Fréttablaðið - 01.07.2005, Side 12

Fréttablaðið - 01.07.2005, Side 12
VINARÞEL Landtökumaður stappar stál- inu í ísraelskan hermann sem á bágt með að rýma landnemabyggðirnar á Gaza-ströndinni. 12 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Starfshættir skólameistara Menntaskólans á Ísafirði: Rannsókn í kjölfar bænaskjals MENNTAMÁL Stjórn Félags fram- haldskólakennara (FF) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að fram eigi að fara opin- ber rannsókn á stjórnarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði. Í yfirlýsingunni segir að með bréfi til lögmanns FF hafi menntamálaráðuneytið skýrt frá því að eftir viðræður hafi skóla- meistari samþykkt að falla frá frekari málsmeðferð á hendur Ingibjörgu Ingadóttur. Í kjölfarið hafi ráðuneytið ákveðið að gera úttekt á stjórnarháttum innan MÍ. Í yfirlýsingunni er því fagnað að ráðuneytið hafi ákveðið að taka fram fyrir hendur skólameistara. Ólína Þorvarðardóttir skóla- meistari MÍ sagðist í Fréttablað- inu í gær ánægð með að ráðuneyt- ið skildi fara fram á rannsókn. Eins sagðist hún sjálf hafa farið fram á að slík úttekt yrði gerð. Samkvæmt yfirlýsingu FF var það hins vegar eftir að ráðuneyt- inu barst bænaskjal frá 25 starfs- mönnum skólans og beiðni frá stjórn FF að ákveðið var að gera þessa úttekt. - oá Uppgröftur í Vestmannaeyjum: Tíu hús grafin úr ösku UPPGRÖFTUR Tvö hús sem fóru á kaf í ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973 verða grafin upp á vegum Vestmannabæjar í sumar með styrk frá Ferðamálaráði Íslands. Bærinn hefur keypt tíu hús sem fóru undir ösku í gosinu og er stefnt að því að grafa þau öll upp næstu tíu árin. „Þetta er einstakt verkefni, hefur aldrei verið gert áður. Í Pompei eru minjarnar mjög gaml- ar en hér er um að ræða nýlegar gosleifar og einsdæmi að fyrrver- andi eigendur húsanna fylgist sjálfir með uppgreftrinum,” segir Kristín Jóhannsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi Vestmanna- eyjabæjar og verkefnastjóri upp- graftarins. Byggt verður yfir húsin og þau gerð að safni, en slíkt safn hefur verið á aðalskipulagi bæjarins. Uppgröftur húsanna hefur verið draumur margra Eyjamanna um langt skeið að sögn Kristínar. „Flestir eru mjög spenntir fyrir þessu.“ Uppgröfturinn hefur gengið vel enda askan laus í sér. „Þetta er mjög heillegt. Útveggir standa enn, málningin er utan á þeim, og rúður eru heilar.“ Unnið er að heimildamynd um uppgröftinn og von er á erlendum blaðamönnum vegna verkefnis- ins. - rgs Spænska þingið stígur skref í frjálsræðisátt: Hjónabönd samkynhneig›ra lögleidd MADRÍD, AP Spænska þingið hefur samþykkt frumvarp um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið, sem er hluti af fé- lagslegum umbótum spænska sósíalistaflokksins, heimilar samkynhneigðum pörum einnig að ættleiða börn og erfa eigur hvors annars. Þegar kom í ljós að lögin yrðu samþykkt stóðu fylgjendur lag- anna í þinginu á fætur og fögn- uðu með lófataki. Inni í þingsöl- um og fyrir utan þinghúsið höfðu stuðningsmenn úr röðum sam- kynhneigðra safnast saman og sendu þingmönnum fingurkossa. Margir telja merk tíðindi að Spánverjar séu svo framarlega í réttindamálum samkynhneigðra en landið hefur lengi verið talið íhaldssamt þar sem þorri íbú- anna er kaþólskur. Holland og Belgía eru einu Evrópulöndin sem heimila samkynhneigðum að giftast samkvæmt landslög- um. Andstæðingar lagana hafa haldið því fram að breytingarnar séu óábyrgar af hálfu Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Hann muni með þessu fá hálfa þjóðina upp á móti sér. Kannanir sýna þó að einungis um þrjátíu prósent Spánverja séu á móti hjónabönd- um samkynhneigðra. ■ Vernd Genfarsáttmála: Íslendingar efins um gildi KÖNNUN Einungis þrettán prósent Íslendinga telja að Genfarsátt- málinn veiti fólki vernd á stríðs- tímum, einungis Norðmenn hafa minni trú á þeirri vernd sem sátt- málinn veitir. Afganar hafa mesta trú á samningnum, 74 prósent telja hann veita fólki vernd á stríðstímum. Þetta er niðurstaða fjölþjóð- legrar könnunar á því hversu vel fólk kannast við Genfarsáttmál- ann og trú fólks á honum. Þrír af hverjum fjórum Íslend- ingum höfðu heyrt um sáttmálann samkvæmt könnuninni. - bþg Hættur leynast víða: Hry›juverk í mjólkinni BANDARÍKIN Bandaríska vísindaaka- demían hefur ákveðið að halda áfram birtingu á rannsókn sinni um mögulegar leiðir hryðjuverka- manna til þess að eitra bandarísku mjólkina, sam- kvæmt fréttavef CNN. Í rannsókn- inni kemur í ljós að hægt er að eitra fyrir hund- ruð þúsunda Bandaríkjamanna á mjög einfaldan hátt með því að grípa inn í fram- leiðsluferli mjólkurinnar. Birtingin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna þess að margir telja að í henni séu leiðbeiningar til hryðju- verkamanna um hvernig þeir eigi að ná til bandarísku þjóðarinnar. ■ Strákarnir árita í dag BT Smáralind kl. 2 til 3 BT Kringlunni kl 3 til 4 1.999 MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Mennta- málaráðuneytið hefur nú ákveðið að gerð verði úttekt á stjórnarháttum skólameistara MÍ. SPÆNSKIR HOMMAR FAGNA Spænska þingið samþykkti ný lög sem leyfa sam- kynhneigðum pörum að ganga í hjóna- band, ættleiða börn og erfa eigur hvors annars. ELLIÐI VIÐARSON OG VIÐAR EINARSSON Viðar var sex ára í gosinu og hér stendur hann yfir húsi föður síns, Einars Ólafssonar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I Á R N AS O N MJÓLKURVINNSLA Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að hryðjuverka- menn eitri fyrir þeim mjólkina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.