Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 39
27FÖSTUDAGUR 1. júlí 2005 Yfirtökunefnd er ætlað að skoða tengsl milli aðila sem ná yfirráðum. Greiða á úr álitaefnum varðandi yfirtökur með stofnun yfirtöku- nefndar. Hlutverk nefndarinnar verður að vernda minnihluta- eigendur og rétt fjárfesta þegar kemur að yfirtökum á skráðum félögum. Viðar Már Matthíasson, for- maður nefndarinnar, segir minni hluthafa geta átt á hættu að frjósa inni með hlut. Einnig ætlar yfir- tökunefndin að skoða hvort yfir- tökuverð sé sanngjarnt og eðli- legt. Að undanförnu hafa komið upp álitamál um tengsl milli aðila sem hafa staðið að kaupum á fyrirtækjum. Nefndi Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinn- ar, dæmi um Og Vodafone, Eim- skip og Samherja. Hann segir stofnun yfirtökunefndarinnar vera til að leysa álitamál í kring- um yfirtöku sem næst markað- inum. Yfirtökunefndin hefur algjör- lega frjálsar hendur um hvað hún aðhefst. Fyrsta verk nefndarinnar verður að semja eigin starfsregl- ur en Viðar segist ekki geta sagt til um hvenær þær verði tilbúnar. Nefndin ætlar að birta opin- berlega upplýsingar um einstök mál en hún hefur vald til að taka mál upp að eigin frumkvæði, sem og skoða mál sem henni berast. Yfirtökunefndina skipa auk Viðars, sem er lagaprófessor við Háskóla Íslands, Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, og Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Capital hf. Fyrirmynd yfirtökunefndar- innar er sótt til Bretlands þar sem starfandi er yfirtökunefnd (take- over panel) sem fylgist með því að reglum sé fylgt í sambandi við yfirtökur. Nefndin er tilrauna- verkefni til þriggja ára og verður starf hennar endurskoðað þá. - dh ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON, FOR- STJÓRI STRAUMS Íslandsbanki hefur hækkað verðmat sitt á Straumi um þrettán prósent. Bankinn mælir samt með því að hluthafar selji bréf sín til lengri tíma litið. Ver›mat á Straumi hækkar Íslandsbanki hefur gefið út nýtt verðmat á Straumi fjárfestingar- banka. Verðmatsgengið hækkar um þrettán prósent, úr tíu krónum á hlut í 11,3. Markaðsvirði Straums ætti samkvæmt verðmati Íslands- banka að vera 68,6 milljarðar króna en er um 74 milljarðar. Bankinn áætlar að Straumur hagnist um 9,7 milljarða á þessu ári en að hagnaðurinn lækki í þrjá milljarða á næsta ári. Í greiningunni er gert ráð fyrir að vöxtur Straums verði um fimm prósent á ári. Íslandsbanki mælir með því að hluthafar í Straumi selji bréfin sín til lengri tíma litið en setur mark- aðsvogun á þau til skemmri tíma. - eþa SPÁNNÝR NISSAN MURANO Eftirspurn innanlands hefur aukist mikið að undan- förnu. Nýskráningum bíla hefur fjölgað um 47,4 prósent síðastliðna tólf mánuði. Aukin innlend eftirspurn Nýskráningar bíla jukust um 68,4 prósent fyrstu fimm mánuði ársins. Innlend eftirspurn hefur aukist undanfarið og hafa allir helstu mælikvarðar hækkað, segir á vef Hagstofu Íslands. Kreditkortavelta heimilanna var 12,5 prósentum meiri á tímabilinu janúar til maí en á sama tíma á síð- asta ári. Veltan hefur aukist um 6,5 prósent síðustu tólf mánuði borið saman við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 27 pró- sent fyrstu fimm mánuði ársins og er tólf mánaða aukning 20,1 pró- sent. Samtals hefur innlend greiðslukortavelta aukist um 13,6 prósent síðastliðna tólf mánuði. Kreditkortavelta Íslendinga er- lendis jókst um 20 prósent á þessu fimm mánaða tímabili og hefur auk- ist um 14 prósent síðustu tólf mánuði. Erlend greiðslukortavelta hérlendis dróst saman um 8,2 pró- sent fyrstu fimm mánuði þessa árs. Nýskráningar bíla jukust um 68,4 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og hefur nýskráningum fjölgað um 47,4 prósent síðastliðna tólf mánuði. - jsk Vernda litlu hluthafana NEFNDIN HEFUR FRJÁLSAR HENDUR Viðar Már Matthíasson, formaður yfirtöku- nefndarinnar og Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.