Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 56
44 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Þegar Ray Ferrier fær börnin sín tvö í helgarheimsókn grunar hann ekki hvað næstu dagar eiga eftir að bera í skauti sér. Ray er hálfgerður skíthæll sem hugsar bara um sjálfan sig og á ekki í góðu sambandi við krakk- ana sína. Helgarheimsóknin byrjar ekki vel. Robbie rænir bílnum frá föður sínum og gríð- arlega öflugar eldingar byrja að skjótast niður úr himninum. Þetta er bara byrjunin. Fljótlega koma öflug tæki geimvera upp úr jörðinni með því augnamiði að útrýma jarðarbúum. Innrásin er hafin og Ferrier-fjölskyldan leggur á flótta. Þegar nöfn Spielberg og Cru- ise koma upp á tjaldið magnast kröfur kvikmyndahúsagesta upp. Ekkert má klikka enda á samstarf þessara tveggja manna að skila pottþéttri mynd. Þessi byrjar feiknalega vel. Hraðinn er mikill og í góðum bíósal nötr- ar allt undir kvikmyndahúsa- gestum, rétt eins og þeir væru staddir í innrásinni sjálfri. Þeg- ar morðóðar geimverur ráðast til atlögu grípur um sig ofsa- hræðsla og óðagot sem myndin gerir góð skil. Þá er skemmti- lega tilbreyting að við fylgjumst einungis með Ray og fjölskyldu hans en ekki tveimur eða þrem- ur hópum eins og svo oft vill verða. Ekki skemmir tónlist John Williams fyrir. Tom Cruise fer létt með sitt hlutverk, Dakota Fanning er skemmtilega taugaveikluð og Justin Chatwin tekst að eyði- leggja ekki myndina eins og svo oft vill verða með unglinga á mótþróaskeiðinu í kvikmyndum. Tim Robbins leikur eiginlega hvorki aðalhlutverk né auka- hlutverk í myndinni en er engu að síður skemmtileg viðbót. Hæfileiki kvikmyndahúsa- eigenda til þess að smella inn í hléi þarf að vera ótvíræður svo að myndin verði ekki slitin í sundur á röngum stað. Því miður kom hléið ekki vel út að þessu sinni. War of the Worlds er tæp- lega tveggja tíma mynd sem hefði vel getað fengið að rúlla áfram án þess. Skuldinni verður ekki skellt á hléið. Spielberg missir á ein- hvern hátt tökin á því sem hann var byrjaður að gera. Myndin hættir að vera hrá heimsenda- mynd og breytist í eitthvað sem ekki er hægt að útskýra. Spiel- berg, þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um að vilja ekki falla í klisjugryfjuna, fellur í tvær að minnsta kosti. Þeirra verður ekki getið til þess að eyðileggja ekki fyrir kvik- myndahúsagestum. War of the Worlds er ekki lé- leg heimsendamynd en hún er heldur ekki það sem ég hélt að Spielberg og Cruise gætu gert. Freyr Gígja Gunnarsson Innrásin stenst ekki kröfurnar WAR OF THE WORLDS LEIKSTJÓRI: STEVEN SPIELBERG AÐALHLUTVERK: TOM CRUISE, DAKOTA FANNING, JUSTIN CHATWIN OG TIM ROBBINS NIÐURSTAÐA: War of the Worlds er ekki léleg heimsendamynd en hún er heldur ekki það sem ég hélt að Spielberg og Cruise gætu gert. Hin árlega skeggvaxtarkeppni sem kennd er við sjálfan Tom Selleck var haldin á Sirkus á miðvikudag- inn. Þar báru menn saman skegg- rætur sínar og kepptust við að glenna efri vörina í átt að dómurum og var stemningin víst tryllt á þess- um litla skemmtistað. Sigurvegari mottukeppninnar miklu var sjálfur Gus Gus-meðlimurinn Stephan Stephensen eða President Bongo. Í öðru sæti lenti hárgreiðslusérfræð- ingurinn Jón Atli Helgason og Frið- rik Atlason var í þriðja sæti. Davíð Örn Halldórsson var nefndur hýj- ungur ársins og „Durgurinn“ var valinn vinsælasti strákurinn. „Þetta var rosalegt stuð,“ segir Maggi Legó, sem sat í dómnefnd ásamt þeim Ragga í Botnleðju og Harry Johansson. „Helmus og Dalli spiluðu undir og Lilli og Krummi voru reyndar nokkuð mistækir sem kynnar,“ segir hann og á þá við Lilla úr Brúðubílnum sem skartaði mottu og aðra óþekkta brúðu að nafni Krummi. „Mikil geðshræring gerði svo vart við sig þegar úrslitin voru kunngerð og sigurvegarinn náðist varla niður á jörðina það sem eftir lifði kvöldsins. Hann var sífellt grátandi og faðmandi fólk,“ segir Maggi og viðurkennir að valið hafi reynst dómnefndinni nokkuð erfitt. „Það er svo persónubundið hvort mottan fari mönnum vel. Stebbi var hins vegar með þykka og óskaplega vel snyrta mottu og átti sigurinn al- gerlega skilið.“ ■ Í KARAKTER Menn voru í mismiklum karakter í keppninni en þessi lifði sig inn í hlutverkið. Sigurvegarinn President Bongo bar sigur úr bítum með þétta og vel snyrta mottu. Maggi Legó Sigurvegari ársins 2004 sat í dómnefnd og skartaði stórfenglegu neon bleiku skeggi. Hárgreiðslumeistari Jón Atli heillaði dóm- nefndina upp úr skónum og lenti í öðru sæti. Reykmeistari Einn keppendanna faldi reykvél inni í erminni til þess að ná sem mestri athygli viðstaddra. Sigurvegarinn grét af geðshræringu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.