Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 26
Módelið keypt burt Magnús Þorsteinsson, eigandi Avion Group, lýsti því þegar hann keypti Eimskipafélagið að flugrekst- ur og skipaflutningar færu vel saman. Hann benti á danska fyrirtækið AP Möller Mærsk því til staðfest- ingar, en þetta stóra skipafélag hefði rekið lággjaldaflugfélag samhliða. Tíðindi gær- dagsins að Pálmi Haraldsson og Jó- hannes Kristinsson hefðu keypt flug- félagið af AP Möller Mærsk kipptu fyrirmyndinni úr sambandi og mód- elið ekki lengur fyrir hendi hjá Mærskmönnum. Hitt er svo ann- að að módelið getur auðvitað verið jafn gott eftir sem áður, enda Magnús og FL Group haft áhuga á að eignast Eimskipafélagið. Hugsanlegt er að Eimskipafélagið hafi einungis millilent hjá Magnúsi, sem er kunnur að flugáhuga en hefur ekki leikið sér jafn mikið að bátum að því að kunnugt er. Stressaðir miðlarar á Ströndum Það er alltaf forvitnilegt að greina til hvaða mark- hópa menn eru að reyna að ná í auglýsingum. Eitt fyrsta merki vaxandi góðæris á Íslandi var þegar lúxusbílar urðu áberandi á auglýsingaborðum á heimasíðu Kauphallar Íslands. Allt hold er hey og þegar efnisgæðin eru í húsi, þá fara menn gjarnan að huga að gildum and- ans. Á þessu hafa ferðamálafrömuðir á Ströndum áttað sig og auglýsa nú þessa paradís á síðu Kauphallarinnar. Fyrir utan fagra náttúru er næsta ör- uggt að menn detta út úr GSM-sam- bandi víðast hvar og fá frið frá erli hversdagsins. Þar fyrir utan eru vegirn- ir þannig að reynir á fjaðrabúnað og mýkt lúxusbílanna sem menn eru löngu búnir að fá sér. Strandirnar eru því málið fyrir stressaða fjár- festa og miðlara þessa dag- ana. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.128,01 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 270 Velta: 5.141,2 milljónir -0,49% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Kögun hefur stofnað eignar- haldsfélagið Opin Kerfi Group Holding um rekstur Opinna Kerfa Group og ætlar að selja hluta þess til utanaðkomandi fjár- festa. Eigendur nýja félagsins eru auk Kögunar, Iða fjárfestingar- félag, sem er í eigu KEA og Straums Fjárfestingarbanka. Steinunn Jónsdóttir sagði sig úr stjórn Íslandsbanka. Hún seldi nýlega 4,11 prósenta hlut sinn í bankanum. Varamaður tekur sæti hennar í stjórn. Íslandsbanki gefur út víkjandi skuldabréf með eiginfjárþætti A fyrir 3,7 milljarðar króna. Bréfin hafa engan lokagjalddaga en eru innkallanleg að hálfu Íslands- banka að 5 árum liðnum. 26 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,00 -0,99% ... Atorka 5,80 - 0,85% ... Bakkavör 39,20 – 0,76%... Burðarás 15,00 – 1,96%... FL Group 15,00 -1,32% ... Flaga 4,51 +4,51% ... Íslandsbanki 13,50 +0,00% ... KB banki 534 -0,93% ... Kögun 59,90 +0,84% ... Landsbankinn 17,10 +0,00% ... Marel 58,50 +2,09% ... Og fjarskipti 4,04 – 0,49%... Samherji 12,10 +0,00% ... Straumur 12,15 -0,41% ... Össur 79,00 -0,63% Hampiðjan +5,97% Flaga +4,51% Marel +2,09% Þormóður rammi Sæberg -20,78% Mosaic Fashions -1,77% Jarðboranir -1,40% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Íslendingar eignuðust lággjaldaflugfélagið Maersk í gær. Félagið rennur inn í Sterling, sem mun við það velta um 60 milljörðum króna og flytja fimm millj- ónir farþega. Eigendur Iceland Express og Sterling, þeir Jóhannes Kristins- son og Pálmi Haraldsson, hafa keypt danska lággjaldaflug- félagið Maersk og hyggjast sam- eina það Sterling. Sameinað félag verður stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda og það fjórða stærsta í Evrópu. Heildarfjöldi farþega sameinaðs félags er um fimm milljónir og tekjurnar nema um sextíu milljörðum ís- lenskra króna. Almar Örn Hilmarsson, for- stjóri Sterling og Pálmi Haralds- son annar eigendanna segja þróun á markaði lággjaldaflug- félaga vera þá að félögum fækki og þau verði stærri. Sterling sé því komið í góða stöðu til að taka þátt í þeirri þróun. „Sameinað félag verður mjög sterkt fjár- hagslega,“ segir Pálmi. Aðspurð- ur um hvort Sterling hafi verið óhagkvæm eining segir Pálmi svo ekki vera. „Sterling stóð vel fyrir sínu og hvatinn þeirra megin til sameiningar var meiri en hjá okkur.