Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 12
VINARÞEL Landtökumaður stappar stál- inu í ísraelskan hermann sem á bágt með að rýma landnemabyggðirnar á Gaza-ströndinni. 12 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Starfshættir skólameistara Menntaskólans á Ísafirði: Rannsókn í kjölfar bænaskjals MENNTAMÁL Stjórn Félags fram- haldskólakennara (FF) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að fram eigi að fara opin- ber rannsókn á stjórnarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði. Í yfirlýsingunni segir að með bréfi til lögmanns FF hafi menntamálaráðuneytið skýrt frá því að eftir viðræður hafi skóla- meistari samþykkt að falla frá frekari málsmeðferð á hendur Ingibjörgu Ingadóttur. Í kjölfarið hafi ráðuneytið ákveðið að gera úttekt á stjórnarháttum innan MÍ. Í yfirlýsingunni er því fagnað að ráðuneytið hafi ákveðið að taka fram fyrir hendur skólameistara. Ólína Þorvarðardóttir skóla- meistari MÍ sagðist í Fréttablað- inu í gær ánægð með að ráðuneyt- ið skildi fara fram á rannsókn. Eins sagðist hún sjálf hafa farið fram á að slík úttekt yrði gerð. Samkvæmt yfirlýsingu FF var það hins vegar eftir að ráðuneyt- inu barst bænaskjal frá 25 starfs- mönnum skólans og beiðni frá stjórn FF að ákveðið var að gera þessa úttekt. - oá Uppgröftur í Vestmannaeyjum: Tíu hús grafin úr ösku UPPGRÖFTUR Tvö hús sem fóru á kaf í ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973 verða grafin upp á vegum Vestmannabæjar í sumar með styrk frá Ferðamálaráði Íslands. Bærinn hefur keypt tíu hús sem fóru undir ösku í gosinu og er stefnt að því að grafa þau öll upp næstu tíu árin. „Þetta er einstakt verkefni, hefur aldrei verið gert áður. Í Pompei eru minjarnar mjög gaml- ar en hér er um að ræða nýlegar gosleifar og einsdæmi að fyrrver- andi eigendur húsanna fylgist sjálfir með uppgreftrinum,” segir Kristín Jóhannsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi Vestmanna- eyjabæjar og verkefnastjóri upp- graftarins. Byggt verður yfir húsin og þau gerð að safni, en slíkt safn hefur verið á aðalskipulagi bæjarins. Uppgröftur húsanna hefur verið draumur margra Eyjamanna um langt skeið að sögn Kristínar. „Flestir eru mjög spenntir fyrir þessu.“ Uppgröfturinn hefur gengið vel enda askan laus í sér. „Þetta er mjög heillegt. Útveggir standa enn, málningin er utan á þeim, og rúður eru heilar.“ Unnið er að heimildamynd um uppgröftinn og von er á erlendum blaðamönnum vegna verkefnis- ins. - rgs Spænska þingið stígur skref í frjálsræðisátt: Hjónabönd samkynhneig›ra lögleidd MADRÍD, AP Spænska þingið hefur samþykkt frumvarp um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið, sem er hluti af fé- lagslegum umbótum spænska sósíalistaflokksins, heimilar samkynhneigðum pörum einnig að ættleiða börn og erfa eigur hvors annars. Þegar kom í ljós að lögin yrðu samþykkt stóðu fylgjendur lag- anna í þinginu á fætur og fögn- uðu með lófataki. Inni í þingsöl- um og fyrir utan þinghúsið höfðu stuðningsmenn úr röðum sam- kynhneigðra safnast saman og sendu þingmönnum fingurkossa. Margir telja merk tíðindi að Spánverjar séu svo framarlega í réttindamálum samkynhneigðra en landið hefur lengi verið talið íhaldssamt þar sem þorri íbú- anna er kaþólskur. Holland og Belgía eru einu Evrópulöndin sem heimila samkynhneigðum að giftast samkvæmt landslög- um. Andstæðingar lagana hafa haldið því fram að breytingarnar séu óábyrgar af hálfu Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Hann muni með þessu fá hálfa þjóðina upp á móti sér. Kannanir sýna þó að einungis um þrjátíu prósent Spánverja séu á móti hjónabönd- um samkynhneigðra. ■ Vernd Genfarsáttmála: Íslendingar efins um gildi KÖNNUN Einungis þrettán prósent Íslendinga telja að Genfarsátt- málinn veiti fólki vernd á stríðs- tímum, einungis Norðmenn hafa minni trú á þeirri vernd sem sátt- málinn veitir. Afganar hafa mesta trú á samningnum, 74 prósent telja hann veita fólki vernd á stríðstímum. Þetta er niðurstaða fjölþjóð- legrar könnunar á því hversu vel fólk kannast við Genfarsáttmál- ann og trú fólks á honum. Þrír af hverjum fjórum Íslend- ingum höfðu heyrt um sáttmálann samkvæmt könnuninni. - bþg Hættur leynast víða: Hry›juverk í mjólkinni BANDARÍKIN Bandaríska vísindaaka- demían hefur ákveðið að halda áfram birtingu á rannsókn sinni um mögulegar leiðir hryðjuverka- manna til þess að eitra bandarísku mjólkina, sam- kvæmt fréttavef CNN. Í rannsókn- inni kemur í ljós að hægt er að eitra fyrir hund- ruð þúsunda Bandaríkjamanna á mjög einfaldan hátt með því að grípa inn í fram- leiðsluferli mjólkurinnar. Birtingin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna þess að margir telja að í henni séu leiðbeiningar til hryðju- verkamanna um hvernig þeir eigi að ná til bandarísku þjóðarinnar. ■ Strákarnir árita í dag BT Smáralind kl. 2 til 3 BT Kringlunni kl 3 til 4 1.999 MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Mennta- málaráðuneytið hefur nú ákveðið að gerð verði úttekt á stjórnarháttum skólameistara MÍ. SPÆNSKIR HOMMAR FAGNA Spænska þingið samþykkti ný lög sem leyfa sam- kynhneigðum pörum að ganga í hjóna- band, ættleiða börn og erfa eigur hvors annars. ELLIÐI VIÐARSON OG VIÐAR EINARSSON Viðar var sex ára í gosinu og hér stendur hann yfir húsi föður síns, Einars Ólafssonar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I Á R N AS O N MJÓLKURVINNSLA Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að hryðjuverka- menn eitri fyrir þeim mjólkina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.