Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 10
Í ÁTT TIL AUSTURS Shaukat Aziz, forsætis- ráðherra Pakistans, veifar blaðamönnum úr rútu á leið til indverska hluta Kasmírs- héraðs. 10 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Ákært fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll: Bretinn mætti einn fyrir dóm DÓMSMÁL Paul Geoffrey Gill, 33 ára gamall Breti, mætti einn til þingfestingar máls á hendur honum og tveimur Íslendingum, Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur, í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Íslend- ingarnir eru sagðir vera í mót- mælatjaldi við Kárahnjúka. Þremenningarnir sprautuðu grænlituðu skyri á ráðstefnu- gesti í lokuðum sal á hótel Nor- dica í Reykjavík þriðjudaginn 14. júní. Þau eru kærð fyrir hús- brot og stórfelld eignaspjöll, en bóta upp á tæpar 2,9 milljónir króna er krafist vegna skemmda af skyrinu. Fólkið var að mót- mæla meintum náttúruspjöllum sem álver og meðfylgjandi virkjanaframkvæmdir hafa í för með sér, en ráðstefnan snerist um áliðnað. Þar voru meðal ann- arra saman komnir fulltrúar Alcoa, Bechtel og Landsvirkjun- ar. Skyrvökvinn fór á fólk, en einnig á veggi, gólfteppi, stóla og aðra innanstokksmuni. Í ákæru er tjónið metið á tæpar 2,3 milljónir króna, en innandyra eyðilagðist IBM Thinkpad T41 fartölva, AG Neovo 17 tommu tölvuskjár, IBM Thinkvision snertiskjár, þrír hljóðnemar og stórt sýningartjald. -óká Húsleit lögreglu skilaði árangri: Gæsluvar›hald vegna fíkniefna LÖGREGLUMÁL Rúmlega fertugur maður í Reykjavík hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, eftir að talsvert magn af fíkni- efnum fannst heima hjá honum við húsleit. Lögreglan í Reykjavík hand- tók manninn á þriðjudagskvöld og við húsleit fundust fíkniefnin. Þótti ljóst að magnið væri það mikið að það gæti ekki einungis verið ætlað til eigin nota. Engin tæki né tól af þeim toga fundust í fórum mannsins. Hann var í haldi lögreglu aðfaranótt mið- vikudags og var síðan úrskurðað- ur í gæsluvarðhald í tvær vikur meðan rannsókn fer fram. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum var kveðinn upp í fyrradag. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík staðfesti fíkniefna- fundinn og gæsluvarðhaldsúr- skurðinn, en kvaðst ekki vilja upplýsa hvaða efni hefðu fundist hjá manninum né hve mikið magn meðan málið væri í rann- sóknarmeðferð. Umræddur maður hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. - jss Útsölur byrja rólega Sumarútsölur hafa ví›a hafist fyrr en venja er til og telja kaupmenn a› fla› útsk‡ri a› einhverju leyti hversu hægt flær fara af sta›. Algengt er a› afslættir flessa fyrstu daga séu frá 30 til 50 prósent. NEYTENDUR Sumarútsölurnar eru nú víða hafnar í höfuðborginni og víðar og eru kaupmenn almennt sammála um að hægt sé að gera svipuð kaup á þeim og í fyrra. Af- sláttur er algengur frá 30 – 40 pró- sentum og fer hækkandi eftir því sem á líður. Mörgum finnst þó nóg um að útsölutíminn skuli vera orð- inn heill mánuður og telja það út- skýra að hluta hversu útsölur fara rólega af stað. Meðal þeirra verslana þar sem útsölur eru hafnar og Fréttablaðið heimsótti í gær voru Hagkaup, BT, Húsgagnahöllin, Esprit, Accessorize og Útilíf. Var greini- legt að margir á viðkomandi stöð- um höfðu eingöngu komið til að gera góð kaup á útsölunum en flestir kaupmenn voru þó á því að útsölurnar færu rólega af stað. Tóku nokkrir viðskiptavinir undir það og sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir að útsölurnar væru byrjaðar fyrr en komið var á stað- inn. Ekki var meira af fólki í Kringlunni þennan fyrsta dag út- sölunnar en venja er en flestar verslanir þar auglýsa góðan af- slátt á vörum sínum. „Þetta er fyrsti dagurinn og þetta fer ró- lega af stað,“ sagði Ingibergur Jó- hannsson, verslunarstjóri hjá Úti- lífi í Kringlunni. „Þetta er stór ferðahelgi og enginn hefur fengið útborgað enn sem komið er. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig gengur um helgina en mig grunar að mörgum finnist þessi langi út- sölutími verið kominn út í öfgar. Útsalan er allan júlímánuð og fólk hinkrar við enda algengt að verð lækki þegar líða fer á útsölurn- ar.