Fréttablaðið - 21.06.2005, Page 38
30 21. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
F jölmiðlafólk hafði í nógu að snú-ast um helgina. Ekki vegna þess
að David Beckham hafi verið á land-
inu heldur gengu fjórir fjölmiðla-
menn í það heilaga um helgina. Fyrst
af öllu ber að sjálfsögðu að óska
Loga Bergmanni og Svanhildi Hólm
til hamingju með daginn en þau
gengu í það heilaga á fimmtudags-
kvöldinu. Veislan var víst frábær og
segjast einhverjir hafa séð Svanhildi
spóka sig um í hvítum baðslopp í
svítunni á Hótel Borg. Þá gekk Sig-
mar Vilhjálmsson, betur þekktur
sem Simmi í Idolinu, að eiga Bryn-
dísi Björgu Einarsdóttur og Her-
mann Fannar Valgarðsson, betur
þekktur sem Hemmi feiti á X - inu,
giftist Söru Óskarsdóttur í Hafnar-
firði.
TónleikahaldarinnRagnheiður Hans-
son fór um síð-
ustu helgi á
tvenna tón-
leika í London
með hljómsveitinni
U2. Vonast nú margir eftir því að
Ragnheiður, sem m.a. hefur flutt
Metallica inn til landsins, hafi þarna
verið að leggja línurnar fyrir komu
stórsveitarinnar hingað til lands á
næsta ári.
Nýverið sást til handboltakappansÓlafs Stefánssonar í hrókasam-
ræðum við Þórhall miðil í miðbæ
Reykjavíkur. Virtust þeir hafa um
margt að ræða, sem er kannski ekki
skrítið því Ólafur er kunnur fyrir
áhuga sinn á andlegum málefnum
og heimspekilegum vangaveltum.
Ólafur hefur væntanlega fengið góða
strauma frá Þórhalli, því skömmu síð-
ar unnu Íslendingar Hvít-Rússa í
undankeppni Evrópumótsins, þar
sem Ólafur stóð sig með mikilli prýði.
Leit að statistum fyrir hópatriði ínýjustu kvikmynd Clint
Eastwood, Flags of Our Fathers, sem
á að taka að hluta til upp hér á landi,
stendur nú yfir. Aðili sem sér um að
velja rétta fólkið í myndina kemur
hingað til lands í byrjun júlí og eftir
það kemur í ljós hverjir detta í lukku-
pottinn. Eitt skilyrði settu framleið-
endur myndarinnar sér. Það var að
vöðvastæltir menn kæmu ekki til
greina og dvína því vonir margra ís-
lenskra kraftajötna um að koma fram
í myndinni til mikilla
muna.
Lárétt:
1 þögull, 6 fugl, 7 í röð, 8 fimmtíu og
einn, 9 væta, 10 tíu, 12 dá, 14 ellegar, 15
nesoddi, 16 sérhljóðar, 17 stefna, 18 rór.
Lóðrétt:
1 hrap, 2 fjandi, 3 skóli, 4 létt og ., 5
ásaki, 9 for, 11 eyja, 13 ský, 14 trjáteg-
und, 17 tímabil.
Lausn.
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Ekkert
MSG
Allur okkar fiskur er án MSG (þriðja kryddið)
Mikið úrval af grilfiski. Grillspjót, risarækjur, hörpuskel og humar.
Sjónvarpsmaðurinn Hlynur Sig-
urðsson fer á suðrænar slóðir í
sumar til að finna handa Íslending-
um spænskt þak yfir höfuðið. „Það
er bara rökrétt framhald að fjalla
um eignir á Spáni núna,“ segir
Hlynur, sem ætlar að skoða sumar-
hús og aðrar eignir á Íslendinga-
slóðum á Spáni og mun úttektin
birtast í byrjun ágúst og áfram með
haustinu í Þak yfir höfuðið á Skjá
einum. „Það er gríðarlegur áhugi á
eignum á Spáni og salan hefur al-
gjörlega margfaldast síðustu ár,“
segir Hlynur um áhuga Íslendinga á
sumarhúsum þar. „Það er hægt að
gera góð kaup. Fjölmargir eru að
hugsa sinn gang, ég tala nú ekki um
núna þegar fasteignaverð hefur
hækkað svona mikið. Og þessi um-
fjöllun er líka sniðug leið fyrir fast-
eignasala til að kynna það sem í boði
er,“ segir Hlynur. Hann er í sam-
bandi við íslenska fasteignasölu
sem starfrækt er á Spáni, Perla
Investments. Fasteignasalan sér-
hæfir sig í sölu spænskra eigna til
Íslendinga og virðist hafa nóg að
gera. „Ég heyrði það einhvers stað-
ar að það væru tvö þúsund Ís-
lendingar á Spáni á þessu Alicante
svæði sem er vinsælast, Alicante og
Torrevieja á austurströndinni, en ég
sel það ekki dýrara en ég keypti
það,“ segir Hlynur, en hann mun
taka þáttinn upp í lok júlí. ■
fiak yfir höfu›i› á Spáni
„Ég átti upphaflega bara að sjá
um söngtextann, en síðan fór ég
að trana mér fram í að breyta
byrjuninni á verkinu sjálfu og
síðan vatt þetta upp á sig og ég
endaði á því að gera leikgerðina
að verkinu,“ segir Höskuldur
Ólafsson, fyrrum meðlimur í
hljómsveitinni Quarashi, sem
hefur gert leikgerð á rokk-
óperunni Örlagaeggin eftir smá-
sögu Mikhaíls Búlgakov. Áætlað
er að verkið verði sett upp á Litla
sviði Borgarleikhússins hinn 7.
júlí.
