Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 34
ATVINNA TILKYNNINGAR 8 Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði Hjúkrunarforstjóri Dvalar – og hjúkrunarheimiið Hornbrekka óskar að ráða hjúkrunarforstjóra frá og með 1. sept. 2005. Laun eru samkv. kjarasamningi Fél. ísl. hjúkrunarfræðinga. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilskrá, afriti af prófskríteinum og leyfisbréfum berist til: Hornbrekku Ólafsfirði, b.t. forstöðumanns, v/ Ólafsfjarðar- veg, 625 Ólafsfjörður. Umsóknarfrestur er til 25. júlí 2005. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Guðlaugsson, forstöðu- maður í síma 466-4050; netfang: runar@hgolafsfjardar.is Síðastliðið ár hefur staðið yfir endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar. Markmið endurskoðunarinnar er að stuðla að skynsamlegri landnotkun í sveitarfélaginu. Á seinni borgarafundi þriðjudaginn 12. júlí 2005 verða lagðar fram hugmyndir að endurskoðuðu aðalskipulagi. Fundurinn fer fram í Grunnskólanum í Hveragerði og hefst hann kl. 20.00. Á fundinum verða kynntar skipulagshugmyndir bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og í umræðum á eftir gefst bæjarbúum tækifæri á að segja skoðun sína á þeim og koma með ábendingar er varða stefnumótun bæjarfélagsins. Greinargerð og skipulagshugmyndir má jafnframt finna á heimasíðu Hveragerðisbæjar en þar gefst tækifæri til að kynna sér skipulagshugmyndir, nálgast skipulagsgögn og koma ábendingum á framfæri. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar. www.hveragerdi.is Borgarafundur um aðalskipulag í Hveragerði 12. júlí 2005 Íbúðir óskast Reykjavikurborg hefur samið við Félagsmálaráðuneytið um að taka á móti flóttamönnum frá Kólumbíu og fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Vegna komu flóttamannana til Reykjavíkur óskar Velferðarsvið Reykjavíkurborgar eftir að taka á leigu 3, 4 og 5 herbergja íbúðir á svæði 101, 105 og 108. Leigutími er til amk 1 árs frá 1sta ágúst næstkom- andi. Áhugasamir sendi tilboð merkt „leiguíbúðir“ til Velferðarsviðs Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, (Hafnarhúsið, 3ja hæð) fyrir 15. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Drífa Kristjánsdóttir verkefnisstjóri í síma 4119000, netfang: drifa.kristjansdottir@reykjavik.is Opin hönnunarsamkeppni um kennimerki (lógó) SSNV Góð Verðlaun fyrir bestu tillöguna Samtök sveitafélaga á Norðurlandi vestra, skammstafað (SSNV) standa fyrir opinni hönnunarsamkeppni um kenni- merki (lógó) sambandsins og lýsa hér með eftir tillögum. Kennimerkið skal vera einkennandi fyrir starfssvið SSNV. Öll sveit- arfélög á vestanverðu Norðurland sem ekki eru aðilar að öðrum landshlutasamtökum sveitarfélaga eru aðilar að samtökunum. Starfsvæði samtakanna er allt Norðurland vestra. Helstu markmið samtakanna eru fólgin í því að stuðla að hagsmunum sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra og styrkja þjóðfélagslega stöðu lands- hlutarins. Verkefni og verksvið samtakanna eru margvísleg. Meðal helstu verkefna samtakann eru: • viðamikil atvinnuþróunarstarfsemi þar sem starfandi eru fjórir atvinnuráðgjafar. • umsjón með málefnum fatlaðra þar sem starfandi verkefnisstjóri leiðir sér skipaðan þjónustuhóp • fjármál og bókhald Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra eru einnig á höndum samtakanna Hugmyndum að kennimerki skal skila full frágengnum. Öllum áhugasömum er frjálst að taka þátt í samkeppninni. Tillög- ur skal senda til skrifstofu SSNV á Hvamstanga undir dulnefni og nafn hönnuðar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Tillögur á tölvu- tæku formi skulu vera á JPG, TIF, BMP eða PDF formi og vistaðar á geisladisk. Tillögur