Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 59
Áhyggjufullir aðdáendur táningastjörnunnarLindsay Lohan hafa opnað heimasíðuna www.feedlindsay.com. Þar er í gangi undirskriftarlisti sem á að hvetja stjörnuna til að borða meira, en nafn heimasíðunnar þýðir „gefum Lindsay að borða“. Nú þegar hafa rúmlega þrjú þúsund manns skrifað undir og hvatt Lindsay til þess að fá sér eins og eina samloku af og til. FRÉTTIR AF FÓLKI Klukkan hálf níu í kvöld hefjast fyrstu Live 8 tónleikarnir svo að kalla í Hljómskálagarðinum en þeir standa yfir til klukkan ellefu. Það er hópur tónlistarmanna undir nafninu Áttalíf ásamt fyrrum fréttahaukn- um Árna Snævarr sem standa að þessum viðburði. Með þessu vilja þeir lýsa yfir stuðningi við Live 8-hópinn sem vill meðal annars láta fella niður skuld- ir fátækustu þjóða heims. Meira liggur þó að baki. „Fyrir tuttugu árum voru haldnir LiveAid-tónleik- ar og í kjölfarið lofaði Alþingi Ís- lands að auka þróunaraðstoð upp í 0,7 prósent. Í dag höfum við aðeins náð þriðjungi af því,“ segir Jakob Frímann Magnússon stuðmaður, en hann er einn skipuleggjandi hljóm- leikahaldsins. „Við viljum að ís- lenska ríkið standi við stóru orðin,“ bætir hann við. Jakob segir að það sé meðal ann- ars hinum írska Bono að þakka svo langt sé komið. „Hann gerði þetta málefni að máli árþúsundsins og ís- lenskir tónlistarmenn vilja með þessu tónleikahaldi sýna ákveðna stéttarlega samstöðu,” segir hann og bætir við að það sé íslenskum tónlistarmönnum ljúft en skylt að sameinast um að vera þátttakendur í þessum hópi. Jakob bendir á að í ljósi þess að Ísland sé ein ríkasta velmegunar- þjóð heims ætti hún að geta bætt lífskjör fátækustu ríkjanna. Hvort 0,7 prósent sé ekki of lág tala segir Jakob að fyrst verði því takmarki að ná. „Það er töluverður biti að þre- falda þetta hlutfall.“ Hann telur að fyrst Ísland geti eytt þúsund millj- ónunum í að reyna ná sæti í Örygg- isráði hljóti þetta að geta orðið að raunveruleika. Það verður að teljast nýlunda að íslenskir tónlistarmenn láti sér jafn pólitískt málefni fyrir brjósti brenna. “Það er rétt að þeir eru ekki margir tónlistarmennirnir sem láta sér þjóðmálin varða. Í góðærinu slaknar aðeins á baráttuandanum,“ viðurkennir hann. “Þjóð sem er södd og sátt getur samvisku sinnar vegna ekki horft framhjá því sem er að gerast út í hinum stóra heimi,“ bætir hann hins vegar við, staðráð- inn í að breiða út boðskapinn. ■ BUBBI MORTHENS Bubbi er meðal þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem leggja málstaðnum lið Södd og sátt þjóð á að taka þátt JAKOB FRÍMANN Segir ríkið eiga að standa við stóru orðin sem voru látin falla fyrir tuttugu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.