Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 20
Atvinnuástandið er betra á landinu en verið hefur um langt skeið. Þetta er tilfinning Hönnu Maríu Jónsdóttur hjá Stúdentamiðluninni. „Almennt er staðan þannig að eftirspurnin eftir fólki er meiri en við getum annað,“ segir Hanna María Jónsdóttir, innt eftir at- vinnuástandi hjá háskólastúdent- um. Hún telur miklar breytingar hafa orðið frá síðasta ári. „Eftir- spurnin eftir sumarafleysinga- fólki hefur teygt sig lengra fram á sumarið nú en undanfarin ár og sú sérkennilega staða er upp komin að við erum að lenda í vandræðum með að útvega fólk. Það vantar í öll störf milli himins og jarðar og allir sem vilja vinna geta unnið núna,“ segir hún og líkir stöðunni við ástandið sem skapaðist árin 2000 og 2001 þegar flytja þurfti inn vinnuafl í stórum stíl. Hanna María segir eigið þrek hafa farið í að útvega fólk í sum- arstörf og því hafi hún ekki kynnt sér til hlítar hvernig nýútskrifuð- um háskólastúdentum hafi gengið að fá vinnu til framtíðar. Viður- kennir að ekki séu allir að velja úr óskastörfunum enda komi sumir úr sérhæfðu námi sem hafi ekki sterkar starfsgreinar á bak við sig. „Ég hef ekki heyrt um að fyrirtækin fari inn í deildirnar til að sækja fólk í tiltekin störf eins og gerðist árin 2000 og 2001. Hins vegar virðist BA gráðan almennt vera góð undirstaða og það er ekki alltaf spurt á hvaða sérsviði fólk er. Mér virðist námi úr hug- vísindadeild og ýmsum greinum innan félagsvísindadeildarinnar vera tekið sem traustum grunni í nánast hvað sem er. Síðan er það reynsla, eiginleikar og hæfni hvers einstaklings sem kemur til í framhaldinu,“ segir Hanna Mar- ía og bætir við að lokum. „Það sjónarmið að fólk þurfi að læra viðskiptafræði eða lögfræði til að hafa eitthvað að gera í framtíð- inni sýnist mér sem betur fer vera á undanhaldi.“ gun@frettabladid.is Fersk/ur í vinnunni Gönguferð í hádeginu getur skipt sköpum fyrir þá sem vinna innivinnu. Útiloftið er hollt og gott, jafnvel þótt ekki sé endilega sól og blíða. Sniðugt er að slá tvær flugur í einu höggi og taka með sér hollt og gott nesti.[ ] Allir geta fengið störf Hanna María segir vanta fólk jafnt í símasvörun sem og hellulagnir í sumar. Litlir skammtar af geislun af völdum jóna eru tengir smáauk- inni áhættu á krabbameini sam- kvæmt nýrri rannsókn. Rannsóknin var framkvæmd af International Agency for Rese- arch on Cancer í Lyon í Frakk- landi og er sú stærsta sinnar teg- undar þar sem starfsmenn í kjarnorkugeiranum voru rann- sakaðir. Vísindamennirnir rannsökuðu gögn frá rúmlega 407.000 starfs- mönnum í kjarnorkugeiranum, aðallega starfsmönnum sem vinna í kjarnorkuverum, rann- sóknarstofum, úrgangsvinnslu- stöðum og vopnaframleiðslustöð- um. Starfsmennirnir voru í fimmtán löndum og fylgdust rannsóknarmennirnir með þeim í þrettán ár. Þættir eins og aldur, félags- hagfræðileg staða og starfsaldur í kjarnorkubransanum var tekið með í reikninginn. ■ Hætta á krabbameini í kjarnorkugeiranum Ný rannsókn, sem er sú stærsta sinnar tegundar, bendir til að starfsmenn í kjarnorkuiðnaðinum eigi á hættu að fá krabba- mein þó að þeir verði fyrir mjög lítilli geislun frá degi til dags. vinnumarkaður } Hörpuleikari og túbuleikari óskast SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ÞARF LIÐSAUKA FYRIR NÆSTA STARFSÁR. Tvær stöður eru lausar til umsóknar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en það eru stöður túbuleikara og hörpuleikara. Umsóknarfrestur renn- ur út um miðjan ágúst en hæfnis- próf fara fram í byrjun september. Á hæfnisprófi þurfa