þurfa að hafa borist fyrir 22. ágúst 2005. Vin- samlegast merkið umslagið með SSNV, lógó. Dómnefnd tilnefnd af stjórn SSNV mun velja verðlaunamerkið úr innsendum tillögum. Verðlaunamerkið (lógóið) verður alfarið eign samtakanna að samkeppni lokinni og geta þau því nýtt sér merk- ið eða breytt eftir þörfum. Dómnefndin áskilur sér þann rétt að hafna öllum tillögum ef svo ber undir. Sú tillaga sem valin verður hlýtur kr. 100.000 í verðlaunafé. Frekari upplýsingar veitir Gudrun Kloes gudrun@anv.is og í símum s. 455-2515 eða 898 5154 eða Jakob Magnússon í síma 895 0730 Samband sveitafélaga á Norðurlandi vestra Höfðabraut 6 530 Hvammstangi www.ssnv.is ssnv@ssnv.is Greiðsla olíugjalds Tollstjórinn í Reykjavík vekur athygli á lögum nr. 71/2005 um breytingu á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum. Þar kemur fram að aðilar sem ekki eru gjaldskyld- ir skv. 3. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., skuli senda tollstjóra upplýs- ingar um birgðir af olíu sem fellur undir gildissvið þeirra laga og er í þeirra eigu eða vörslu 1. júlí 2005 ef þær eru yfir 5.000 lítrum. Ríkisskattstjóri heldur skrá yfir gjaldskylda aðila skv. 3. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kíló- metragjald o.fl. sem eru; 1.þeir sem framleiða eða stunda aðvinnslu olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr., 2. þeir sem flytja inn, til endursölu eða eigin nota, olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr., 3. þeir sem kaupa olíu innan lands til endursölu. Aðilar sem ekki eru gjaldskyldir skv. framan- greindu skulu senda tollstjóra þar sem aðili á lög- heimili, upplýsingar um birgðir af olíu sem fellur undir gildissvið laga nr. 87/2004 um olíugjald og kílómetragjald o.fl., og var í þeirra eigu eða vörslu 1. júlí s.l. ef þær eru yfir 5.000 lítrum. Með öðrum orðum er það eiganda eða vörsluhafa olíu að hafa frumkvæði að því að upplýsa um birgðir ef þær fara yfir 5.000 lítra. Aðilum sem ekki eru gjaldskyldir ber að greiða ol- íugjald af heildarbirgðum sínum í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2004 en gjaldið er 41 kr. á hvern lítra af olíu. sbr. lög nr. 70/2005, um breyt- ingu á lögum nr. 87/2004. Um undanþágur frá greiðslu olíugjalds fer eftir ákvæðum laga nr. 87/2004 um olíugjald og kílómetragjald o.fl. Framangreindir aðilar skulu hafa frumkvæði að því að skila olíugjaldi til tollstjóra eigi síðar en 15. ágúst n.k. Allar frekari upplýsingar veita tollstjórar. Tollstjórinn í Reykjavík F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar: Ýmis smærri verkefni II, 2005. Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur, frá og með miðvikudeginum 13. júlí. Opnun tilboða: 26. júlí 2005, kl. 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 10610 Nánari upplýsingar er að finna á: www.reykjavik.is/utbod. HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ VINNA Á MEÐFERÐAR- HEIMILI FYRIR EINHVERFA? Við hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness erum að leita eftir stuðningsfulltrúum og félagsliðum til starfa á meðferðarheimili fyrir einhverfa í Kópavogi. Um er að ræða vaktavinnu í mismunandi starfshlut- föllum. Leitað er eftir duglegum og áhugasömum einstaklingum sem er að leita sér að spennandi starfi til lengri tíma. Á meðferðarheimilinu er unnið eftir aðferðum atferlismótunar. Í boði er: • Öflugur stuðningur í starfi og þjálfun • Námskeið • Sveigjanlegur vinnutími Nánari upplýsingar um starfið og önnur störf hjá Svæðis- skrifstofu eru veittar á skrifstofutíma í síma 525-0900. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu okkar að Fjarðargötu 13-15 eða á www.smfr.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.