Fréttablaðið - 10.07.2005, Page 12

Fréttablaðið - 10.07.2005, Page 12
Josef Krenn er fram- kvæmdastjóri á sérleyfis- sviði þýsku bílaleigunnar Sixt. Krenn var hér á landi á dögunum og að- stoðaði Nord-Rent liða við að setja upp starf- semi sína. Krenn spjall- aði við Jón Skaftason um starfsemi Sixt, rekstur þess og sögu. Sixt var fyrsta bílaleigan í Evr- ópu, stofnuð í Þýskalandi árið 1912 af Martin Sixt. Fyrirtækið leigði í upphafi út sjö bifreiðar og voru viðskiptavinirnir eink- um breskir aðalsmenn á ferða- lagi um Evrópu og nýríkir Bandaríkjamenn. Fyrri heimsstyrjöldin setti fljótlega strik í reikninginn og voru allir bílarnir gerðir upp- tækir og notaðir við stríðsrekst- ur Þjóðverja. Martin Sixt hélt þó ótrauður áfram eftir stríð og reisti nýjar höfuðstöðvar fyrir- tækisins í München. Sixt hefur haft aðsetur þar alla tíð síðan. Þegar síðari heimsstyrjöldin skall svo á munaði aftur litlu að reksturinn lognaðist út af. Her- inn gerði bílaflotann upptækan en Hans Sixt, frændi Martins, náði þó að fela einn bíla fyrir- tækisins í hlöðu þar til stríðinu lauk. Bílafloti Sixt samanstóð því af einum sjö sæta Mercedes Benz við styrjaldarlok. Vex og dafnar eftir stríð Eftir stríð vænkaðist hagur fyr- irtækisins og hefur það vaxið og dafnað síðan. Krenn segir síð- ustu ár hafa verið fyrirtækinu góð: ,,Árið 1986 skráðum við okk- ur í Þýsku kauphöllina og 1994 var Sixt orðin stærsta bílaleiga í Þýskalandi, með um 26 prósenta markaðshlutdeild. Í dag erum við með fjórðu stærstu markaðs- hlutdeildina í Evrópu og erum með 3.500 skrifstofur í 76 lönd- um.“ Orðið bílaleiga nær raunar ekki utan um þá starfsemi sem er á vegum Sixt. Fyrirtækið rek- ur einnig rekstrarleigu á bifreið- um, limúsínuþjónustu og jafnvel bílasölur. Árið 1996 hófst útrás Sixt. Byrjað var á því að opna skrif- stofur í þeim löndum sem eiga landamæri að Þýskalandi og hef- ur Sixt hefur nú höfuðstöðvar í sjö löndum en útdeilir sérleyfum í hinum löndunum 69. ,,Markmið okkar er að vera með starfsemi í hundrað löndum árið 2008,“ seg- ir Krenn og bætir við: ,,Við störf- um í öllum heimshornum. Nú hyggjumst við opna eigin skrif- stofu í Indlandi og þá eru við- ræður komnar langt á veg í Kína.“ Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hagnaðist Sixt um rúmar 560 milljónir króna og óx um fjórtán prósent frá fjórðungnum á und- an. Samstarf Sixt leggur mikla áherslu á sam- starf við hin ýmsu fyrirtæki. Til að mynda starfar Sixt með 45 flugfélögum víðs vegar að auk fjölda hótela. Krenn segir Sixt skilgreina sig sem mobility- service, eða heildstæða ferða- lausn: ,,Kúnninn getur flogið með Lufthansa, gist á Hilton hót- eli og tekið bíl frá okkur og bók- að allt á sama staðnum. Það mætti segja að samstarf okkar við fyrirtækin fælist í því að koma kúnnanum frá a til b á sem þægilegastan máta.“ Krenn segir þetta samstarf koma öllum aðilum vel: ,,Við deil- um gjarnan kostnaði við mark- aðssetningu og auglýsingar auk þess sem við vinnum saman á fleiri sviðum. Sixt og mörg flug- félaganna eru til að mynda með sameiginlegt punktakerfi.“ Hann segir suma samningana óvenjulega: ,,Við gerðum nýlega samning við flugfélagið Arab Emirates. Í samningnum fólst að öllum farþegum á fyrsta farrými yrði ekið til og frá flugvöllum í glæsibifreiðum frá okkur.“ Sixt leggur mikið upp úr því að sem minnst fyrirhöfn sé fyrir þreytta ferðalanga að nálgast bíl frá fyrirtækinu: ,,Við erum með sérstök kort fyrir viðskiptavini okkar sem hafa að geyma allar nauðsynlegar upplýsingar. Fólk framvísar kortinu og er komið undir stýri mínútu seinna. Einnig er hægt að renna kortinu í gegn- um sérstaka sjálfsala og fá lykil að bíl um hæl.