Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 24
Nýlega vakti ég athygli á því í út- varpsviðtali að landbrot á austur- og suðurströnd Viðeyjar er gífur- legt og fer stöðugt vaxandi. Ástæð- una tel ég vera hafnargerð og dýpk- un, allt frá Elliðavogi að Laugar- nestanga. Í framhaldi af þessum ábendingum mínum ritaði Gestur Gunnarsson tæknifræðingur grein í Fréttablaðið þar sem hann segir meðal annars: „Nú háttar svo til þarna við Elliðavog að rekin hafa verið niður stálþil, fyllt upp og dýpkað, þannig að fjaran sem aldan sveigði upp í er horfin og sunnan- aldan því hærri úti á Viðeyjarsundi en hún var áður. Ströndin mótaðist af ríkjandi veðurfari og Kríusandur var í jafnvægi við umhverfið áður en hafnargerðin hófst. Hvað það er nákvæmlega sem orsakar landrofið er nokkuð sem Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen þarf að upplýsa og gera tillögur til úrbóta.“ Undir þessa athugasemd Gests get ég heilshugar tekið. Hafnar- mannvirkin hafa sýnilega raskað jafnvægi á Sundunum. Hið sama má segja um þá skammsýni að fylla og eyðileggja Gufunesvoginn. Ald- an, sem áður dó út á grunnum og löngum voginum, fær nú mótstöðu sem hrindir henni til baka á Viðey. Gestur nefnir einnig dýpkun Sund- anna sem ástæðu. Áður en farið var í þessar miklu framkvæmdir, birt- ist frétt um hvað til stæði og hefðu skipulagsyfirvöld gefið leyfi sitt til framkvæmdanna, því ljóst væri að dýpkunin myndi engin áhrif hafa á strönd Viðeyjar. Síðan hefur þó komið í ljós að hin mikla dýpkun er án efa hluti af ástæðunni. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Sandurinn hefur þá náttúru að renna undan hallanum. Hafnarbakkarnir eiga án efa einnig sinn þátt í þessu máli eins og Gestur bendir á. Í áðurnefndu útvarpsviðtali nefndi ég einnig að skipin, sem verður að snúa í þrengslum Sund- anna, bæði við komu og brottför, og beita við það gífurlegu vélarafli, á skut- og hliðarskrúfur, eiga trúlega einnig sinn þátt í landbrotinu. Því skrúfurnar hræra í botnlaginu eins og þeytari í hrærivél. Fréttablaðið leitaði álits Jóns Þorvaldssonar á ummælum mínum. Í blaðinu segir meðal annars: „Rök Örlygs halda þó ekki vatni að mati Jóns Þorvaldssonar, forstöðumanns tæknideildar Faxaflóahafna. Hann segir þetta hafa verið rannsakað fyrir nokkrum árum og ekkert hafi bent til þess að gröftur eða dýpkun innsiglingarinnar og hafnarinnar við Sundahöfn hafi valdið landrofi í Viðey.“ Það sem á sér stað í Viðey er venjubundinn ágangur sjávar og ekkert annað. Besti samanburður- inn er við Engey en þar hefur einnig orðið töluverð breyting und- anfarin ár þrátt fyrir að hún sé fjarri skipahöfnum. Þau rök að um- ferð stærri skipa raski ströndum Viðeyjar eiga sér enga stoð. Jón tekur Engey til samanburð- ar við Viðey og ég sé ekki betur en að með því styðji hann einmitt kenningu mína hvað dýpkun varð- ar. Ég hvet hann til þess að horfa einstaka sinnum út um gluggana á Hafnarskrifstofunum og fylgjast með sanddæluskipunum þar sem þau dögum saman eru nánast upp í harða landi í Engey, dælandi upp þúsundum tonna af sjávarefni. Skyldi ekki mega tengja landrofið þar „undanfarin ár“ við dæluskip- in? Fróðlegt væri að fá nákvæmar upplýsingar hjá Jóni um það hve mörgum þúsundum tonna skipin hafa dælt upp af botni Engeyjar- sunds. Hvað „venjubundinn ágang sjávar“ varðar þá vill svo til að ég hefi fylgst með ströndum Viðeyjar í marga áratugi og get fullyrt að sá ágangur sem nú er að brjóta niður bakkana á Kríusandi og austan Þórsness er til þess að gera nýtil- kominn. Ábendingar mínar varðandi þetta mál eru ekki settar fram til þess að klekkja á einhverjum, held- ur til þess að þeir sem þessum mál- um ráða geri nauðsynlegar ráðstaf- anir til varnar ströndum eyjarinn- ar. Að lokum