Fréttablaðið - 10.07.2005, Side 6

Fréttablaðið - 10.07.2005, Side 6
6 10. júlí 2005 SUNNUDAGUR Spjótin beinast að hryðjuverkamönnum og rótum hryðjuverka segir Tony Blair: Ver›um a› rá›ast a› orsökunum HRYÐJUVERK Ráðast verður að fé- lagslegum orsökum hryðjuverka ef takast á að vinna bug á þeim sagði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands. Orsakirnar sagði hann vera fátækt, skort á lýðræði og áframhaldandi átök í Mið-Aust- urlöndum. „Ég held að þessi gerð hryðju- verka eigi sér mjög djúpar ræt- ur,“ sagði Blair í viðtali við BBC. „Auk þess að eiga við afleiðingar þessa og reyna að vernda okkur eins mikið og samfélagsgerð okk- ar gerir okkur kleift, verður að reyna að ráðast að rótum þess.“ Hann sagði að sumar af þessum orsökum hefðu leiðtogar helstu iðnríkja heims fjallað um á fundi sínum í Skotlandi. „Það sem við vitum nú, ef við vissum það ekki fyrir, er að þegar öfgastefnur, ofsatrú eða sár fátæk ríkir í einni heimsálfu eru afleið- ingarnar ekki bundnar við þá heimsálfu heldur breiðast út til allra marka heimsins,“ sagði Blair og kvað nauðsynlegt að auka skilning milli fólks frá ólíkum heimkynnum, hjálpa íbúum Mið- Austurlanda á veg til lýðræði- svæðingar og vinna bug á því hvernig íslamskir vígamenn af- mynduðu íslamska trú og notuðu hana til að réttlæta ofbeldisverk. -bþg Líkin svo illa farin a› ekki hafa veri› borin kennsl á flau A›eins fáeinar sekúndur li›u á milli sprenginganna í ne›anjar›arlestum í Lundúnum. fia› bendir til a› um tímastilltar sprengjur hafi veri› a› ræ›a frekar en sjálfsmor›sárásir. Sprengiefnin voru öflug og lík- lega keypt á svörtum marka›i. HRYÐJUVERK Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlest- um á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglu- menn frá í gær. Staðfest hefur ver- ið að 49 hafi látist og segir lögregl- an að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. „Þetta er skelfilegt verk,“ segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. „Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem lík- amsbúkar þarna.“ Rannsóknar- menn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlækna- skrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lesta- göngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunn- ar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keypt- ar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólík- legt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki úti- lokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar. brynjolfur@frettabladid.is VIÐBÚNAÐUR Á FLUGVELLI Mikill viðbún- aður er á ítölskum flugvöllum. Hluti Fiumicino-flugvallar í Róm var rýmdur eftir að taska fannst yfirgefin. Lögregluaðgerð: 142 handteknir HRYÐJUVERK Ítalskir lögreglu- menn handtóku 142 einstaklinga í viðamiklum aðgerðum í og við Mílanó á föstudag og laugardag. Handtökurnar eru hluti af stór- auknum viðbúnaði á Ítalíu í kjöl- far hryðjuverkanna í Lundúnum og hótana um hryðjuverk á Ítal- íu. 82 þeirra sem voru handtekn- ir eru innflytjendur og hefur 52 þeirra verið vísað úr landi. Flestir þeirra handteknu voru sakaðir um minni háttar glæpi. Antonio Girone lögregluher- foringi sagði að áherslan hefði verið á Mílanó þar sem rann- sókn ítölsku lögreglunnar á grunuðum hryðjuverkamönnum hefði gefið til kynna að hætta kynni að vera á meiri háttar hryðjuverkaárás í borginni. ■ HRYÐJUVERK Finnst þér hvalkjöt gott? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu hlynnt(ur) sameiningu heilsugæslustöðvanna á höfuð- borgarsvæðinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 37,25% 62,75% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN BLAIR HEILSAR SJÚKRALIÐUM Tony Blair ræddi við sjúkraliða sem ferðuðust um á hjólum og aðstoðuðu þá sem særðust í árásunum. TÖSKUR TEFJA LESTIR Tafir urðu á þjónustu Eurostar-lestanna í suður- hluta Bretlands í gær eftir að Ash- ford-lestarstöðinni var lokað um klukkutíma skeið í öryggisskyni. Tvær töskur fundust yfirgefnar, það vakti upp spurningar um aðra hryðjuverkaárás og voru töskurnar sprengdar í loft upp. Í þeim reynd- ist ekkert sem olli hættu. STÖNDUM ÞÉTT SAMAN Bretar og Bandaríkjamenn standa þétt saman í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann hrós- aði Bretum fyrir þrautseigju sína í kjölfar hryðju- verkaárásanna í Lundúnum. „Hryðjuverkamenn breyta ekki afstöðu okkar,“ sagði Bush í vikulegu útvarpsávarpi sínu og sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra halda áfram baráttunni gegn hryðjuverkum. ÁRÁS Á LÝÐRÆÐISLEG GILDI Þjóðir heims verða að standa saman gegn þeirri ógn sem mannkyninu stend- ur af hryðjuverka- mönnum, sagði Ger- hard Schröder, kansl- ari Þýskalands. Hann sagði hryðjuverka- menn gera lýðræðis- leg gildi og lífshætti Vesturlandabúa að skotmörkum og það mætti ekki við- gangast. HRYÐJUVERK Bretar tala þessa dag- ana um nýjar hetjur, fólkið sem fór niður í lestargöngin til að hjálpa þeim sem særðust í sprengjuárás- unum á fimmtudag og gátu ekki bjargað sér út sjálfir. Ein þeirra sem komu slasaða fólkinu til bjargar er Helen Long, starfsmaður á lestarstöð, sem hug- aði að manni sem missti neðan af fæti í sprengingunni þar til hjálp barst. Til að stöðva blæðinguna var belti lestarstjóra hert að fætinum. „Hann sagði mér að systir sín væri ófrísk og ætti að eiga skömmu fyrir jól. Ég sagði honum að gera sömu öndunaræfingar og ófrískar konur gera með því að anda stutt. Alltaf þegar hann var við það að falla í yfirlið reyndi ég að halda honum vakandi,“ sagði Long sem vék ekki frá hlið manns- ins þá tvo klukkutíma sem liðu áður en hægt var að flytja hann á sjúkrahús. Ekki tókst þó að bjarga öllum og sagði Long frá því að ung kona hefði látist meðan hún hjálp- aði manninum særða. „Hann bað mig margoft að lofa sér því að hann myndi ekki deyja.“ Slökkviliðsmaðurinn Terence Adams var á King’s Cross stöðinni þegar sprengja sprakk. Hann og fleiri fóru inn í göngin til að hjálpa særðu fólki út. Hann sagði gríðar- lega erfitt að ná fólkinu út sem var margt hvert fast í braki lestar- vagnanna. ■ Bretar þakklátir fyrir hjálparstarfið: Björgunarfólki› hinar n‡ju hetjur BJÖRGUNARMENN Í GÖNGUNUM Björgunarmenn sjást hér við flak Circle Line lestarinnar í göngum milli Liverpool og Aldgate stöðvanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P VETTVANGUR RANNSAKAÐUR Tveir rannsóknarmenn lögreglunnar sjást hér á Tavistock- torgi í Lundúnum þar sem strætisvagn var sprengdur í loft upp.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.