Auk leikgerðarinnar semur
Höskuldur tónlistina í upp-
færslunni ásamt Pétri Þór Bene-
diktssyni, sem getið hefur sér
gott orð með því að spila með Ís-
firðingnum Mugison. „Ég hefði
ekki viljað gera tónlistina einn
því mér hefði líklega fundist sem
ég væri orðinn of tengdur
verkinu auk þess sem það er nógu
einmanalegt að hafa unnið einn að
leikgerðinni í nokkra mánuði,“
segir Höskuldur. „Þetta er alt-
kántrý músík með nauðsynlegum
söngleikjaeiginleikum en ekki
einhver Andrew Lloyd Webber-
froða. Bæði leikverkið og tón-
listin gætu staðið eitt og sér án
hins því það er ekki verið að
þröngva öðrum hvorum miðlinum
upp á hinn,“ segir Höskuldur.
Höskuldur segir söguna
vísindaskáldsögu í anda H.G.
Wells og þó að hún hafi verið
skrifuð á fyrri hluta síðustu aldar
sé margt í henni sem hægt sé að
heimfæra upp á nútímann.
„Skæð fuglaflensa geisar í
óþekktu landi og gengur af
hænsnastofninum í landinu
dauðum, hungursneyð og efna-
hagsleg kreppa vofa yfir en á
sama tíma finnur prófessor
nokkur upp geisla sem hann
kallar lífsgeislann, sem getur
margfaldað frumuframleiðslu
þeirra lífvera þúsundfalt sem
honum er beint að.
Fjölmiðlarnir frétta af þessu,
stjórnmálamennirnir blandast
inn í málið til að þjóðnýta
geislann og nota hann til að gera
tilraunir á innfluttum hænsna-
eggjum með vægast sagt skelfi-
legum afleiðingum,“ segir Stefán
Hallur Stefánsson, leikari í
Örlagaeggjum, um söguþráð
sýningarinnar.
Meðal leikara í sýningunni
verða þær Ilmur Kristjánsdóttir,
Esther Talía Casey og Maríanna
Clara Lúthersdóttir.
Leikstjóri er Bergur Þór Ing-
ólfsson. ■
HÖSKULDUR ÓLAFSSON: SEMUR LEIKGERÐ OG TÓNLIST
Úr rappinu í leikhúsið
FRÉTTIR AF FÓLKI
Dótið? Töframálning.
Sem er? Akrýlmálning sem er þeim eigin-
leikum gædd að hún breytir yfirborði allra
veggja í segulstál. Málningin er einstaklega
hentug og hún er sett á veggi eins og hver
önnur málning. Hún er sérstaklega hentug
ef mála á ísskápshurðir, yfir ljót göt í veggj-
um eða ef fela á límbandsför. Þar að auki
er hægt að nota hana í skólastofuna,
barnaherbergið, fyrir listaverk, á mynda-
veggi, skrifstofuna, veggi sem teikna má á
og svo framvegis. Möguleikarnir eru í
rauninni endalausir.
Hvernig virkar hún? Málningin er, sem
fyrr segir, nánast eins og venjuleg málning.
Fyrst er segulstálsgrunnurinn settur á
vegginn og síðan er hvaða litur sem er
valinn og settur yfir grunninn. Þannig er
hægt að fá litríka veggi með segulstáli.
Kostir? Kostir segulstálsveggjanna eru
margir. Þeir eru til að mynda algjörlega
hættulausir börnum sem fullorðnum og
uppfylla alla heilsustaðla. Segulstálið hefur
engin áhrif á tölvur eða önnur raftæki, enda
virkar það svipað og ísskápshurðir. Einn
helsti kosturinn er hversu auðveld segul-
stálmálningin er í notkun. Það eina sem þarf
að passa er að láta málninguna þorna í fjóra
tíma, en ekki má setja neina segulhluti á
veggina fyrr en 24 tímum seinna.
Gallar? Helsti gallinn sem fylgir segul-
málningunni er sá að ef fólk vill afsegla
vegginn getur það tekið nokkurn tíma.
Nánari upplýsingar? Allar upplýsingar
um vöruna, spurningar og svör, er hægt að
nálgast á heimasíðunni:
www.kling.com/magneticpaintindex.html.
DÓTAKASSINN
...fær Jóhanna Bergsteinsdóttir,
sem hlaut hæstu einkunn sem
gefin hefur verið í hagfræði við
Háskóla Íslands.
HRÓSIÐ
HLYNUR SIGURÐSSON Er á leiðinni til
Spánar með þátt sinn Þak yfir höfuðið.
Hlynur bjó sjálfur á Spáni fyrir nokkru.
Lárétt:
1fámáll,6ara,7aá,8li,9agi, 10tug,
12rot,14eða,13tá,16ie,17átt,18
kyrr.
Lóðrétt:
1fall,2ári,3ma,4laggott,5lái,9aur,
11æðey, 13táta,14eik,17ár.
»
FA
S
T
U
R
» PUNKTUR
HÖSKULDUR ÓLAFSSON Semur leikgerðina að uppfærslu á smásögu Mikhaíls Búlgakov sem sett verður upp á Litla sviði Borgar-
leikhússins í byrjun júlí.
Allur okkar grillfiskur er án MSG (þriðja kryddið)
Mikið úrval af grillfiski. Grillspjót, risarækjur, hörpuskel og humar.