Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 43
og opnaði undir nafninu Gallery
120.
„Vinur minn er heimsklassa
kokkur sem leiddist á sínum
vinnustað og langaði að breyta til.
Á þessum árum fékk matarmenn-
ing Breta uppreisn æru og gour-
met-veitingastaðir opnaðir vítt og
breitt um Lundúnir. Eftir fjögurra
mánaða endurbætur opnuðum við
með pompi og prakt, og staðurinn
fékk einróma lof matargagn-
rýnenda. Mér þótti vænt um að Ís-
lendingar lögðu leið sína til mín
og yndislegt að heyra ylhýrt móð-
urmálið aftur. Það endurnýjaði
tengsl mín heim sem ég hafði lát-
ið reka á reiðanum meðan Mich-
ael háði dauðastríðið,“ segir Ingi
Þór, sem átti í stormasömu ástar-
sambandi meðan á veitingarekstr-
inum stóð.
„Sá maður kom inn í líf mitt
árið sem Michael dó. Ég hafði ver-
ið varaður við honum og meira að
segja var búið að gera um hann
breskan sjónvarpsþátt þar sem
hann var útlistaður sem þjóð-
þekktur skúrkur. Ég var því ekki
að æða í ástarsamband við mann
sem ég vissi ekkert um, heldur
leit á það sem hreina áskorun og
verkefni að leysa. Það tók hann
um þrjú ár að rústa líf mitt, en þá
var hann búinn með allt sem ég
átti og búinn að gera sitt plan
byggt á öllum mínum eigum, auk
þess sem hann plataði mig til að
skrifa undir ýmis fjármálaplögg,“
segir Ingi Þór sem umsvifalaust
fór í mál við ástmann sinn, sem
hann og tapaði.
„Þar unnu á móti mér mínar
eigin undirskriftir, en af þessum
mistökum lærir maður. Mér tókst
að selja veitingastaðinn og kom-
ast frá þeim rekstri með höfuðið
aðeins upprétt, sá staður er enn til
og gerir það ljómandi gott.“
Sundið fann hann aftur
Á þessum tímamótum ákvað Ingi
Þór að flýja heimsborgina
London. Hann hringdi í góða vin-
konu sína, Þóru Guðmundsdóttur
hjá Atlanta, sem bauð honum
starf sem flugþjónn í Manchester.
Þar sem hann vann í tvö ár á með-
an hann kom sér fyrir í nýjum
heimkynnum.
„Svo var það einn daginn að ég
ákvað að bregða mér í sund hjá
íþróttaklúbbi samkynhneigðra
hér í bæ. Mér til mikillar furðu
voru þá 140 manns á æfingu með
þremur þjálfurum í stórum
klúbbi. Ég gaf mig fram sem
sundmaður við þjálfarana og
reyndist vera hraðskreiðasti
sundmaður klúbbsins, sem er fyr-
ir 25 ára og eldri. Fólkið í honum
er yndislegt, allt frá hjartaskurð-
læknum til verkamanna, engin
stéttaskipting finnanleg, eins og
annars er títt á Bretlandseyjum.
Þarna eru allir jafnir og vinna
saman að markmiðum sínum,“
segir Ingi Þór, sem undir eins var
settur í keppnislið klúbbsins og
sendur á Evrópuleika samkyn-
hneigðra í München í fyrra. Hann
kom heim með sex gullverðlaun,
auk þess að vera valinn íþrótta-
maður leikanna.
„Þá voru liðin nákvæmlega
tuttugu ár síðan ég keppti á
Ólympíuleikunum í Los Angeles,
þar sem ég kynntist sundkappan-
um Mark Spitz. Mér þótti gleðileg
sú tilviljun að Evrópukeppnin var
háð í sömu sundlaug og Spitz vann
sín sjö Ólympíugull í München
1972, einmitt fyrstu Ólympíuleik-
arnir sem ég man eftir að hafa
horft á,“ segir Ingi Þór, en á Evr-
ópuleikum samkynhneigðra
kepptu 9.000 keppendur við fögn-
uð 180 þúsund áhorfenda í 22
íþróttagreinum.
