Fréttablaðið - 21.06.2005, Síða 19

Fréttablaðið - 21.06.2005, Síða 19
3ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2005 SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Mataræði Það er staðreynd að á fjögurra til sjö ára fresti endurnýjast 98% líkamans! Það þýðir að við erum úr þeim hráefn- um sem við höfum lagt okkur til munns undanfarin 4-7 ár! Ef við lifum á gosdrykkjum og súkkulaði, þá er lík- ami okkar úr þeim hráefnum. Gangandi slikkerí? Ef við hugsum um það myndrænt þá er það ekki fögur sjón, eða hvað? 40-70% Líkaminn er úr vatni að mestu leyti. Milli 40-70% líkamans er vatn en það ræðst mest af fitumagni þ.e. líkami þeirra sem eru feitir inniheldur minna vatn en líkami þeirra sem eru grannir. Megnið af restinni er prótein! Ef allt vatn væri fjarlægt úr líkamanum þá væri rúmlega helmingur þess sem eftir sæti – prótein og próteinskyld efni. En hvað eigum við þá að borða? Ég er persónulega á því að flestir viti NÁKVÆMLEGA hvað er í lagi fyrir þá að borða og hvað ekki! Fyrir þá örfáu sem eru algjörlega glórulausir er m.a. hægt að notast við listann hér fyrir neðan til viðmiðunar. Eitt að vita, annað að gera! Það vill hins vegar brenna við hjá allt of mörgum að þó þeir viti upp á hár hvað er í lagi fyrir þá að borða þá borða þeir ALLT OF SJALDAN! Þá er um að gera að fá einhverja aðstoð með það! Hér fyrir neðan er tillaga að mataræði. Hún miðar við einstaklinga sem stunda líkamsrækt en við það eykst próteinþörf þeirra. Því er líklega ekki ráðlegt fyrir börn og unglinga að borða eins og listinn segir til um. Það er auðvelt að panta tíma hjá næringarfræðingi eða næringar- ráðgjafa eða öðrum fagaðilum sem sérhæfa sig í að veita ráð varðandi fæðuneyslu. Máltíð nr. 1: T.d. Cheerios + léttmjólk Máltíð nr. 2: Ávöxtur + skyr (ca 200 g) Máltíð nr. 3: Disknum skipt í þrennt, grænmeti (helst kjarngott og „massí- vt“) + próteingjafi (kjöt/fisk- ur/egg/baunir/helst fitulítið) + kol- vetni (t.d. hrísgrjón/kartöfl- ur/pasta/brauðmeti/) Máltíð nr. 4: Samloka (gróft brauð) með grænmeti og próteinríku áleggi s.s. skinku+kotasælu Máltíð nr. 5: Svipað og máltíð nr. 3. Máltíð nr. 6: Ávöxtur Reyna að drekka ca 8 glös af vatni á dag (ekki allt í einu ; O ) Hægt er að finna ítarlegri upplýsingar um mataræði víða á netinu m.a. mat- arvefurinn.is, abet.is, og að sjálfsögðu á vefsvæði Heilsuráðgjafar www.heils- uradgjof.is Sölvi Fannar Viðarsson Er framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil. Allar heilsuvörur á einum stað Opið virka daga kl. 10-20 laugardaga kl. 10-17 Þegar þú tekur inn Fjörefni færðu ekki aðeins vítamín og steinefni heldur einnig öflugan skammt af ginseng og ginkgo. Fjörefni stuðlar að auknu starfsþreki og betra úthaldi! 1 hylki á dag, fyrir sólböð, á meðan og eftir þau. Staðfest með vísindalegum rannsóknum Eykur brúnan húðlit í sól Viðheldur brúnum húðlit eftir sólböð Undirbýr húðina fyrir sólböð Afstaða tekin til lífs og dauða UNNIÐ ER AÐ ÞVÍ HJÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU AÐ KOMA Á FÓT SÉRSTAKRI LÍKNASKRÁ UNDIR HEITINU LÍFSSKRÁ SEM MUN MEÐAL ANNARS GEYMA UPPLÝS- INGAR UM VILJUGA LÍFFÆRAGJAFA. Fljótlega munu sérstök eyðublöð líta dagsins ljós sem gerir fólki kleift að taka ákvörðun um hvort lengja megi líf þess til dæmis með endurlífgun og öndunarvél, auk vilja fólks til líffæra- gjafar. Lífsskráin er gagnagrunnur sem mun halda utan um þessar upplýsingar og mun koma til með að auðvelda ætt- ingjum erfiðara ákvarðanatökur. Mögu- legt er að breyta skráningu sinni hvenær sem er, auk þess sem engin skylda er að skrá sig í Lífsskrána. Við skráningu gefst fólki kostur á að skrá sig sem líffæragjafa þó ekki krafist þess að fólk taki afstöðu í þeim málum við skráningu. Hingað til hefur farið lítið fyrir umræð- unni um líffæragjöf en á hverju ári þarfnast um það bil tíu sjúklingar hér landi ígræðslu. Forsenda ígræðslu er að líffæri fáist frá nýlántum, þótt ekki sé unnt að nýta líffæri nema í litlum hluta dauðsfalla en hver líffæragjafi getur bjargað allt að sex mannslífum. Auk þess að geta skráð vilja sinn í Lífs- skrána getur fólk nálgast sérstök líf- færagjafakort í öllum helstu lyfjaversl- unum, sem einfalt er að fylla út og koma fyrir í seðlaveski. Líffæragjöfum er þó bent á að ræða ákvörðunina við sína nánustu og gera þeim kunnugt um afstöðu sína. Berlínarbúar búa sig nú undir komu mikils fjölda vændiskvenna til borgar- innar á meðan Heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer þar fram á næsta ári. Heilbrigðisyfirvöld reikna með því að dreifa um hundrað þúsund smokkum ókeypis. Kona íklædd smokk mun einnig hjálpa til við að koma skila- boðum um öruggt kynlíf til skila fyrir utan Ólympíuleikvanginn. Með smokkunum fylgir bæklingur sem kennir karlmönnum að umgangast vændiskonur þar sem tíu reglur fyrir viðskiptavini verða kynntar, meðal annars sú að vera kurteis og um- gangast vændiskonurnar af virðingu, að hafa persónulegt hreinlæti í háveg- um, vera nákvæmur í beiðnum sínum um þjónustu og auðvitað að nota alltaf smokk. Búist er við því að vændiskonur hvaðanæva að úr Þýska- landi eigi eftir að flykkjast til Berlínar vegna Heimsmeist- arakeppninnar. Líffæragjafi getur bjargað allt að sex mannlífum. M YN D G ET TY Hundrað þúsund smokkum dreift ókeypis BERLÍNARBÚAR BÚAST VIÐ MIKLU VÆNDI MEÐAN HEIMSMEISTARAKEPPNIN Í FÓTBOLTA STENDUR YFIR Á NÆSTA ÁRI.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.