Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 39
SUNNUDAGUR 10. júlí 2005 19 Þrjóskan er næringarrík fæða Hörður Torfason söngvaskáld hlaut nýverið viðurkenningu frá NPU, samtökum tónskálda og textahöfunda á Norðurlöndunum. Hann hefur lent í miklu mót- streymi á löngum ferli því hann hefur ávallt haft ákveðna sýn á lífið og staðið vörð um það sem hann er. Hinn 6. júní var Herði Torfa-son söngvaskáldi veitt við-urkenning NPU, samtaka tónskálda og textahöfunda á Norð- urlöndunum, fyrir starf sitt sem spannar nærri fjóra áratugi. Við- urkenningin er veitt á tveggja ára fresti og er þetta einungis í annað sinn sem Íslendingur hlýtur hana en þeir Jónas Árnason og Jón Múli Árnason hlutu viðurkenninguna árið 1995. Aðrir þekktir tónlistar- menn og textahöfundar sem hlotið hafa viðurkenninguna eru þeir Torbjörn Egner, Benny Andersen og Jan Garbarek. „Þetta er gríðarlega mikill heiður því viðurkenningin er veitt af fagmönnum, samstarfsmönn- um mínum á öllum Norðurlöndun- um. Betri getur viðurkenning ekki orðið en þegar samstarfs- menn veita manni viðurkenn- ingu,“ segir Hörður Torfason söngvaskáld. „Ef þér er sýnd virðing, viður- kenning á starfi þínu, sem í mínu tilviki er nærri 40 ára ferill, þá er það gríðarlega ánægjulegt, sér- staklega fyrir mann eins og mig sem alla tíð hef verið að vinna í miklu mótstreymi því ég hef haft ákveðna sýn á lífið og hef ekki verið í eigu útgefenda sem vilja helst ekki gefa mann út nema til að maka krókinn. Þrjóskan er næringarrík fæða,“ segir Hörður, sem gefið hefur út yfir 20 plötur á 35 árum sem oft hafa verið Herði ansi erfið. Útlegð Hörður opinberaði samkynhneigð sína fyrstur Íslendinga í blaðavið- tali í ágúst árið 1975. „Þetta viðtal hafði miklar afleiðingar fyrir mig, plöturnar mínar hættu að seljast og sem fagmaður fékk ég ekki neitt að gera. Það þekkja all- ir sem orðið hafa fyrir einelti að menn eru kurteisir á yfirborðinu en svo sá maður glottið á fólki, maður skynjaði hvað var í gangi. Í kjölfarið var mér ógnað en enginn vildi trúa mér þegar ég sagði frá því. Það var ég sem upplifði ógn- irnar en ekki þetta fólk, ég þurfti að taka svívirðingunum og hótun- um. Á endanum sá ég þann kost vænstan að flýja land og ég gerði árið 1977,“ segir Hörður. „Ég fann strax að ég varð að snúa aftur til landsins og vinna að stofnum baráttusamtaka fyrir samkynhneigða og fór því til baka haustið 1977 og var fram til 1. júní 1978 eftir að Samtökin ’78 höfðu verið sett á stofn í maí. Þá var ég loks búinn að virkja fleiri í beina baráttu og þurfti ekki lengur að draga hlassið einn. Ég flutti því til alveg til Kaupmannahafnar vorið 1978,“ segir Hörður, en þrátt fyrir það kom Hörður til Íslands á hverjum vetri til að halda tónleika og vinna að leiklist. Hörður flutti frá Íslandi til Kaupmannahafnar því hann óttað- ist um líf sitt eftir að hafa opin- berað að hann væri hommi. „Svo gerðist það sem ég vissi að myndi gerast einhvern tímann. Ég var með leiksýningu inni á Jónshúsi í Kaupmannahöfn sem ég hafði ný- lokið við og sat við borð inni á staðnum. Allt í einu sá ég glitta í hnífsblað og ég rétt náði að sveigja mér undan laginu en sá sem hélt á hnífnum ætlaði örugg- lega að drepa mig. Þetta voru meðlimir úr íslenskri skipshöfn sem höfðu fengið sér of mikið neðan í því og ákváðu að heim- sækja Jónshús. Sá sem stakk mig átti víst eitthvað erfitt í lífinu. Það fossblæddi úr mér þó að ég hafi sloppið lifandi því hann hafði náð að koma stórum skurði á brjóst- kassann á mér,“ segir söngva- skáldið og bætir því við að sjokk- ið eftir þessa morðtilraun hafi komið síðar. „Þegar maður sætir miklum of- sóknum þá lamast maður, lokast inni í sjálfum