„Þetta var draumi líkast og
þegar ég kom heim til Manchester
var mér haldin hátíð í ráðhúsinu
og líf mitt tók u-beygju. Sundið
hafði fundið mig og leitað uppi að
nýju. Eftir Evrópuleikana fann ég
þau áhrif sem ég get haft á ungt,
samkynhneigt fólk, sem oft veit
ekki hvar það getur fundið sig
nema á dimmum börum innan um
aðra samkynhneigða. Það veit
ekki um alla þessa yndislegu
íþrótta-, leiklistar- og myndlistar-
klúbba, og því gerðist ég baráttu-
maður bresku ríkisstjórnarinnar í
Norðvestur-Englandi þar sem ég
kynni íþróttir og listir, undir nafn-
inu Proud Britain. Verkefnið hef-
ur svo undið upp á sig og yndis-
legt að vinna að því sem gengur
svo afskaplega vel.“
Andlit Evrópu
Ingi Þór er önnum kafinn maður,
með mörg járn í eldinum. Hann er
aðalframkvæmdastjóri Pride
Games í Manchester, vinnur hörð-
um höndum að því að fá Evrópu-
leika samkynhneigðra til borgar-
innar árið 2008 og sér um öll mót
erlendis fyrir klúbbinn heima,
sem eru um tólf á ári, ásamt því
að keppa sjálfur, nú síðast í
Hollandi um síðustu helgi til fimm
gullverðlauna.
„Breska heilbrigðisþjónustan
vill gera ýmislegt til að bæta líf
borgaranna og Bretar eru al-
mennt opnir fyrir hugmyndum
annarra og tilbúnir að hrinda
þeim í framkvæmd. Þannig var ég
fenginn á hugmyndafund til að
finna leið til sameina unga og
aldna. Ég fór að hugsa um ömmu á
Akranesi, hve sterk og mótandi
áhrif hún hafði á mig, hvað mér
þótti gott að vita af henni og allar
góðu stundirnar okkur saman. Þá
kom upp úr kafinu að fæstir af
yngri kynslóðum Bretlands hafa
kynnst ömmum sínum og öfum,
enda allir meira og minna upp-
teknir af sjálfum sér. Börn nútím-
ans eru að missa af tækifærinu til
að heyra visku og sögur elstu kyn-
slóðanna. Því kom ég með þá hug-
mynd að virkja gamla fólkið í
íþróttir og allt síðan í vetur hafa
íþróttamannvirki skólanna verið
notuð til íþróttaiðkana fyrir elstu
borgarana í samstarfi við börn og
unglinga. Verkefnið hefur farið
geysilega vel af stað,“ segir Ingi
Þór sem nú hefur verið valinn
andlit Evrópu fyrir Heimsleika
samkynhneigðra íþróttamanna
sem haldnir verða í Montreal í
Kanada á næsta ári.
„Ég leyfi fúslega að andlit mitt
og reynsla sé notað öðrum til
framdráttar. Þeir kalla mig
„Icelandic not so secret weapon“ í
fjölmiðlum, sem mér finnst
óskaplega gaman,“ segir Ingi Þór
glaðlega og vill ólmur koma Ís-
landi á kortið í starfi sínu um all-
an heim.
„Ég ferðast mikið og alltaf með
íslenska og breska fánann með
mér. Það vekur ætíð athygli að
vera Íslendingur og kominn tími
til að Ísland fái meiri athygli, auk
þess sem ég vil gjarnan koma
heim og fá íslenska homma og les-
bíur til að keppa í útlöndum. Mér
þætti heiður að vinna að stofnun
slíks íþróttaklúbbs, því íþróttir
eru fyrir alla og lykill að ævintýr-
um og ferðalögum sem gera mann
ríkari að vinum frá ólíkum lönd-
um, auðgar hugsunarhátt og víkk-
ar sjóndeildarhringinn. Þar eiga
allir að hafa sama tækifæri, hvort
sem þeir eru svartir eða hvítir,
ungir eða gamlir, samkynhneigðir
eða annað,“ segir Ingi Þór sem
býður áhugasömum að senda sér
línu á ingithor14@hotmail.com.
