Fréttablaðið - 10.07.2005, Síða 11

Fréttablaðið - 10.07.2005, Síða 11
Þegar talað er um jafnrétti á vinnumarkaðnum viljum við vera á 21. öldinni en þegar kemur að forræðismálum eða því sem snýr að börnum hverfum við 50-60 ár aftur í tímann. Eiga börn ekki rétt á jafnrétti? Er ekki kominn tími til að endurskoða þessi mál? Er ekki sameiginlegt forræði hugsun nútímans? Um áramótin var sagt að aukin áhersla á fjölskylduna myndi ýta konunni aftur inn á heimilið. Ég spyr er fjölskyldan bara konan? Eru feður og börn ekki líka fjöl- skylda? Ef karlmaðurinn fengi að sjá meira um börnin sín, hvort sem hann er giftur eða ekki þá hafa konur meiri tíma til að sinna öðrum málum. Í Stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands stendur í sjöunda kafla, 65. grein: „Allir skulu vera jafnir fyr- ir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætt- ernis og stöðu að öðru leyti. Kon- ur og karlar skulu njóta jafns rétt- ar í hvívetna.“ Af hverju er þá konunni dæmt forræðið yfir börn- unum ef maðurinn er talinn jafn hæfur? Er það ekki mannréttinda- brot? Jú, og ráðið við þeim er að lögfesta sameiginlegt forræði sem meginreglu við skilnað – eins og forsjárnefnd og dómsmálaráð- herra hafa núna boðað. Að svipta foreldri forræði yfir barni sínu er hreint mannrétt- indabrot – hvort sem um er að ræða móður eða föður. Það stend- ur ekkert um það í Barnalögunum að það megi svipta foreldri for- ræði. Barnalögin segja hins vegar að barnið skuli eiga heimili hjá móður eða föður. Því tel ég það bæði mannréttindabrot og lögbrot þegar annað foreldrið er svipt for- ræði yfir barni sínu. Þurfum við ekki að hlúa meira að börnunum og virða rétt þeirra? Móðir meinar barni sínu að hitta jafn hæfan föður þess og fær sér jafnvel lögfræðing til að fyrir- byggja að hann geti séð barnið nema á einhverjum pabbahelgum – og jafnvel ekki einu sinni það. Það er meira en lítið að hjá svona móður. Samt er þetta látið við- gangast í þjóðfélaginu núna á 21. öldinni. Er ekki kominn tími til að svona móðir fái svipaðan dóm og faðir sem misnotar börnin sín? Umgengnistálmun er ekkert ann- að en barnamisnotkun. Konur, vitið þið að ef þið farið einar með forræðið þá berið þið einar ábyrgð ef börnin ykkar valda tjóni, hvort sem þau eru hjá ykkur eða föður þeirra? Föðurn- um ber heldur engin skylda til að taka þátt í kostnaði eins og tóm- stundagjöldum eða fatakaupum. Og í raun ættuð þið að senda allt sem börnin þurfa með þeim þegar þau fara í dvöl hjá föður sínum. Væri ekki betra að báðir for- eldrarnir væru með forræðið? Eru það ekki jafnréttindi? Eða viljið þið kannski ekki jafnrétti í raun? Eru meðlögin kannski meira virði en framtíð barnanna? Finnst ykkur réttlátt að feður borgi meðlag þá daga sem þeir hafa börnin? Sumir feður fá að hafa börnin nánast eins marga daga í mánuði og móðirin, en þurfa samt að borga meðlög án þess að fá nokkra skýringu á því ef spurt er. Það er skrítið að faðirinn fái ekki að taka þátt í að ala barnið sitt upp. Nái hann sér í konu með barn er hann hins vegar talinn hæfari til að ala upp hennar barn en sitt eigið. Ef konan fellur frá þá fær faðirinn að hafa börnin og þá styðja öll yfirvöld hann. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Konur tala um að þær fái engu að ráða í samfélaginu, en stjórnum við ekki ansi miklu í rauninni? Alla bernskuna fyrirhittir barnið að- eins konur við völd; það er fyrst á unglingsárunum sem það hittir karlmann og þá er það því miður lögregluna. Ég vil skora á yfirvöld að láta kanna hvort eins foreldris forsjá feli ekki í sér mannréttindabrot gagnvart börnum og forræðis- lausum foreldrum. Börnin okkar eru framtíð þjóðarinnar. Er þetta kannski ekki nóu gott mál til þess að taka upp á þingi? Ekki eins gott og málið með