Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 24
6
ATVINNA
Viðhald
Steypustöðin hefur opnað nýjan leigumarkað með
byggingakrana, steypumót, vinnupalla, spjótalyftur og
gámahús. Steypustöðin óskar að ráða starfsmann í
uppsetningar og viðhald á þessum tækjum.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á Malarhöfða 10
eða á rafrænu formi á netfangið
arni@steypustodin.is. Árni svarar fyrirspurnum í síma
840-6830.
Umsóknarfrestur er til 15.júlí 2005.
Framleiðsla
Steypustöðin Járn & Lykkjur óskar að ráða
starfsmann í framleiðslu. Starfið felst í afgreiðslu
járnpantana, vinnu við tölvustýrða beygjuvél sem
framleiðir úr kambstáli, vinnu við suðu á kambstáli
og umsjón með járnalager.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á Malarhöfða 10
eða á rafrænu formi á netfangið
ingi@steypustodin.is.
Umsóknarfrestur er til 15.júlí 2005.
Leitað er að ábyrgum, samviskusömum
einstaklingum sem er röskir, nákvæmir og
samstarfsliprir með frumkvæði og sjálfstæði í
vinnubrögðum. Vinnutími er frá kl. 8-18 virka daga.
Umsækjendur þurfa að hafa vilja til að taka þátt í
þróttmikilli og metnaðarfullri starfssemi okkar þar
sem öryggi, þjónusta og vörugæði eru í fyrirrúmi.
Steypustöðin ehf. er framsækið þjónustu og
framleiðslufyrirtæki sem skapar ásamt
viðskiptavinum sínum verðmætar gæðalausnir.
Fyrirtækjaþjónusta
Óskum að ráða þjónustufulltrúa í þjónustulið okkar á
Reykjavíkursvæðinu. Starfið felst í þjónustuvitjunum til
viðskiptvina, vöruafgreiðslu ofl.. Viðkomandi þarf að hafa
góða framkomu, vera líkamlega vel á sig kominn, stund-
vís og áreiðanlegur. Vinnutími frá 08.00-17.00.
Áhugasamir sendi umsókn með greinargóðum upplýs-
ingum um sig og starfsferil á afgreiðslu blaðsins, merkt
Selecta, eða með tölvupósti til: hjortur@selecta.is fyrir
15. júlí n.k.
Selecta er þjónustufyrirtæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum fyrir
margs konar þjónustu á sviði matar og drykkja með uppsetnigu og
rekstri á kaffivélum, vatnskælum, sjálfsölum ofl. Selecta er fram-
sækið þjónustufyrirtæki sem leggur mikla áherslu á gæði þeirrar
þjónustu sem það veitir. Selecta hefur starfað á Íslandi í rúm 10 ár
og er hluti af Compass Group Plc. sem er stærsta þjónustufyrirtæki
heims á þessu sviði með yfir 400 þúsund starfsmenn.
Starfsmenn
í grænmetisvinnslu
Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða starfsmenn
til starfa í vinnslu fyrirtækisins í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Reynisson, fram-
leiðslustjóri í síma 575-6054.
Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is
KÓPAVOGSBÆR
Frá Lindaskóla
• Umsjónarkennara vantar til starfa á
yngsta stigi á komandi skólaári.
Laun samkv. kjarasamningi Launanefndar sveitar-
félaga og KÍ.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Gunnsteinn
Sigurðsson í síma 861 7100
Hvetjum karla
jafnt sem konur
til að sækja
um starfið.
KÓPAVOGSBÆR
Frá Félagsþjónustu
Kópavogs
• Óskað er eftir að ráða jákvæðan og
hugmyndaríkan starfsmann í hlutastarf
til að starfa með 14 ára fötluðum dreng,
einn til þrjá eftirmiðdaga í viku og hugsan-
lega aðra hverja helgi. Um er að ræða
tímabundna ráðningu frá 22. ágúst 2005 til 1.
júní 2006. Æskilegt er að viðkomandi sé með
uppeldismenntun og/eða reynslu af starfi
með fötluðum.
Nánari upplýsingar veitir fulltrúi í þjónustudeild
fatlaðra í síma 570 1400.
netföng:
gudlaugo@kopavogur.is og
astath@kopavogur.is
Kennarar uppfræða og leiðbeina nemend-
um á öllum skólastigum. Þeir kanna kunn-
áttu þeirra og leggja fyrir þá próf. Störf kenn-
ara ráðast mikið af því á hvaða skólastigi
þeir kenna og vissulega er mikill munur á
starfi leikskólakennarans og háskólakennar-
ans. Þá er starf kennara einnig misjafnt eftir
því hvaða greinar þeir kenna.
