Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 9
ÖRN SIGURÐSSON Örn hvetur flokkana innan R-listans til að hætta samstarfi og einbeita sér frekar að því að fjölga borgar- fulltrúum. Höfuðborgarsamtökin: R-listinn ætti a› hætta BORGARMÁL „Við hvetjum R-listann til að hætta samstarfsviðræðum nú þegar,“ segir Örn Sigurðsson, tals- maður Höfuðborgarsamtakana. „Þessar þreifingar um uppstill- ingu listans eru hrein móðgun við alla kjósendur og almenna skyn- semi,“ bætir hann við. Örn segir að flokkarnir sem standa að R-listanum ættu frekar að einbeita sér að því að fjölga borgar- fulltrúum en hann segir að þeir þyrftu að vera miklu fleiri en nú er, þeir eru 15 eða jafnmargir og þeir voru fyrir 97 árum þó svo að íbúa- fjöldi hafi fimmtánfaldast á þeim tíma. „Þetta er hreint stjórnræði þó að okkar ágætu fulltrúar telji þetta lýðræði,“ segir Örn. Höfuðborgarsamtökin bjóða hugsanlega fram næsta vor. „Við höfum ýmsu áorkað með okkar störfum, til dæmis er umræðan um skipulagsmál loks komin á réttan kjöl,“ segir Örn að lokum. - jse FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR AL D U R JÓ N AS SO N 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI KÁRAHNJÚKAR Tíu fyrirtæki skiluðu tilboðum í gerð malarvegs inn með austurströnd væntanlegs Hálslóns við Kárahnjúka, frá gatnamótum á Kárahnjúkavegi sunnan Sandfells að Litlu-Sauðá inn undir Brúarjökli. Vegurinn verður um 18 kílómetra langur. Lægst bauð Héraðsverk á Eg- ilsstöðum, tæpar 106 milljónir króna, um 46 prósent af kostnað- aráætlun sem hljóðaði upp á rösk- ar 230 milljónir króna. Næst lægst buðu Jarðvélar ehf. sem vildu leggja veginn fyrir tæpar 115 milljónir. „Með veginum opn- ast aðgengi að allri austurströnd lónsins svo hægt verður að sinna eftirliti og fyrirhuguðum varnar- aðgerðum gegn áfoki frá þeim hluta lónbotnsins sem verður á þurru fyrri hluta sumars,“ segir á vef Kárahnjúkavirkjunar, en hefja á framkvæmdir fyrir haust- ið og á þeim að ljúka á næsta ári. Landsvirkjun segir að gengið verði mjög fljótlega frá vali á verktaka sem annast á lagningu vegarins. - óká Heimssýning EXPO 2005: fijó›ardagur Íslands í Japan MENNINGARMÁL Fjölmargir íslenskir listamenn koma fram á sérstökum þjóðardegi Íslands sem efnt verður til í Chiryu í Japan 15. júlí. Hápunktur dagskránnar er flutningur á tónverkinu Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur en Sjón ljáði verkinu ljóð. Skólakór Kárs- ness og Kammerkór Skálholts ljá verkinu rödd auk tónskáldins sjálfs. Slagverksleikur verður í höndum Sigtryggs Baldurssonar og japanans Stomu Yamash’ta. Þórunn Björnsdóttir, stjórnandi Skólakórs Kársness, segir að fjöru- tíu og sex krakkar á aldrinum 12-17 ára fari utan með Skólakór Kárs- ness og séu þeir mjög spenntir. -jse HÁLSLÓN VIÐ KÁRAHNJÚKA Í lagningu Hálsvegs felst að moka upp fyllingu í veg- inn, sem fengin er með því að mynda skurð samhliða veginum lónsmegin, byggja upp burðarlag og ganga frá malar- slitlagi. Þá segir Landsvirkjun að leggja skuli stálröraræsi og ganga frá vegfláa. Hálsvegur við austurströnd Hálslóns við Kárahnjúka: Héra›sverk bau› lægst í veginn Fjárhagsaðstoð: Einhleypir fá mesta a›sto› FÉLAGSMÁL Einhleypir karlmenn voru fjölmennastir þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónust- unni í Reykjavík á árinu 2004 með tilliti til fjölskyldugerðar. Þeir voru rúmlega tvöfalt fleiri en einhleypar konur. Þá vekur sérstaka athygli að einhleypir karlmenn búsettir í mið- bæ Reykjavíkur voru stór hluti styrkþega. Alls þáðu 680 íbúar mið- bæjarins fjárhagsaðstoð og af þeim voru yfir fjögur hundruð einhleypir karlmenn. Þá eru langflestir þiggjendur fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavík ungt fólk en ellilífeyrisþegar eru hverfandi fáir. - grs ÞIGGJENDUR FJÁRHAGSAÐ- STOÐAR HJÁ FÉLAGSÞJÓNUSTU REYKJAVÍKUR ÁRIÐ 2004. Fjölskyldugerð fjöldi % Einhl. karlmenn 1.431 42,2 Einst. foreldrar 1.046 30,8 Einhl. konur 675 19,9 Hjón með börn* 181 5,3 Barnlaus hjón* 61 1,8 Samtals 3.394 100,0 Aldur Fjöldi % 17-29 1.500 44,2 30-39 802 23,6 40-49 633 18,7 50-59 293 8,6 60 og eldri** 166 4,9 Samtals 3.394 100,0 * eða sambýlingar ** Þar af 73 yfir 67 ára aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.