Heppnastur í heimi
Ingi Þór er eldhugi, alltaf með
opin augu og eyru, tilbúinn að
berjast fyrir minnihlutahópum. Á
dögunum var hann á kynningar-
fundi vegna íþróttamála í
Manchester, þar sem hann hitti að
máli strák sem vinnur með börn-
um í blökkumannahverfum borg-
arinnar.
„Sama kvöld var landsleikur
Englands og Norður-Írlands á Old
Trafford, heimavelli Manchester
United. Strákurinn sagði vinnu
sína erfiða því börnin væru von-
lítil og fyndust þau ekki eiga rétt
til jafns við aðra í þjóðfélaginu.
Ég vissi að til voru fimmtíu miðar
á landsleikinn og linnti ekki látun-
um fyrr en þeir voru komnir í
mínar hendur. Svo fórum við með
fimmtíu krakka úr hverfinu á
völlinn og grétum af geðshrær-
ingu við það eitt að fylgjast með
augum barnanna standa á stilkum
af hrifningu í stúkunni. Eftir leik-
inn fengu þau að heilsa upp á
landsliðsmennina og hlotnaðist
því meira en hinum almenna
miðakaupanda, staðfesting á
þeirra jafna rétti til sjálfsagðra
lífsgæða á við alla hina,“ segir
Ingi Þór, sem vegna anna við
íþróttaviðburði og mannúðarstörf
hefur lagt leiklistina á hilluna í
bili.
„Ég lék mikið eftir að ég lauk
námi, lék meðal annars í sjón-
varpsþáttunum Roughnecks og
Touching Evil með Robson Green
og sýndir voru í íslenska ríkis-
sjónvarpinu, auk mýmargra aug-
lýsinga og eitt leiktímabil hjá leik-
húsinu í Blackpool. Leiklistin er
skemmtileg, en ég má ekki vera
að henni lengur. Það nærir mig og
gleður nóg hvað vinir mínir úr
skólanum hafa gert það gott, eins
og hjónakornin Paul Bettany og
Jennifer Conelly Óskarsverð-
launahafi,“ segir Ingi Þór sem tel-
ur sig heppnasta mann í heimi.
„Ég myndi engu vilja breyta og
er hamingjusamur með lífið.
Sundið var minn háskóli og þótt
ég hafi þurft langan tíma til að sjá
það er ég á réttum stað í dag, geri
allt það sem mig áður hafði
dreymt um.“
SUNNUDAGUR 10. júlí 2005 23
Gestamóttaka
á Nesjavölllum
og Hellisheiði
Orkuveitan starfrækir gestamóttöku
á Nesjavöllum (Nesjavallavirkjun)
og í Skíðaskálanum í Hveradölum
(fyrirhuguð Hellisheiðarvirkjun).
Gestamóttaka er opin
á báðum stöðum
mánudaga-laugardaga kl. 9-17
og sunnudaga kl. 13-18.
Allar nánari upplýsingar
í síma 516 6000 og á www.or.is
Aðgangur er ókeypis.
OPIÐ
UM HELGINA
www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
RK
2
87
51
06
/2
00
5
Stundum kemur í
mig eftirsjá, en þetta ætl-
uðu örlögin mér. Í dag er ég
43 ára og syndi á tímum
ekki svo langt frá mínu allra
besta um tvítugt. Sennilega
kæmist ég enn í úrslitin
heima.“
,,
Michael var lengi mjög
veikur og alls tók hann þrjú og
hálft ár að deyja. Síðustu tvö
árin var hann kominn í hjóla-
stól, orðinn blindur og aðeins
29 kíló. Ég tók mér frí frá störf-
um síðustu þrjú árin til að ann-
ast hann sem neitaði alfarið að
gefast upp. Hann sleppti ekki
takinu á lífinu fyrr en ég bað
hann að fara, því ég gæti ekki
meira.“
,,
SUNDIÐ LEITAÐI HANN UPPI Ingi Þór sagði skilið við sundferilinn á hátindinum um
tvítugt þegar hann þurfti ráðrúm og frelsi til að koma út úr skápnum. Fyrir tilviljun
heimsótti hann íþróttaklúbb samkynhneigðra í Manchester þegar hann ætlaði einungis að
fá sér hressandi sundsprett. Í ljós kom að Ingi Þór var hraðskreiðastur allra þeirra 140
sundmanna sem voru á æfingu þann daginn..