sér og hættir að geta svarað fyrir sig, hörfar eða frýs frekar en að slá á móti. Ég var samt alltaf að verja eitthvað sem var svo stór hluti af mér sjálfum, eitthvað sem var mér svo dýrmætt, það sem ég stóð fyrir og ég vildi ekki láta eitthvað villidýr tæta í sig. Ég hef kannski ekki svarað fyrir mig því ég var svo viss um að ég hefði rétt fyrir mér og væri að verja það sem var rétt,“ segir Hörður. Heimkoma og hokur Hörður flutti svo heim árið 1991 og hóf að starfrækja sig sem fyrr sem eins manns leikhús þar sem hann var höfundur og flytjandi, bílstjóri og framkvæmdastjóri og allt þar á milli. „Þetta hefur ekki verið mjög auðveld vinna, það kostar sitt að hafa staðið í þessu, ekki hvað síst með hommastimpil- inn á bakinu þó svo að ég hafi ekki verið að berjast eingöngu fyrir réttindum homma sérstaklega, heldur réttinum til þess að vera manneskja, að fá fólk til að skoða mannlífið í allri sinnri fjölbreytni, og það hefur þurft nokkra þraut- seigju og hörku til þess,“ segir Hörður, sem verður sextugur í september. Þrátt fyrir að hafa starfað í tónlistabransanum í nærri fjóra áratugi og gefið út yfir 20 plötur auk annarra verka hefur Herði reynst erfitt að fá styrki frá ís- lenska ríkinu til að auðvelda hon- um starf sitt sem tónlistarmaður. „Ég hef það á tilfinningunni að þú verðir að vera skráður í flokk eða að selja sál þína til einhvers fyrir- tækis til að verða þér út um lista- mannalaun og ég geri hvorugt og hef aldrei gert því ég tel mig ekki þurfa á því að halda. Það er nú dá- lítið kjánalegt að menn sem hafa látið mikið að sér kveða og unnið vinnuna sína í áratugi og haft áhrif í langan tíma, skuli þurfa að þola það að vera sveltir úti af því að þeir vilja ekki vera í einhverri klíku,“ segir Hörður en hann skrifaði opið bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra á síðasta ári þar sem hann innti hana eftir rök- stuðningi fyrir því af hverju hon- um væru ekki veitt starfslaun listamanna. „Það sem gerðist fyr- ir 30 árum, þegar ég hóf baráttuna fyrir réttindum samkynhneigðra gerði það að verkum að ég ein- angraðist, menn vildu ekki vita af mér hérna í mörg ár og það eimir eftir af því enn,“ segir Hörður. Sáttur við sitt Hörður var að flytja inn í nýja íbúð sem hann og sambýlismaður hans, arkitektinn Massim, hafa verið að gera upp í allan vetur „Það er búið að vera líf okkar í all- an vetur að gera upp þessa íbúð en núna fer maður að njóta þess. Ég er hamingjusamlega giftur og er þess vegna að ná því andlega jafn- vægi og þeirri stöðu í lífinu sem veitir mér aukinn kraft. Hvert sá kraftur kemur til með að beinast veit ég ekki en ég vonast til þess að hann verði öðru fólki til góðs. Að láta gott af sér leiða er mesta lífsfyllingin,“ segir tónlistarmað- urinn, sem um þessar mundir undibýr sína árlegu haustónleika og hringferð um landið sem hann heldur 29 árið í röð í haust. ingi@frettabladid.is HÖRÐUR TORFASON „Kjarninn í mínu starfi er að hafa staðið í þessari baráttu, ekki endilega baráttu fyrir samkynhneigða heldur fyrir því að vera manneskja sem sýnir tilfinningar sínar og stendur fyrir það sem hún er,“ segir söngvaskáldið Hörður Torfason, sem hlaut við- urkenningu frá NPU, samtökum tónskálda og textahöfunda á Norðurlöndunum fyrir skömmu. „Ef flér er s‡nd vir›ing, vi›ur- kenning á starfi flínu sem í mínu tilviki er nærri 40 ára fer- ill, flá er fla› grí›arlega ánægjulegt, sérstaklega fyrir mann eins og mig sem alla tí› hef veri› a› vinna í miklu mót- streymi flví ég hef haft ákve›na s‡n á lífi› og hef ekki veri› í eigu útgefenda sem vilja helst ekki gefa mann út nema til a› maka krókinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.