“ Ísland góð viðbót Um 25 prósent allra pantana hjá Sixt koma í gegnum vefsíðu fyr- irtækisins. Krenn telur að þetta feli í sér mikla möguleika fyrir nýja Íslandsútibúið: ,,Nú munum við bjóða upp á Ísland sem val- kost á vefsíðu okkar. Ég er full- viss um að viðskiptavinir okkar muni koma til með verða ánægð- ir með þá viðbót.“ Krenn segist vera ánægður með nýjasta Sixt-útibúið: ,,Okkur þykir bara leitt að hafa ekki komið fyrr.“ Hann er handviss um að móttökurnar verði góðar: ,Íslendingar eru mikil ferðaþjóð. Fólk mun geta bókað bíl á Íslandi í gegnum vefsíðu Sixt, auk þess sem þetta eykur vonandi við- skipti okkar í öðrum löndum. Ef Íslendingar verða ánægðir með þjónustuna heima hjá sér munu þeir skipta við Sixt á ferðum sín- um.“ ■ 10. júlí 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Ætla a› ver›a stórir Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? Bjarni Jónsson er stjórn- armaður í Nord-Rent. Hann segir Sixt vöru- merkið þekkt um allan heim og að í því séu fólg- in mikil verðmæti. Eigendur Nord-Rent eru Júlíus Vífill Ingvarsson lögmaður sem er stjórnarformaður, Bjarni Jónsson dósent í viðskiptafræði og Jón Tryggvi Kristjánsson endurskoðandi, sem báðir sitja í stjórn. Bjarni Jónsson segir þá fé- laga ætla að fara rólega af stað: ,,Við ætlum í fyrstu að leggja áherslu á þjónustu við fyrirtæki og Íslendinga sem fara til út- landa. Við stefnum að því að bjóða fyrirtækjum betri kjör á bifreiðum en áður hafa þekkst.“ Höfuðstöðvar Sixt á Íslandi verða í húsakynnum Master í Glæsibæ og verður opnað útibú í Keflavík innan skamms. Fyrir- tækið mun verða með tíu til fimmtán bíla á sínum snærum til að byrja með og bæta svo við þegar á líður: ,,Við verðum með bíla í öllum flokkum, t.d. Benza eins og Sixt er einmitt frægt fyrir. Fólk getur tekið lúxusbif- reiðar á leigu óski það þess.“ Sumartíminn er eins og gefur að skilja mesti annatíminn fyrir bílaleigur enda flykkjast þá er- lendir ferðamenn til landsins. Nord-Rent menn hyggjast nota veturinn til undirbúnings og demba sér í þann slag á fullu er vora tekur: ,,Við stefnum að því að verða hlutfallslega jafnstórir og Sixt eru úti. Við ætlum að verða með þeim stærstu hér á landi.“ Bjarni er ekki í nokkrum vafa um að Sixt-vörumerkið muni reynast verðmætt er fram líða stundir: ,,Sérleyfissamningur- inn felur í sér að þeir munu veita okkur alla þá ráðgjöf sem við þörfnumst, hvort sem það snýr að markaðsstarfi eða tæknimálum.“ Hann segir mikla möguleika felast í því að vera komnir inn í bókunarkerfi Sixt á netinu: ,,Þeir munu líklega út- vega mestu viðskiptin, í það minnsta fyrst um sinn. Með þessu er verið að bjóða Sixt á Ís- landi sem valkost á alþjóðlegum markaði.“ - jsk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð Elsta bílaleiga í Evrópu JOSEF KRENN FRAMKVÆMDA- STJÓRI HJÁ SIXT Krenn segist ánægður með nýjasta útibú Sixt og tel- ur að Íslendingar muni taka vörumerk- inu opnum örmum: ,,Okkur þykir bara leitt að hafa ekki komið hingað fyrr.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M JÓN TRYGGVI JÓNSSON, BJARNI JÓNSSON, JOSEF RENN OG JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Sumarið er mesti annatíminn fyrir bílaleigur enda flykkjast þá erlendir ferðamenn til landsins. Bjarni segir að næsti vetur verði notaður til undirbúnings en slag- urinn svo tekinn að fullu næsta vor. 12

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.