NÁM
Við Kennaraháskóla Íslands eru fimm braut-
ir: Grunnskólabraut, íþróttabraut, leikskóla-
braut, tómstundabraut og þroskaþjálfabraut.
Nám til B.Ed. prófs við KHÍ tekur þrjú ár og
er 90 einingar.
Kennaradeild Háskólans á Akureyri býður
upp á tvær brautir: grunnskólabraut og leik-
skólabraut. Á báðum brautum er um að
ræða þriggja ára, 90 eininga nám sem lýkur
með B.Ed.-prófi.
Háskóli íslands, Háskólinn á Akureyri og
Kennaraháskóli Íslands bjóða allir upp á eins
árs nám í kennslufræði til kennsluréttinda.
Kennsluréttindanámið er ætlað þeim sem
lokið hafa háskólaprófi og vilja fá réttindi til
að kenna sitt fag í framhaldsskólum og í
elstu bekkjum grunnskólans.
INNTÖKUSKILYRÐI
Stúdentspróf er nauðsynlegt til að komast
inn í HA eða KHÍ. Mikil ásókn er í námið og
komast færri að en vilja. Til að hefja
kennsluréttindanám við HÍ, HA eða KHÍ
verður að hafa háskólapróf eða meistarapróf
í iðngrein.
HELSTU NÁMSGREINAR
Eins og gefur að skilja eru námsgreinar æði
ólíkar þótt einhver sameiginlegur kjarni sé
alltaf til staðar. Í sameiginlegum kjarna eru
til að mynda námskeið í uppeldisfræði, sál-
fræði, félagsfræði og kennslufræði. Þeir sem
læra að verða grunnskólakennarar velja sér
sérsvið. Við Háskólann á Akureyri eru sviðin
þrjú en við Kennaraháskóla Íslands eru níu
kjörsvið í boði.
Hluti námsins felst í æfingakennslu og vett-
vangsnámi.
AÐ LOKNU NÁMI
Starfsheiti og starfsréttindi kennara eru lög-
vernduð og enginn má kalla sig kennara
nema hafa leyfisbréf frá menntamálaráðu-
neytinu.
STARFIÐ
Kennarar stunda kennslu á öllum skólastig-
um. Þeir starfa hjá ríkinu eða sveitarfélögum
og einhverjir eru sjálfstætt starfandi, til
dæmis tónlistarkennarar. Kennaranám nýtist
vel í öllu starfi sem snýr að uppeldis- og
menntamálum og þeir kennarar sem ekki
stunda beina kennslu starfa þess vegna á
víðum vettvangi.
Undanfarin ár hefur menntuðum kennurum
fjölgað verulega og nýútskrifaðaðir kennarar
erfiðara með að fá starf við kennslu en oft
áður. Víða á landsbyggðinni er þó enn skort-
ur á menntuðum kennurum.
LAUN OG KJÖR
Eins og flestum er kunnugt um eru laun
kennara ekki sérlega há. Leikskólakennarar
eru láglaunastétt og flestir kannast við kjara-
baráttu grunnskólakennara. Kennarastéttin
er ein lægst launaða stétt háskólamenntaðra
manna. Vonandi verður bót á því í framtíð-
inni enda göfugt og metnaðarfullt starf sem
fer fram innan veggja skólanna.
Grunn- og framhaldsskólakennarar fá gott frí
yfir sumarið þótt það styttist ár frá ári.
Hvernig verður maður …
Starf kennarans er fjölbreytt og skemmtilegt. Kennarar uppfræða nemendur og leiðbeina við ýmis
verkefni.
Kennaranám er þriggja ára háskólanám sem
lýkur með B.Ed. gráðu.
Leikskólar eru ekki geymslustaðir fyrir börn. Þar
fer fram metnaðarfullt starf sem er skipulagt af
vel menntuðum leiksskólakennurum.
… kennari
Dansrækt JSB óskar eftir
líkamsræktarkennurum og
dönsurum í eftirtalin störf:
Hjá líkamsræktardeild: Líkamsræktarkennsla í sal
– kennsla í tækjasal – kennsla í Rope Yoga
Hjá dansdeild: Jazzballettkennsla fyrir börn og ung-
linga, bæði byrjendur og framhaldsnemendur
Vinsamlegast sendið umsókn með ferilupplýsingum
til Dansræktar JSB, Lágmúla 9, 108 Reykjavík eða
í jsb@jsb.is fyrir 1. ágúst 2005.