vil ég beina því til Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur hvort þeir hafi hugað að því hvað landfylling út frá Gufu- nesi geti haft í för með sér fyrir strendur Viðeyjar? Ekki aðeins ströndina gegnt Gufunesi heldur einnig alla norðurströnd Eyjarinn- ar. Fram til þessa hefur hafaldan dáið út á Grandanum innst í Eiðsvognum og á fjörunum við Fjósakletta. Er ekki hætt við því, verði hin fyrirhugaða landfylling milli Gufuness og Viðeyjar að veru- leika, að landfyllingin og ramm- byggileg Sundabrautin sendi haf- ölduna til baka á austur- og norður- strönd eyjarinnar, og þær fari að láta undan ágangi sjávar? Væri ekki rétt að huga betur að því hvort landfyllingin eigi rétt á sér og hvort Sundabrautin ætti ekki að vera á brú milli Eiðis og Geldinganess svo að aldan geti áfram dáið drottni sín- um á Eiðsgrandanum undir brúnni og á fjörunum við Fjósakletta? ■ 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR24 Landey›ingin í Vi›ey og Engey fer vaxandi                                     ! "  !  #    ! "#$ %  &'(") * +$,  - (.   LEIÐRÉTTING Rangt var farið með stöðu Þor- bjargar Vigfúsdóttur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í frétt blaðsins á fimmtudaginn. Hún hefur undanfarin tvö ár átt þar sæti sem aðalmaður. UMRÆÐAN LANDROF Í VIÐEY ÖRLYGUR HÁLFDANARSON FYRRUM BÓKAÚTGEFANDI ROFABARÐ Á KRÍUSANDI Göngustígurinn sem lagður var eftir bökkunum fyrir nokkrum árum er að falla fram af. Það glyttir í jarðvegsdúkinn undir torfunni ef vel er gáð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Ö R LY G U R H ÁL FD AN AR SO N AF NETINU Svona svona Í þessum [drauma]heimi borga útgerð- armenn leyfisgjald til þeirra sem aldrei hafa stundað útgerð, Blóðbankinn er í dreifðri eignaraðild, Íslendingar borga allra þjóða mest í þróunaraðstoð til er- lendra harðstjóra, áttræðir menn eru sóttir til saka grunaðir um sextíu ára gömul ófyrnanleg kynferðisbrot, Banda- ríkjastjórn fer offari í flestum málum, The New York Times er marktæk heimild og Al Gore er forseti. Sá sem vill skemmta sér ærlega nær sér í Lesbókina, þar sem póstmódernisti vikunnar sannar á ellefu síðum að ekkert sé til og einskis virði, væri það til. andriki.is Lausir endar Fréttablaðið upplýsir að Jóhannes Páll II muni á næstunni verða dýrðlingur. Búið er að fá í gegn reglubreytingu og setja á stofn nauðsynlegar undirbúningsnefndir. Það eina sem karlinn á eftir að gera er að framkvæma 1-2 kraftaverk, t.d. með því að lækna krabbamein eða gefa blindum sjón. Sem sagt: allt það erfiða er búið, núna er bara að ganga frá nokkrum lausum end- um. Stefán Pálsson – kaninka.net/stefan Loksins einhver sem þorir Í þjóðhátíðarræðu Halldórs Ásgrímsson- ar, forsætisráðherra, boðaði hann endur- skoðun stjórnsýslunnar og skyldi þeirri endurskoðun hraðað. Eru það afar góð tíðindi, bæði það að loksins sé kominn í embætti forsætisráðherra sem þorir að takast á við þetta löngu tímabæra verk- efni og eins því að málsmeðferðin skuli eiga að verða hröð, enda ekki gott fyrir stjórnsýsluna og starfsfólk hennar að búa of lengi við þá óvissu sem eðlilega skapast við slíka endurskoðun. Gestur Guðjónsson – timinn.is Sögulegir staðir Margir sögulegir staðir leynast í hverju hverfi og gaman væri að vita hvar þessir eru og hver saga þeirra er: Búkollulaut „Enska húsið“, Farsóttarhúsið, Félagstún, Ráðskonubás, Smjörshúsið, Snússa, Taglið, Tilraunahúsið, Tíkarklettur, Sól- vellir, Paradís, Snikkarabær, Tóbakshús- ið, Trippadalur, Ungmennafélagshúsið, Veðramót, Vínland, Þvottalaugamýri, Framfarafélag Reykjavíkur, Grænmetis- verslun ríkisins, og verslun Silla og Valda. Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir – frelsi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.