Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 45
FÓTBOLTI Miklar vangaveltur hafa
verið uppi um framtíð nokkurra
leikmanna Real Madrid á síðustu
vikum og mánuðum og svo virðist
sem knattspyrnustjóranum brasil-
íska þyki nóg komið af svo góðu.
Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér
framtíð þeirra Luis Figo, Guti og
Michael Owen, því þeir eiga það
allir sameiginlegt að hafa á ein-
hverjum tímapunkti gagnrýnt þá
ákvörðun stjórans að láta þá
verma varamannabekk liðsins.
Michael Owen var kannski
skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri
tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra,
því að markaskorun hans miðað
við leiknar mínútur var með af-
brigðum góð. Talið var líklegt að
Owen myndi því íhuga að koma
aftur til Englands í ár, því ekki hef-
ur staðið á áhuga félaga í heima-
landi hans, auk þess sem leikmað-
urinn vill að sjálfsögðu fá næg
tækifæri til að tryggja sig í enska
landsliðið sem tekur þátt á heims-
meistaramótinu í Þýskalandi
næsta sumar.
Eru allir partur af liðinu
Wanderlei Luxemburgo hefur
nú tekið af allan vafa með framtíð
leikmannanna.
„Ef menn ætla að vera í hópn-
um með það fyrir augum að vera
alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir
einfaldlega að leita eitthvert ann-
að. Við kaupum leikmenn til Real
Madrid til að vera partur af leik-
mannahópi liðsins, ekki til að byrja
alltaf inn á. Það eru endalausar
vangaveltur í gangi með Michael
Owen og menn tala sífellt um að
hann sé á leið frá félaginu. Málið
er einfalt, hann er samningsbund-
inn Real, alveg eins og Luis Figo og
hvort þeir byrja inn á eða ekki hef-
ur ekkert með málið að gera,“
sagði Luxemburgo, sem undir-
strikaði jafnframt hver það væri
sem réði hlutunum.
„Það er ég sem ræð því hverjir
eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel
að menn eigi ekki að vera í liðinu,
eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði
um að hann væri ósáttur við að fá
ekki að spila meira og talaði um að
fara frá liðinu. Hann hefði átt að
hætta að tala um það og gera eitt-
hvað í því í staðinn, en staðreyndin
er bara sú að hann fann ekkert lið
sem vildi hann, þannig að honum
væri hollast að hafa sig hægan,“
sagði Luxemburgo ákveðinn og
greinilegt er að hann ætlar ekki að
láta leikmenn sína spila með sig.
Framtíðin orðin óljós
Miðað við þessar yfirlýsingar
knattspyrnustjórans gæti framtíð
Michaels Owen hjá Real verið
nokkuð óljós, því með tilkomu enn
eins framherjans, ungstirnisins
Robinho, er ljóst að samkeppnin
um framherjastöðurnar í liðinu
verður enn harðari en hún var á
síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig
orðið til þess að kveikja aftur í
orðrómi þess efnis að Owen snúi
aftur til Englands og hafa Arsenal,
Chelsea og gamla félagið hans
Liverpool, öll verið nefnd til sög-
unnar í þeim efnum.
baldur@frettabladid.is
SUNNUDAGUR 10. júlí 2005 25
Ryan Giggs hjá Manchester Unitedsegist viss um að lið sitt geti veitt
meisturum Chel-
sea verðuga
keppni um titilinn
á næsta keppnis-
tímabili. „Ég veit
að bilið milli okk-
ar og Chelsea var
mikið í deildinni á
síðustu leiktíð, en
mér finnst við vera með alveg jafn
gott lið og þeir. Í mínum huga er
þetta bara spurning um einbeitingu.
Hún var oft á tíðum ekki til staðar
hjá okkur á síðustu leiktíð og ég veit
að knattspyrnustjórinn mun leggja
sérstaka áherslu á að kippa þessu í
liðinn í framtíðinni,“ sagði Giggs.
