Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 29
Nú eru margir á ferð um landið og sumir hafa með sér stangir til að dýfa í ár og vötn og fanga fisk. Víða fæst bleikja einnig í verslun- um. Hún er öndvegismatur enda líka alin í vatni úr fjallalækjum landsins. Bleikja með beikoni og spergilkáli 8 stk. silungsflök með roði, um 100 g hvert 3-4 msk. olía til steikingar salt og pipar Beinhreinsið silungsflökin ef þurfa þykir. Steikið í heitri olíu í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Krydd- ið með salti og pipar. Berið fram með beikoni og spergilkáli í rjómasósu. Meðlæti 100 g beikon í strimlum 2 hausar spergilkál 400 g alls 3-4 msk. matarolía 4-5 dl rjómi salt og pipar Sjóðið spergilkálið í léttsöltu vatni í 3-4 mínútur. Látið renna vel af því og skerið niður. Snögg- steikið beikonið og bætið spergil- kálinu út á pönnuna ásamt rjóm- anum. Sjóðið þar til rjóminn þykknar og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Setjið hluta af sósunni á disk, leggið annað sil- ungsflakið ofan á, afganginn af meðlætinu þar ofan á og síðara flakið efst. Gott er að bera fram smáar soðnar kartöflur með silungnum. Úr bókinni Ferskt og framandi. 3FÖSTUDAGUR 1. júlí 2005 Kjallaratilboð ámunnar byrjar í dag Þú kaupir 3 þrúgur – borgar fyrir 2 100% hreinn fyrir þig SMOOTHIE ávaxtadrykkur Arka • Sími 899 2363 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR FORRÉTT viðburður } Matur á alþjóða- vísu í Fífunni SÝNINGIN MATUR 2006 VERÐUR HALDIN Í ÁTTUNDA SINN UM MÁN- AÐAMÓTIN MARS OG APRÍL 2006. Mikið verður lagt í sýninguna Matur sem haldin verður á vordögum 2006 í Fífunni í Kópavogi. Fyrir utan kynn- ingarbása fjölmargra aðila verða fjöl- margar keppnir háðar, svo sem um matreiðslumeistara ársins, bakara ársins, Íslandsmeistara blómaskreyta og kjötiðnaðarmann ársis. Á sýning- unni verða meðal annars þrjár al- þjóðlegar keppnir: Matreiðslumeist- ari Norðurlanda 2006, Nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu 2006 og Matreiðslumenn án landamæra, sem er keppni milli heimsálfa. Að sýningunni Matur 2006 standa Kópavogsbær, Matvís, sem er sam- tök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, og IceXpo, sem er sýningadeild tímaritaútgáfunnar Fróða. Á síðustu sýningu, sem var haldin 2004, komu um 30 þúsund gestir og yfir 300 fyrirtæki kynntu vörur sínar. Þegar fyrsta sýningin var haldin árið 1992 var hún í íþróttahúsi Digranesskóla. Í dag dugar ekkert minna en eitt stærsta íþróttahús landsins. Eins og allar afurðir íslenskrar náttúru er reyktur lax óviðjafn- anlega góður. Við eigum að borða hann oft og mikið og deila með hvert öðru góðum laxaupp- skriftum sem nýnæmi er að. Þessi uppskrift er að vísu langt því frá ný. Hún er ættuð frá Rússlandi en, eins og við vitum, er rússneskur lax ekki nærri því eins bragðgóður og sá ís- lenski. Þeim mun betri verða því okkar Blinis. PÖNNUKÖKUDEIG: 4 dl hveiti 2 msk. sykur 1 egg 1 tsk. lyftiduft 3 msk. bráðið smjör 3 dl mjólk salt ÁLEGG: 400 g reyktur lax 1 rauður laukur (fínt saxaður) 1 lítil dós svartur kavíar 1/2 dós sýrður rjómi 1 harðsoðið egg (fínt saxað) 4- 5 msk. hlynsýróp Útbúið þykkt pönnukökudeig og bakið pönnukökur sem eru um 4 cm í þvermál. Uppskriftin gefur um 35 kökur. Raðið pönnukökunum á bakka og smyrjið þær með hlynsírópi. Skerið reykta laxinn í þunnar sneiðar og setjið 1-2 sneiðar á hverja pönnuköku. Setjið ca 1/4 tsk. af söxuðum lauk og 1/4 tsk. af söxuðu eggi ofan á laxinn og ca 1/2 tsk. af sýrðum rjóma þar ofaná. Setjið að síðustu um 1/4 tsk. af svörtum kavíar ofan á sýrða rjómann. Blini er glæsi- legur réttur borin fram á hlað- borði sumargleðinnar eða sem forréttur í fínasta matarboði. Vinsælasta rósavín á Íslandi áratugum saman er kali- forníska vínið Carlo Rossi. Það kemur frá Livingston- víngerðarhúsinu og var hér á árum áður þekkt undir nafninu Chablis Blush. Frakkar voru ekki sáttir við notkunina á Chablis-nafninu, þar sem það vísar í ákveðið hérað í Frakklandi og vandræðalegt þótti að vinsælasta rósavín heims bæri það nafn, sérstaklega þar sem það er amerískt! Á sumardögum í Vínbúðunum lækkar verð á þessu vinsæla rósavíni og er það eflaust fagn- aðarefni fyrir fjölmarga aðdáendur þess hér- lendis. 1,5 lítra kúturinn kunnuglegi með handfanginu lækkar úr 1.290 kr. í 1.190. Carlo Rossi California Rosé er ljósbeikt rósavín „Blush“, hálfsætt með mildan að- gengilegan ávöxt. Ákaflega gott eitt og sér sem fordrykkur og hentar vel með t.d. salat- réttum og asískum mat. Berið ískalt fram sem sumarvín. Kynningarverð á sumardögum í Vínbúðum 1,5 l á 1.190 kr. Pönnukökur með reyktum laxi – blini CARLO ROSSI ROSÉ: Rósavínið lækkar í verði Úr fjallalækjum landsins Steikt eða grilluð bleikja er bæði fljótlagaður og ljúffengur matur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T uppskrift } Rækjuréttur Dódóar 250 g rækjur 150 g hörpudiskur 3-4 hvítlauksgeirar 2 grænmetisteningar (eða aðrir teningar) 1 dl rjómi pipar, salt og karrý Hvítlaukur grófbrytjaður og steiktur í olíu á pönnu. Tening- ar leystir upp í sjóðandi vatni og bætt út í og þá salti og pipar og slatta af karrý. Hitinn lækk- aður og rjómanum bætt við. Má nota sósujafnara til að þykkja. Að síðustu fara rækjurnar og hörpudiskurinn á pönnuna og látið malla örlitla stund. Borið fram með hrísgrjónum og rist- uðu brauði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.