Fréttablaðið - 21.06.2005, Síða 35
Rokksveitin The Strokes hefur
lokið upptökum á sinni þriðju
plötu, sem er væntanleg í janúar
á næsta ári. „Ég vil ekki segja of
mikið,“ segir Julian Casablancas,
söngvari sveitarinnar, „en ég er
ansi spenntur. Hún er eins og
steinlaus vatnsmelóna. Ég er
mjög ánægður með hana.“
Platan, sem hefur ekki enn
fengið nafn, hefur að geyma
fjórtán lög. The Strokes stefnir
síðan á að fara í sína stærstu
tónleikaferð til þessa til að fylgja
plötunni eftir. ■
Hljómsveitin Depeche Mode ætl-
ar í umfangsmikla tónleikaferð
um heiminn til að fylgja eftir nýj-
ustu plötu sinni, sem kemur
væntanlega út undir lok ársins.
Fyrst fer sveitin í sex vikna
tónleikaferð um Norður-Ameríku
í október en byrjar síðan tónleika-
ferð um Evrópu í janúar á næsta
ári í Þýskalandi. Depeche Mode
hefur verið að leggja lokahönd á
nýju plötuna undanfarið ásamt
upptökustjóranum Ben Hillier
sem hefur áður unnið með Doves
og Blur. ■
THE STROKES Rokkararnir gefa út sína
þriðju plötu í janúar á næsta ári.
firi›ja platan tilbúinDepeche Mode í tón-
leikafer› um heiminn
DEPECHE MODE Hljómsveitin er á
leiðinni í umfangsmikla tónleikaferð.
TRU CALLING
TRU ER SVONA STELPA SEM VEKUR FÓLK UPP FRÁ DAUÐUM
FIMMTUDAGA KL. 21.00
Sjónvarpsstöðin Sirkus er alltaf
í ólæstri dagskrá. Stöðin verður
á rásinni þar sem Popp TíVí er
núna. Popp Tíví verður á annarri
rás á Digital Ísland.
FYLGSTU MEÐ.
SIRKUS BYRJAR
24. JÚNÍ KL. 22