Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 4
NEYTENDUR Sá samanburður á bílalánum sex helstu lánafyrir- tækjanna sem birtist í blaðinu í gær reyndist ekki réttur. Var samanburðurinn að mestu byggður á útreikningum með reiknivélum fyrirtækjanna á vefnum en komið hefur í ljós að slíkur samanburður er ekki not- hæfur fyrir neytendur enda breytur og forsendur hvers fyr- irtækis mismunandi. Samkvæmt endurbættri töflu sem nú birtist taka lánafyrir- tækin Glitnir og SP Fjármögnun sömu þóknun fyrir sams konar bílalán meðan bílalán Lýsingar eru neytendum dýrust. TM og Frjálsi fjárfestingarbankinn eru ódýrari en aðrir en hafa ber í huga að Frjálsi lækkaði vexti af verðtryggðum lánum sínum úr sex prósentum, eins og aðrir bjóða, í 5.95 prósent og miðast útreikningar við það. Ekkert lántökugjald er tekið hjá TM til 1. ágúst og hefur það einnig áhrif á útreikninga á þeirra bíla- lánum. -aöe KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,02 65,34 116,58 117,14 78,34 78,78 10,51 10,57 9,90 9,96 8,31 8,36 0,59 0,59 94,66 95,22 GENGI GJALDMIÐLA 30.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,26 4 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Bílalán stærstu lánafyrirtækjanna: Samanbur›u á netinu erfi›ur Fimm prósent jar›ar- búa neyta eiturlyfja Eiturlyfjaneytendur voru tvö hundru› milljónir á sí›asta ári, fimmtán milljón- um fleiri en í fyrra. Marka›ur me› kannabisefni er alltaf a› stækka. Smásölu- ver›mæti eiturlyfja er tæpur 21 milljar›ur íslenskra króna. EITURLYF Eiturlyfjaneytendur voru um tvö hundruð milljónir á síð- asta ári. Þetta kemur fram í ár- legri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyfjaneyslu í heiminum, þar sem teknar voru saman tölur frá árunum 2003 og 2004. Það eru fimm prósent jarðarbúa ef miðað er við aldursbilið 15 til 64 ára. Fjölgun neytenda var um fimmt- án milljónir milli ára og segja skýrsluhöfundar enga von um að hún verði minni á næsta ári. Kannabis er langvinsælasta eiturlyfið og í stöðugri sókn. Mun- ar mest um aukna framleiðslu, sölu og neyslu á maríúana og hassi þegar heildarfjöldi eitur- lyfjaneytenda er reiknaður út en kannabisneytendur eru um 160 milljónir. Í skýrslunni kemur fram að allir þættir bendi til þess að markaður með kannabisefni sé að stækka og engin ástæða til að ætla að þenslan taki enda. Mjög er litið til Afganistan þegar stærð markaðsins með óp- íumefni er ákvarðaður. Talið er að 87 prósent af ólöglegum ópíum- efnum sé upprunninn þar í landi og hefur framleiðsla efnisins flust þangað frá Suðaustur-Asíu þar sem hún hefur minnkað um 78 prósent. Skýrsluhöfundar eru vongóðir um að með nýrri ríkis- stjórn og stöðugra ástandi í Afganistan náist að minnka fram- leiðsluna. Afganar eru æstir í að sýna alþjóðasamfélaginu fram á þetta og brenndu á dögunum sex- tíu tonn af ópíum á bálköstum í til- efni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fíkniefnum. Heróín er vin- sælasta ópíumefnið og er það jafnframt eiturlyfið sem veldur mestum vandamálum, samkvæmt skýrslunni. Mikil vonbrigði eru að ræktun á kókarunna hefur aukist í Perú og Bólivíu en úr laufum kók- arunna er unnið kókaín. Ræktunin hefur dregist saman í Kólumbíu þótt landið framleiði enn um helming alls kókaíns sem er í um- ferð. Neysla kókaíns er að dragast saman í Bandaríkjunum á meðan hún eykst í Evrópu. Heildarverðmæti allra eitur- lyfja sem seld voru í smásölu árið 2003 er áætlað um 322 milljónir Bandaríkjadollara, en það jafn- gildir tæpum 21 milljarði ís- lenskra króna. annat@frettabladid.is BÍLVELTA Á KJALVEGI Vegir eru í misjöfnu ásigkomulagi á hálendinu og margir ferða- menn sem vara sig ekki á þeim hættum sem þar leynast. Slysavarnasvið Landsbjargar: Yfirfara alla hálendisvegi SLYSAVARNIR Slysavarnarsvið Landsbjargar hyggst gera úttekt á vegum um hálendi landsins í sumar en tilefnið er að björgunar- sveitum bárust að meðaltali tvö útköll hvern einasta dag síðasta sumar þar sem ferðamenn höfðu lent í erfiðleikum. Kjartan Benediktsson, umferð- arfulltrúi samtakanna, segir ætl- unina að yfirfara þá vegi sem ferðamenn fara um í samráði við ferðaþjónustuaðila og aðra sem sækja hálendið heim. „Með því móti ætlum við að komast að því hvar slysahættan er mest en um- ferð um svæðið fer vaxandi ár frá ári og full ástæða til þess að finna út hvar eða hvað má betur fara.