Bobby Fischer sem tók bara einn dag? Við erum þó að tala um börnin okkar, framtíð þjóðarinnar, eru þau ekki nógu krassandi fyrir þingið? Afar og ömmur og aðrir sem bera hag barna fyrir brjósti – lát- ið í ykkur heyra. Mæður sem virða rétt barna sinna við skilnað – stöndum saman og látum í okkur heyra. Virðum rétt barna á Ís- landi. ■ Landsteinar Strengur fær verðlaun frá Microsoft: “Global ISV Partner of the Year” Minneapolis, Minnesota, USA – 08. júlí 2005 Landsteinar Strengur fékk hin eftirsóttu verðlaun “Global ISV Partner of the Year” frá Microsoft Business Solution í gærkveldi. Verðlaunin voru veitt á árlegri ráðstefnu Microsoft með samstarfsaðilum sínum hvaðanæ- va að úr heiminum. Samstarfsaðili ársins á sviði viðskiptahugbúnaðar Þessi verðlaun eru veitt þeim samstarfsaðila MBS Microsoft á sviði viðskiptahugbúnaðar sem skarað hefur fram úr á árinu. Landsteinar Strengur hefur skapað sér sess sem eitt fremsta fyrirtæki í heiminum á sviði verslunarlausna. Með beitingu nýjustu tækni og nánu samstarfi við MBS Microsoft hefur tekist að byggja upp öflugt samstarf þes- sara aðila um allan heim. Landsteinum Streng hefur tekist að þróa vöru sem stuðlað hefur að góðum árangri MBS Microsoft ásamt því að fyrirtækið hefur byggt upp áreiðanleg vinnubrögð, tækniþekkingu og gott samstarf við viðskiptavini fyrirtæk- isins. Samkvæmt Sveini Áka Lúðvíkssyni sölustjóra samstarfsnets Landsteina Strengs þá voru þessi verðlaun veitt fyrir framúrskarandi verslunarlausnir og aðþjóðlegt sölunet fyrirtækisins sem telur nú um 50 aðila í 44 löndum. “Þessi verðlaun eru kærkomin viðurkenning á þrotlausu þróunarstarfi fyrirtækisins undanfarin 5 ár . Okkur hefur einnig tekist að byggja upp öflugt, alþjóðlegt net samstarfsaðila sem eiga sinn þátt í þessum árangri okkar. Lausnir okkar eru nú þegar í notkun í yfir 7.000 verslunum með um 17.000 afgreiðslustöðvar“ segir Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri Landsteina Strengs. Landsteinar Strengur er forystufyrirtæki í upplýsingatækni sem byggir starfsemi sína á skörpum skilningi á starf- semi og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Í krafti þeirrar þekkingar býður Landsteinar Strengur fyrirtækjum heildar- lausnir á sviði fjármála, þjónustu, heildsölu, dreifingar og verslunar. Fyrirtækið hefur mikla reynslu á markaðinum og á rætur að rekja allt til ársins 1982 er Strengur var stofnaður. Áhersla er lögð á ráðgjöf, hugbú- naðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri þjónustu og eru vörur fyrirtækisins í notkun hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Landsteinar Strengur er stærsti söluaðili á viðskiptahugbúnaði frá Microsoft Business Solutions á Íslandi og einn stærsti þróunar- og söluaðili á Microsoft sérlausnum á erlendum mörkuðum. Reynslan sýnir að viðskipta- lausnirnar Microsoft Navision, Microsoft Axapta og Microsoft XAL henta íslenskum fyrirtækjum afar vel, enda er Landsteinar Strengur í forystu á heimsvísu um þróun dreifingar- og verslunarlausna. Landsteinar Strengur er hluti af Kögunarsamsteypunni. Kögun hf. er almenningshlutafélag, stofnað árið 1988. Félagið sinnir hugbúnaðargerð fyrir kröfuharða viðskiptavini á Íslandi og annars staðar. Meðal verkefna er samþætting upplýsingakerfa, ráðgjöf á sviði hugbúnaðargerðar, afgreiðslukerfi fyrir banka, stjórnkerfi fyrir orku- ver, ráðgjöf á sviði öryggismála og fleira. Væri ekki betra a› bá›ir for- eldrarnir væru me› forræ›i›? Eru fla› ekki jafnréttindi? E›a vilji› fli› kannski ekki jafnrétti í raun? Eru me›lögin kannski meira vir›i en framtí› barn- anna? Konur á villigötum í jafnréttismálum 21SUNNUDAGUR 10. júlí 2005 GUÐRÚN H. FRIÐRIKSDÓTTIR UMRÆÐAN FORRÆÐISMÁL OG JAFNRÉTTI SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.