Fréttablaðið - 21.06.2005, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2005 21
HANDBOLTI Dagur Sigurðsson hand-
boltakappi tilkynnti að loknum
leik Hvíta-Rússlands og Íslands á
sunnudag að það hefði verið hans
síðasti landsleikur. Að loknum 213
leikjum í íslensku landsliðstreyj-
unni skilur Dagur við liðið er það
á leiðinni á sitt sjöunda stórmót í
röð. Hann segist vera sáttur.
„Ég skil við liðið með góðri
samvisku. Það er gott að hafa
klárað þessa leiki gegn Hvít-Rúss-
um,“ sagði Dagur. „En það var
kominn tími á þetta hjá mér. Við
erum búnir að spila á mörgum
stórmótum og það tekur sinn tíma.
Ég hef ekki fengið þriggja daga frí
í tvö ár og nú verður gott að geta
eytt tíma með fjölskyldunni.“
Dagur var ákveðinn að hætta
eftir HM í Túnis sem lauk í febrú-
ar síðastliðnum en Viggó Sigurðs-
son landsliðsþjálfari sannfærði
Dag um að halda áfram og klára í
það minnsta þessa tvo leiki í júní.
En eftir það varð Degi ekki haggað
og stendur hann við ákvörðun sína.
„Ég er mjög stoltur að hafa
fengið að taka þátt í þessu og ég
er stoltur af landsliðsferlinum.“
Dagur hefur nú verið að þjálfa
austurríska liðið Bregenz í tvö ár
og á tvö ár eftir til viðbótar af
samningi sínum. Honum líkar
þjálfarastarfið vel en allt sé óvíst
hvað varðar framtíð hans á þeim
vettvangi.
„Ég verð eitthvað starfandi á
þeim vettvangi þegar ég kem
heim. Í hvaða mynd verður bara
að koma í ljós.“
En nú sér Dagur fram á góða
tíma enda getur hann nú einbeitt
sér að vinnunni sinni og fjöl-
skyldu. Hann mun þó sakna lands-
liðsins. „Það verður eflaust skrýt-
ið næst þegar hópurinn verður
kallaður saman og maður er ekki
á listanum.“
eirikurst@frettabladid.is
Keppni allra landsmanna
Frítt á leiki og happdrættispottur
Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda
í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar.
Miðar eru afhentir í útibúum bankans.
1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu.
Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar.
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
87
62
06
/0
5
UMFERÐ KVENNA
þri. 21. júní 20:00 Breiðablik - ÍA
þri. 21. júní 20:00 Keflavík - Stjarnan
þri. 21. júní 20:00 ÍBV - KR
þri. 21. júní 20:00 Valur - FH 410 4000 | www.landsbanki.is
VIÐ STYÐJUM ÍSLENSKA
KNATTSPYRNU MEÐ STOLTI
|6.
Dagur Sigurðsson sáttur við ákvörðun sína:
Ég er stoltur af
landsli›sferlinum
MARK! Dagur Sigurðsson
skorar hér sitt næstsíðasta
landsliðsmark, gegn Hvít-
Rússum. Fréttablaðið/Hari