Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 41
SUNNUDAGUR 10. júlí 2005 21 Sprenghlægileg og falleg saga Viltu ekki prófa eitthvað nýtt og spennandi? Pöntunarnetfang: aubok@penninn.is / s. 511 1130 Tilboðsbækur mánaðarins 30% afsláttur Úrval af nýjum og freistandi uppskriftum fyrir sælkera sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi á grillið. Yfir 40 uppskriftir að girnilegum fisk-, kjöt- og grænmetisréttum á grillið. Lesandinn fær góð ráð til að fullkomna matseldina og bókin geymir jafnframt afar hagnýta töflu yfir hæfilegan grilltíma á helstu hráefnum. Allt verður gott sem af grillinu kemur, með hjálp þessarar bókar! Tilboðsverð 2.090 kr. Fullt verð 2.990 kr. Allir sem kaupa bókina geta unnið glæsilegt Weber gasgrill og fleiri vandaðar grillvörur! Eggaldinrúllur fylltar með geitaosti • Laxaspjót með kúrbít og perlulauk • Grillaðar lúðusteikur með caperssósu • Risarækjur í salthjúp • Barbecue kjúklingur með sætum og nýjum kartöflum • Steikarsamloka með sætu laukmauki • Fyllt lambalæri með steinselju og hvítlauk • Grilluð saltfisksteik á spínat- og sveppamauki Meðal uppskrifta í bókinni: Kalli á þakinu er eitt af meistaraverkum Astridar Lindgren. Bókin hefur notið mikilla vinsælda um hálfrar aldar skeið og meðal annars verið kvikmynduð og sett á svið. Hér kemur hún út í nýrri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Kalli á þakinu er ekki bara fríður og vitur og hæfilega feitur maður á besta aldri - eins og hann kynnir sig sjálfur - hann er líka besti listflugmaður í heimi, heimsins besti kjötbollukokkur, heimsins besti hundapassari, heimsins besti tertugleypari og sitt hvað fleira. Einn daginn flýgur hann fyrirvaralaust inn um gluggann hans Bróa og verður undir eins heimsins besti leikfélagi. Tilboðsverð 1.740 kr. Fullt verð 2.490 kr. Heimsins besti Kalli Komin er út bókin Material time, work time, life time sem hefur að geyma myndir af listaverkum frá myndlistar- þætti Listahátíðar í Reykjavík 2005. Þrjá- tíu og fjórir listamenn unnu verk sín sér- staklega fyrir þessa sýningu og þróuðu frekar viðfangsefni og áhrif sem finna má í verkum Dieters Roth. Bókin er tæpar 200 síður. Henni fylg- ir sýningarskrá með viðtölum við listamennina. Verkið var unnið að frumkvæði Eiðastóls. Það er til sölu í Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands. Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Úr dýraríkinu eftir Bjarna E. Guðleifsson náttúrufræðing á Möðruvöllum í Hörgár- dal, og er fyrsta bók- in af fjórum í ritröð sem hann hefur tekið saman og ber heitið Náttúruskoðarinn. Þar er fjallað í ein- földum og auðskild- um texta um ýmis fyrirbæri úr náttúr- unni og að þessu sinni beinist athygli hans að lífverum úr dýraríkinu; meðal annars ánamöðkum, köngulóm, rækjum, sædjöflum, fuglum og húsdýrum. Bókin er 126 blaðsíður að lengd og leið- beinandi verð hennar er 1.980 krónur. Útgáfufélagið Heimur hefur gefið út Há- lendishandbókina eftir Pál Ásgeir Ás- geirsson í enskri útgáfu. Bókin er endur- skoðuð með hliðsjón af þörfum erlendra ferðamanna. Verk- efnið hefur verið kynnt á ferðaráð- stefnum og sýning- um og hefur fengið mjög góðar undir- tektir. Bókin er 160 blaðsíður. Leiðbein- andi verð er 2.990 krónur. Neshagi útgáfa hefur sent frá sér bókina Dauðadjassinn eftir Arne Dahl í þýðingu Kristjáns Kristjánssonar. Dauðadjassinn er fyrsta bókin í sjálfstæðri röð um rann- sóknarhóp innan sænsku ríkislögregl- unnar sem fæst við sérstök og óvenjuleg sakamál. Arne Dahl er einn vinsælasti spennu- sagnahöfundur Norðurlanda. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungu- mála og setið á metsölulistum víða um Evrópu. Gagnrýnendur hefja Arne Dahl til skýjanna og margir lýsa honum sem besta spennusagnahöfundi Svía í dag. Þykja bækur hans um margt minna á frábæru spennusögurnar eftir Sjöwall og Wahlöö. Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókin Á sprekamó, afmælisrit tileinkað Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi sjötugum. Í ritinu kennir ýmissa grasa og leggja um sjötíu einstaklingar hönd á plóg með greinum um margvísleg efni sem snerta að einhverju leyti þau fræðasvið sem afmælisbarnið hefur komið að eða fengist við. Hér má meðal annars finna skrif tengd bókmennta- fræði, dulfræðum, fornleifafræði, guð- fræði, jarðfræði, líf- fræði, mannfræði, sagnfræði og þjóð- fræði, en Helgi er vafalítið einn af okkar síðustu fjölfræðingum og ber ritið þess glöggt merki. Bókin er 479 bls. að lengd og er leið- beinandi verð hennar 6.000 krónur. [ NÝJAR BÆKUR ] Í tilefni 59 ára afmælis síns sagði forseti Bandaríkjanna, George Bush, að nú væri tími til kominn fyrir sig að fullorðnast, en forsetinn varð fyrir því óhappi að hjóla á lög- reglumann, þar sem hann þeyttist um á fjallahjóli milli fundahalda G8-hópsins í Skotlandi. Forsetinn skar sig á handlegg og fingrum, og sýndi blaðamönnum áverkana með þessum orðum: „Þetta sýnir einna best að ég ætti að haga mér meira í samræmi við aldur minn.“ Lögreglumaðurinn var sendur í læknisskoðun en reyndist lítilshátt- ar meiddur og hélt áfram vinnu sinni við Gleneagles-hótelið. Forsetinn kenndi aðstæðum um slysið þegar hann birtist á blaða- mannafundi með Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands. „Þegar maður hjólar á fjallahjóli verður maður að vera viðbúinn því að detta. Annars er maður ekki að nýta hjólið sem skyldi og hjóla al- mennilega hratt. Stéttin var sleip og hjólið rann undan mér,“ sagði for- setinn, sem hafði meiri áhyggjur af lögregluþjóninum sem varð fyrir barðinu á glannaskap hans á hjól- inu. „Ég hef rætt við lögregluþjón- inn og honum líður vel.“ Í maí á síðasta ári klessti forset- inn fjallahjól sitt á búgarði sínum. Árið 2002 missti hann meðvitund og féll ofan í sófa Hvíta hússins þegar honum skvelgdist á saltkringlu. Í júní 2003 féll hann af hlaupahjóli á harðaspretti á landareign foreldra sinna í Maine. ■ George Bush á 59 ára afmælinu: Tími til a› fullor›nast ÓHEPPINN EN LEIKFÚS Myndirnar sýna George Bush falla af hlaupahjóli fyrir utan heimili foreldra sinna í Maine sumarið 2003, en á miðvikudag endastakkst hann af reiðhjóli fyrir utan hótel í Skotlandi og lenti á lögregluþjóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.