“ -aöe Siglt með hjálpargögn: Sjóræningjar tóku skipi› SÓMALÍA Skipi sem flytja átti hjálp- argögn til Sómalíu hefur verið rænt í Indlandshafi. Um borð í skipinu var matur frá Sameinuðu þjóðunum sem flytja átti til svæð- anna sem verst urðu úti í flóð- bylgjunni sem skall á ströndum landsins um síðustu jól. Að sögn bandarísku fréttastofunnar CNN var skipið á leiðinni frá kenýsku höfninni Mombasa til Bossaso í Norðaustur-Sómalíu þegar vopn- aðir sjóræningjar réðust á það. Tíu manna áhöfn skipsins er óhult en sjóræningjarnir krefjast þess að þeim verði greitt jafnvirði 35 milljóna íslenskra króna í lausnargjald fyrir skipið. ■ FARFUGLAR Sérfræðingar hafa áhyggjur af útbreiðslu fuglaflensunnar þegar farfuglar flytja sig frá Quinghai-héraði í Kína. Fuglaflensan í Kína: Farfuglar s‡ktir KÍNA, AP Fuglaflensufaraldurinn í Norðvestur-Kína reynist alvarlegri en fyrr var ætlað. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna ætla að fimm þúsund farfuglar hafi dáið í Qing- hai-héraði. Einnig hafa sérfræðing- ar miklar áhyggjur af því hvað ger- ist þegar fuglarnir fara að flytja sig frá svæðinu og hvetja Kínverja til að gera fleiri tilraunir áður en til þess kemur. Kínverjar hafa ekki gripið til þess ráðs að lóga fuglunum, eins og títt er þegar um sýktar dýrategund- ir er að ræða, vegna þess að um sjaldgæfar tegundir er að ræða sem í sumum tilfellum eru verndaðar. ■ VEÐRIÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KANNABISPLÖNTUR Kannabisneytendur í heiminum eru rúmlega 160 milljónir og hefur fjölgað undanfarin ár. Ekkert lát virðist vera á stækkun markaðsins með kannabisefni en mestu munar um fjölgun þeirra þegar heildarfjöldi eiturlyfjaneytenda er reiknaður út. FJÖLDI EITURLYFJANEYTENDA Í HEIMINUM (í milljónum) Kannabisefni 60,9 Amfetamín 26,2 E-pillan 7,9 Kókaín 13,7 Heróín 10,6 Önnur ópíumefni 5,3 Glitnir Frjálsi fjárfestingarb. Tryggingamiðstöðin SP Fjármögnun Sjóvá-Almennar Lýsing 2,340,000 2,340,000 2,340,000 2,340,000 2,340,000 2,340,000 585,000 1,848,793 1,783,095 1,783,110 1,848,793 1,848,793 1,876,745 585,000 585,000 585,000 585,000 585,000 6,00% 5,95% 6,00% 6,00% 6,00% 6,00% 2,839,577 2,734,919 2,771,606 2,839,577 2,851,063 2,875,968 26,840 25,594 26,031 26,840 26,976 27,273 2,254,577 2,149,919 2,186,606 2,254,577 2,266,063 2,290,968 MISMUNANDI BÍLALÁN VEGNA KAUPA Á BIFREIÐ - LÁN TIL 7 ÁRA Kaupverð Innborgun Vextir Meðalgr. Heildargr. Verð bílsLánsupphæð BÍLAKAUP Heita má að ógerlegt sé að bera saman bílalán mismunandi lánsfyrirtækja með því að nota reiknivélar þær er bjóðast á heimasíðum viðkomandi fyrirtækja. SJÁVARÚTVEGUR 200 ÞÚSUND TONN AF KOLMUNNA Kolmunnaafli íslenskra skipa á vertíðinni er kominn í 211 þúsund tonn og eru því rúm 130 þúsund tonn eftir af veiðiheimildum sem sjávarútvegsráðherra úthlutaði úr stofninum. Erlend skip hafa land- að 90 þúsund tonnum hérlendis og heildaraflinn er því kominn yfir 300 þúsund tonn. MESTU LANDAÐ Á VOPNAFIRÐI Íslensku skipin hafa landað 18 þúsund tonnum af síld á vertíð- inni. Mestu hefur verið landað hjá HB Granda á Vopnafirði, um 6 þúsund tonnum en næst kemur Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum með 3.800 tonn. Kvótinn nemur 158 þúsund tonnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.