hljóðfæraleikar- arnir að leika eitt skylduverk auk eins verks að eigin vali en valverk hörpuleikarans verður að hafa verið skrifað á tuttugustu öld. Þar fyrir utan fá umsækjendur senda þætti úr hljómsveitarverkum tveimur vikum fyrir prófið sem einnig þarf að leika. Ráðið er frá og með tólfta septem- ber næstkomandi. Atvinnuástandið á Höfn í Hornafirði hefur verið mjög gott það sem af er ári. Fólk vantar í ýmiss konar störf og listi atvinnulausra telur einungis átta manns. Eftir því sem kemur fram á fréttavef Hornafjarðarbæjar hefur ver- ið mikil eftirspurn eftir starfsfólki í sumar og mun meiri en undanfarin ár. Um helmingi færri unglingar vinna hjá vinnuskólanum á Hornafirði en í fyrra sem gefur til kynna að unglingarnir fái frekar vinnu annars staðar. Þetta hefur leitt af sér að starfsmenn í vinnuskól- anum fá vinnu allan daginn. Töluvert er einnig um að unglingarnir fari að vinna aukavinnu eftir að vinnudegin- um í vinnuskólanum er lokið. TRÚNAÐARMANNAFUNDUR Á NÆSTU DÖGUM. Starfsmannafélag Suðurnesja und- irbýr á næstu dögum trúnaðar- mannafund og aflar verkfallsheim- ilda, en félagið hefur vísað kjara- deilu sinni við Launanefnd sveitar- félaga til ríkissáttasemjara. Þrátt fyr- ir ítrekaðar bréfaskriftir hefur Launanefnd sveitarfélaga ekki svar- að félaginu um að setjast niður til að ræða gerð á nýjum kjarasamn- ingi. Kjarasamningur félagsins við LN rann út 31. mars síðastliðinn og hefur enginn fundur verið haldinn. Í ár hefur verið mun meiri eftirspurn eftir starsfólki á Höfn í Hornafirði en undan- farin ár. Þúsundir starfa eru horfin í sjávarútvegi og iðnaði vegna hás gengis krónunnar. Þetta kemur fram á vef Samtaka at- vinnulífsins en hátt gengi krónunnar leiðir til þess að hár framleiðslukostn- aður hefur valdið því að framleiðsla sem eitt sinn skilaði hagnaði gerir það ekki lengur. Fækkunin í sjávarútvegi og iðnaði frá árinu 1998 nemur tæpum fimm þúsund störfum, en þá er ekki tekin með byggingastarfsemi og veitur. Fækkun starfa var nærri eingöngu á landsbyggðinni. Öðrum hlutum atvinnulífsins tókst samt að skapa nægilega mörg störf til að vega upp á móti þessu, en á sama tíma fjölgaði aftur á móti störfum á öllum vinnumarkaðnum um tólf þúsund. Frá árinu 1998 hefur orðið mikil fækkun á störfum í sjávarútvegi og iðnaði. Starfsmannafélag Suðurnesja íhugar verkfall Ólympíuleikarnir árið 2012 verða haldnir í London, höfuðborg Eng- lands, eins og greint var frá í vikunni. Bjartsýni meðal vinnuafls í Englandi jókst til muna eftir fréttirnar en talið er að leikarnir skapi rúmlega 150 þúsund ný störf. Milljörðum punda verður varið í að undirbúa Lundúnir fyrir leikana og verður miklum fjármunum varið í að byggja íþróttaleikvanga og fleira. Yfirvöld hafa þó varað við að vöntun á fagkunnáttu skapi alvarleg vanda- mál. Landssamtök byggingameistara hafa hvatt stjórnvöld til að taka á þessari vöntun eins fljótt og auðið er. Byggingariðnaðurinn þarf nú þegar 430 þúsund nýliða á næstu fjórum árum en þessi tala gæti tvöfaldast vegna leikanna. Ólympíuleikarnir skapa ný störf BJARTSÝNI RÍKIR MEÐAL VINNUAFLS Í ENGLANDI VEGNA ÓLYMPÍULEIKANNA ÁRIÐ 2012. Þúsundir starfa horfin Æ FÆRRI VINNA Í SJÁVARÚTVEGI OG IÐNAÐI VEGNA HÁS GENGIS KRÓNUNNAR. Mikil vinna í boði á Höfn EINUNGIS ÁTTA MANNS ERU Á ATVINNULEYSISSKRÁ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var að vonum glaður þegar tilkynnt var um að Ólympíuleikarnir 2012 yrðu haldnir í London. Starfsmenn í kjarnorkugeiranum geta átt á hættu að fá krabbamein vegna vinnu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.