“ Rósa Guðjónsdóttir, verslunar- stjóri í Esprit, tók í sama streng. „Þetta byrjar með ágætum hjá mér en það eru færri á ferð en ég hefði kannski búist við miðað við útsölur hér sem almennt eru vel sóttar. En þetta er fyrsti dagurinn og kannski ekki mark á takandi ennþá. Mér sýnist verð og af- sláttur nú vera með svipuðu móti og á síðasta ári og þær útsölur voru almennt afar góðar þannig að þetta lofar góðu fyrir við- skiptavininn.“ albert@frettabladid.is AF FJÖLLUM Mæðgurnar Halldóra og Sig- ríður voru hissa á að útsölurnar væru hafnar. Halldóra og Sigríður: VISSU EKKI AF ÚTSÖLUNNI „Ég gerði mér nú ekki grein fyrir því að útsölurnar væru hafnar og þetta kom mér á óvart,“ sagði Halldóra Björnsdóttir en hún var að versla í Útilífi í Kringlunni ásamt dóttur sinni Sigríði Þóru Birgis- dóttur. Halldóra sagði koma sér á óvart að út- sölur væru hafnar en það kæmi sér engu síður vel. „Okkur vantaði góðan léttan sumarjakka og komum hingað með það í huga en ég hef ekkert kynnt mér verðin hér á útsölunni. Mig grunar að fólk almennt hafi nú ekki gert sér grein fyrir að þær séu hafnar.“ GÓÐ ÚTSALA Fanney var sátt við þann af- slátt á barnafötum sem í boði var á útsöl- unni í Hagkaupum. Fanney Hrafnkelsdóttir: VANTAÐI BARNAFÖT „Ég er fyrst og fremst að leita mér að barnafötum hvers konar og mér líst ágætlega á verðið hér á þessari útsölu,“ sagði Fanney Hrafnkelsdóttir, en hún var á útsölu Hagkaupa í Skeifunni. Hún sagðist almennt ekki sækja útsölur sérstaklega nema hún þyrfti á einhverju beinlínis að halda. „Útsalan hér er ágæt og mér sýnist verðið svipað og í fyrra.“ Halldóra Brynjarsdóttir: VERÐ ALMENNT GOTT „Mig vantaði DVD spilara og ákvað að koma og fá mér hann hér,“ sagði Hall- dóra Brynjarsdóttir, en hún var að versla á útsölu BT í Skeifunni síðdegis í gær. Halldóra sagðist ekki hafa kynnt sér út- söluverð þar almennt þar sem hún hafi komið eftir ákveðnum hlut. „Mér líst vel á það sem ég hef séð og verð er al- mennt gott. Annars leita ég ekki sérstak- lega uppi útsölur heldur fer á stúfana þegar mig vantar eitthvað sérstakt og hér er hægt að gera fín kaup.“ LÖGREGLUFRÉTTIR SÖGULEGT LÁGMARK Í SJÚKRA- FLUTNINGUM Mjög rólegt var hjá flestum embættum lögreglunnar aðfaranótt fimmtudags. Slökkvilið- ið í Reykjavík sagði að fjöldi sjúkraflutninga hlyti að hafa nálg- ast sögulegt lágmark, og lögreglan í Reykjavík tekur í sama streng. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Horna- firði hringdi síminn ekki einu sinni alla nóttina. Landsmenn búa sig nú undir eina mestu ferðahelgi sum- arsins og því miður ekki hægt að búast við sömu rólegheitunum hjá lögreglu komandi nætur. SLETTUMÁLIÐ ÞINGFEST Rúmlega þrítugur Breti, að nafni Paul Geoffrey Gill, var einn mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, þegar þingfest var mál Lögreglustjórans í Reykja- vík á hendur honum og íslenskum karli og konu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÚTSÖLUR HAFNAR Í KRINGLUNNI Eins og sjá má var verslunarmiðstöðin frekar tómleg þrátt fyrir að kjarakaup byðust í flestum verslunum á þessum fyrsta útsöludegi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI FÍKNIEFNAFUNDUR Fíkniefnamagn sem fannst hjá rúmlega fertugum Reykvíkingi þótti meira en svo að það væri hugsað til eigin nota. Fíkniefnin á myndinni eru óviðkomandi þessu tiltekna máli. Heilbrigðisyfirvöld: Bólusetningar í mi›læga skrá HEILBRIGÐISMÁL Miðlæg bólusetn- ingarskrá er það sem koma skal, nái tillögur stýrihóps á vegum sótt- varnalæknis og heilbrigðisráðherra fram að ganga. Tilraunaverkefni sem verið hef- ur í gangi hér á landi gerir ráð fyrir að upplýsingar um bólusetningar flytjist sjálfvirkt með rafrænum hætti inn í miðlæga skrá. Einnig er fyrirhugað að starfsmenn einstakra heilbrigðisstofnana geti sótt upplýs- ingar um bólusetningar einstak- linga í grunninn með rafrænum hætti. Miðlæg bólusetningarskrá er þannig úr garði gerð að fyllsta ör- yggis um persónuupplýsingar hinna bólusettu skal gætt í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, samkvæmt upplýsingum frá helbrigðisráðu- neytinu. ■ BÓULUSETNINGARSKRÁ Heilbrigðisyfirvöld vilja koma upp miðlægum grunni sem hefur að geyma allar bólusetningar fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.