Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 54
Sjónvarpsstöðin Sirkus er alltaf í ólæstri dagskrá. Stöðin verður á rásinni þar sem Popp Tíví er núna. Popp Tíví verður á annarri rás á Digital Ísland. Í KVÖLD Á SIRKUS FYLGSTU MEÐ! MIAMI UNCOVERED KL. 20:00 NEWLYWEDS KL. 21:00 ROAD TO STARDOM KL. 22:00 Meðal kvikmynda sem fengu styrk hjá Kvikmyndamiðstöð- inni var Köld slóð sem áður gekk undir vinnuheitinu Virkj- unin. Það er Kristinn Þórðarson sem skrifar handritið en Björn Brynjólfur Björnsson mun leik- stýra. Myndin er samstarfs- verkefni Strom og Spark auk danskra aðila. Reiknað er með að myndin verði tekin upp í febrúar á næsta ári og að hún verði frumsýnd næsta haust ef allt gengur að óskum. Köld slóð er spennutryllir og fjallar um blaðamann sem rann- sakar dularfullt dauðsfall við virkjun uppi á hálendi. „Hún á að gerast um hávetur en þá á virkjunin að vera algjörlega innikróuð og ekki að vera hægt að komast þangað,“ segir Björn. Að hans sögn mun myndin vera tekin upp að einhverjum hluta upp á Sultartanga og við Búrfell en virkjunin mun ekki vera til í alvörunni. Búið er að ganga frá ráðn- ingu í tvö aðalhlutverkin en það verður Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur blaðamanninn en Elva Ósk Ólafsdóttir verður í aðalkvenhlutverkinu. Hvort handritið hafi verið skrifað með Þröst Leó í huga segir Björn að svo hafi ekki verið. „En þegar við litum upp úr handritinu var nafn hans eitt af þeim fyrstu sem komu upp,“ viðurkennir hann. Köld slóð hefur verið töluvert lengi í smíðum en byrjað var að vinna að henni fyrir fjórum árum síðan. „Sagan er alveg frumsamin,“ segir Björn og bætir við að spennutryllar hafi verið mjög vinsælir bæði í bók- um og erlendum myndum. Ís- lenskir spennutryllar hafa þó ekki alveg átt upp á pallborðið. „Vandinn hjá okkur er að halda trúverðugleika,“ segir Björn. „Það trúir því enginn að einhver leigumorðingi gangi um götur Reykjavíkur en það gengur kannski upp í New York eða París,“ bætir hann við. „Við verðum því að búa til trúverðugar ís- lenskar aðstæður,“ segir hann. freyrgigja@frettabladid.is 35 10. júlí 2005 FÖSTUDAGUR fiúsund mi›ar eftir á Snoop Sala miða á tónleika ofurtöffarans Snoop Dogg, sem spilar í Egilshöll- inni 17. júlí ásamt Hjálmum, For- gotten Lores og Hæstu hendinni, gengur vel. Einungis eru eftir þús- und miðar á tónleikana en þeir verða fyrir sjö þúsund manns. „Það kom smá rykkur í þetta um mánaða- mótin,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Event.is. „Það seljast í kringum tvö hundruð miðar á dag á tónleik- ana,“ bætir hann við. Snoop kom fram á Live 8 og seg- ir Ísleifur að frammistaða hans í Hyde Park hafi vakið athygli. „Ég heyrði að fólk hefði verið mjög hrif- ið,“ segir hann en Snoop er þekktur fyrir að vera mjög góður á sviði. „Hann leggur mjög mikið í þetta. Snoop gæti bara verið að túra með plötusnúði en hann er með tólf manna band sem þykir mjög gott,“ segir Ísleifur. „ Þar að auki er þetta maður með tíu ára sögu og hann höfðar því til mjög breiðs hóps,“ segir hann en fáir töffarar hafa komist upp með að syngja lög með Mariuh Carey og Justin Timberlake og samt verið svalir. „Hann er ekta,“ segir Ísleifur. freyrgigja@frettabladid.is KÖLD SLÓÐ: ÞRÖSTUR LEÓ Í AÐALHLUTVERKI Spennutryllir uppi á hálendi Íslands ... fær Auðunn Blöndal fyrir að láta það ekki á sig fá þó að félag- ar hans í Strákunum reyni að gera grín að leiklistarhæfileikum hans. HRÓSIÐ ÞRÖSTUR LEÓ Leikur harðsvíraðan blaðamann sem rannsakar dularfullt andlát í virkjun uppi á hálendi Íslands. BJÖRN BRYNJÓLFUR Segir vissulega erfitt að búa til trúverðuga íslenska spennutrylla. ELVA ÓSK Er að verða helsta glæpamyndaleikkona Íslands því auk þess að leika í Kaldri slóð á hún að vera í Mýrinni og var þar að auki í danska sakamálaþættinum Erninum. SNOOP DOGG Miðasalan á Snoop gengur mjög vel en um þúsund miðar eru eftir á tónleika rapphundsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á MARGRÉTI MARTEINSDÓTTUR FRÉTTAMANNI Á SJÓNVARPINU. Stjórnsemin er bæ›i kostur og galli Hvernig ertu núna? Mjög hamingjusöm. Ég er í sumarfríi. Augnlitur: Blár. Starf: Fréttamaður hjá Sjónvarpinu. Stjörnumerki: Sporðdreki. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Hvaðan ertu? Úr Reykjavík. Helsta afrek: Börnin mín tvö. Helstu veikleikar: Stjórnsemi. Helstu kostir: Ætli það sé ekki stjórnsemin líka. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir og fréttatengdir þættir. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Kvöldgestir Jónasar og Rokk- landið hans Óla Palla. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldsveitingastaður: Tapasbarinn. Uppáhaldsborg: París. Mestu vonbrigði lífsins: Að hafa ekki lært á píanó og vera ekki búin að blása ryki af frönskunni. Áhugamál: Fólk. Viltu vinna milljón? Já, takk. Jeppi eða sportbíll: Hvort sem er. Gæti ekki verið meira sama. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söng- kona. Hver er fyndnastur? Woody Allen og Hjalti vinur minn sem er íslenska útgáfan af Woody. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Maðurinn minn auðvitað. Trúir þú á drauga? Nei. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Fugl. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Maðkur. Áttu gæludýr? Nei. Besta kvikmynd í heimi? Betty Blue í fullri, fjögurra klukkustunda lengd. Besta bók í heimi? Glæpur og refsing eftir Dostojevskí. Næst á dagskrá? Ég er að undirbúa ferð til Spánar með fjölskyldunni. 12.11. 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.