 prósent. Samræmd vísitala neysluverðs er reiknuð á svipaðan hátt og vísi- tala neysluverðs að stórum hluta fyrir utan einn veigamikinn þátt, sem er húsnæðisliður. Ef tekið væri tillit til hans mældist hækk- un á vísitölu neysluverðs mun meiri. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu 12 mán- aða tímabili var 6,5 prósent í Lett- landi og 3,7 prósent í Lúxemborg. Minnst var verðbólgan 0,2 pró- sent í Svíþjóð, 0,5 prósent á Ís- landi og 0,6 prósent í Finnlandi. Vísitala neysluverðs stóð í stað milli ára í Japan. Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent frá apríl til maí. Samræmd vísitala neyslu- verðs í EES-ríkjunum hækkaði á sama tíma um 0,2 prósent. - dh STÆRSTI MARKAÐURINN ER SKEMMTIFERÐIR TIL FLÓRÍDA 170 þúsund farþegar fóru á vegum flugfélagsins þangað á síðasta ári. VERÐ Á MATVÖRU LÆKKAR HÉR Á LANDI Vísitala neysluverðs var hálfu prósenti hærri í maí en í maí 2004. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R VERÐBÓLGA Í NOKKRUM RÍKJUM* - MAÍ ‘04 - MAÍ ‘05 Japan 0,0% Svíþjóð 0,2% Ísland 0,5% Finnland 0,6% Danmörk 1,3% Noregur 1,5% Viðskiptalöndin 1,9% Meðaltal ESB og evrusvæðisins 1,9% Bretland 1,9% Bandaríkin 2,8% Lettland 6,5% *Tölur frá Hagstofu Íslands Lítil ver›bólga á Íslandi Mun minni en í viðskipta- löndunum og á evrusvæðinu. Mælir me› Bakkavör Greiningardeild Landsbankans mælir með kaupum í Bakkavör samkvæmt nýju verðmati. Heildarvirði félagsins sam- kvæmt verðmatinu var 83,4 milljarðar og 39,9 krónur á hlut. Lokagengi Bakkavarar í gær var 36,9. Verðmat Landsbankans á Bakkavör hefur hækkað um 42 prósent á aðeins þremur mánuð- um en það skýrist af breyttum ytri aðstæðum og breyttum rekstrarforsendum. Vextir hafa lækkað og gengi pundsins hefur hækkað en tekjur félagsins eru í breskum pundum. Einnig er búist við meiri framlegð hjá fyrirtækinu en áður. - dh Hlutabréf Moasaic Fashions hf. verða skráð á Aðallista Kaup- hallarinnar í dag. Útgefnir hlutir í Mosaic Fashions hf. eru alls um 2,9 milljarðar króna að nafnverði. Velta dagvöruverslana var þrettán prósent meiri í maí en í sama mánuði árið 2004, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, samkvæmt mælingu Rannsókna- seturs verslunarinnar. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins hækkaði fasteignaverð í maí síðastliðnum um 3,8%. Fast- eignaverð hefur hækkað um 24% frá upphafi árs. Gengi íslensku krónunnar veiktist um 0,74 prósent í gær en viðskipti á millibankamarkaði námu rúmlega sex milljörðum króna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.