“ Almar segir mikinn vöxt á þessum markaði. „Fólk ferðast alltaf meira og meira og þegar verðið er orðið svona lágt þá aukast ferðalögin.“ Kaupin nú áttu sér ekki lang- an aðdraganda að sögn Almars. „Við erum búnir að vinna í þessu í þrjár til fjórar vikur.“ KB banki sér um fjármögnun verk- efnisins, eins og við kaupin á Sterling. Kaupin verða endanlega frá- gengin á næstu tveimur mánuð- um og í kjölfarið sameinast félögin undir merkjum Sterling. Almar stýrir sameinuðu félagi. Það kom nýjum eigendum Sterl- ing nokkuð á óvart hversu vel fyrirtækið var rekið. Almar segist reikna með því að fleiri hagræðingartækifæri leynist hjá Maersk en voru hjá Sterling, auk hagræðingar sem skapist vegna sameiningarinnar sjálfr- ar. „Það skiptir öllu máli í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á þessum markaði að nýta fjár- festingu sem best og gæta ýtr- ustu hagkvæmni í rekstrinum. haflidi@frettabladid.is MJÓR ER MIKILS VÍSIR Eigendur Iceland Express hafa keypt lággjaldaflugfélagið Maersk. Fáa hefði grunað þegar þeir eignuðust Iceland Express að félag í þeirra eigu ætti nokkrum mánuðum eftir að flytja fimm milljónir farþega á ári hverju.            !  " #$% &'&  ($&)*+#$&) ,-../// #, 00         +1( 2 34(  2(52 20   6 00 170  8 005  22539220 ,(  56:390 0 (  21160 (        ; = > >  > ? ?  ; %     @  A Heimsferðir hafa fest kaup á tveimur ferða- skrifstofum af STS International. Áætluð árs- velta hins nýja fyrirtækis er tólf milljarðar króna. Heimsferðir hafa gengið frá kaupum á ferðaskrifstofunum STS Solresor og STS Solia. Ferðaskrifstofurnar eru systur- fyrirtæki og voru áður í eigu STS International, stærsta ferðaheildsala á Norðurlöndum. Solresor er með höfuðstöðvar í Svíþjóð en Solia í Noregi. Áætl- að er að alls flytji fyrirtækin á þessu ári um 170 þúsund far- þega í eigin flugi til áfangastaða sinna. Heildarvelta Solresor og Solia mun á þessu ári verða um níu milljarðar króna. Þegar velta Heimsferða er tekin með í reikninginn er áætluð heildar- velta hins nýja fyrirtækis um tólf milljarðar króna og er spáð methagnaði á þessu ári. Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, mun gegna starfi stjórnarformanns hjá fyrirtækinu en framkvæmda- stjórar Solresor og Solia munu gegna störfum sínum áfram. Andri segir kaupin hafa verið lengi í burðarliðnum: „Við vorum ekkert að flýta okkur og skoðuðum marga kosti. STS Solresor uppfyllti skilyrði okkar um að vera vel rekið fyrirtæki í vexti, með góða stjórnendur og sterka markaðshlutdeild“. Hann segir Heimsferðir taka eitt skref í einu: „Þetta er gott fyrsta skref. Fyrirtækið er byggt upp með sama hætti og Heimsferðir og hugsanaháttur- inn sá sami. Við erum að fást við það sem við kunnum best“. - jsk Heimsfer›ir kaupa fer›askrifstofur ANDRI MÁR INGÓLFSSON, EIGANDI HEIMSFERÐA Heimsferðir hafa fest kaup á tveimur skandinavískum ferðaskrifstof- um. Andri segir kaupin hafa verið lengi í burðarliðnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI G U R/ H AR I Fimm milljónir farþega í sameinuðu félagi SÍF selur í keppinauti SÍF hefur selt allan hlut sinn í gamla keppinautinum Icelandic Group, sem áður nefndist SH. Sölu- hagnaður SÍF af viðskiptunum er um 430 milljónir króna. Um fjögurra prósenta hlut var að ræða sem félagið fékk í sinn hlut þegar Sjóvík sameinaðist SH í apríl síðastliðnum. SÍF átti þrettán prósent í Sjóvík á sínum tíma. - eþa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.