Rafael Benitez, knattspyrnustjóriLiverpool, segir að áframhaldandi
vera þeirra Stevens Gerrard og
Jamie Carragher hjá félaginu sé
ómetanleg fyrir framtíðaráform sín
með liðið. „Það eru
margir frábærir leik-
menn hjá Liverpool,
en mikilvægi þess
að hafa heimamenn
í liðinu verður ekki
metið til fjár. Stuðn-
ingsmenn liðsins
hafa myndað mikil
tengsl við þessa leikmenn, sem hafa
komið upp úr unglingaliðum félags-
ins og því eru þeir lykilmenn í hópn-
um af fleiri ástæðum en þeim sem
gefa augaleið,“ sagði Benitez.
Ensku landsliðsmennirnir hjá Chel-sea, John Terry og Frank
Lampard, eru báðir á góðum bata-
vegi eftir að hafa gengist undir að-
gerðir í sumarfríinu og
talið er að þeir verði
klárir í slaginn með
liðinu í fyrsta æfinga-
leik sumarsins við
Wycombe á miðviku-
dag. „Þetta er senni-
lega lengsta frí sem
ég hef fengið síðan
ég varð atvinnumað-
ur, þannig að ég
hlakka til að hefjast
handa við að æfa
fljótlega,“ sagði Lampard,
sem þó telur sig eiga nokkuð í land
með að ná fullum styrk.
Ungur knattspyrnumaður að nafniCraig Gowans lét lífið í nöturlegu
slysi við æfingasvæði skoska liðsins
Falkirk á föstudag, þegar sex metra
langar súlur sem hann hélt á, rákust í
raflínur sem lágu meðfram vellinum,
með þeim afleiðingum að hann lést
samstundis. Öllum fyrirhuguðum
uppákomum og æfingaferðum liðs-
ins hefur verið aflýst í kjölfarið. Leik-
maðurinn var aðeins sautján ára
gamall og var á fullum samningi hjá
Falkirk.
Argentíski knattspyrnumaðurinnGabriel Heinze hjá Manchester
United hefur verið kosinn leikmaður
ársins af stuðningsmönnum félags-
ins. Heinze hlaut
þriðjung atkvæða
þeirra 17.000
stuðningsmanna
félgagsins sem
gáfu atkvæði og
er fyrsti leikmað-
urinn utan Evrópu
til að ljóta þessa
viðurkenningu, sem nefnd er eftir
Matt Busby, fyrrum knattspyrnu-
stjóra félagsins. Næstir í valinu komu
þeir Wayne Rooney og Christiano
Ronaldo.
ÚR SPORTINU
Ellefu menn með FH-hjartað í
Daði Lárusson – „Frábær markvörður sem er í
landsliðsklassa. Hann og Stefán eru bestu
markverðir allra tíma hjá FH.“
Auðun Helgason – „Ósérhlífinn og harður
jaxl.“
Dýri Guðmundsson – „Langbesti varnarmað-
ur sem FH hefur haft – fyrr og síðar.“
Ólafur Jóhannesson – „Leikmaður með
ódrepandi dugnað og útsjónarsemi.“
Ólafur Kristjánsson – „Rosalega grimmur og
útsjónarsamur leikmaður.“
Hilmar Björnsson – „Með skemmtilegri
leikmönnum FH, hætti of snemma í liðinu.“
Heimir Guðjónsson – „Yfirvegað-
ur og útsjónarsamur leikmaður.“
Viðar Halldórsson – „Skemmti-
legur leikmaður með FH-hjarta.“
Janus Guðlaugsson – „Var oft
ótrúlega laginn með boltann og
gaman að fylgjast með honum.“
Hörður Magnússon – „Einn besti
markaskorari Íslands fyrr og síðar,
hætti of snemma. Fæddur FH-ing-
ur og verður aldrei annað.“
Allan Borgvardt – „Lúnkinn markaskorari,
hefði viljað sjá hann spila með Herði í sókn-
inni. Mjög ólíkir leikmenn.“
„Þetta lið færi létt með að vinna Ís-
landsmótið án þess að tapa stigi og
tæki alla bikara í boði hér á landi.“
Daði
Heimir
4-4-2
LIÐIÐ MITT > MAGNÚS ÓLAFSSON SETUR SAMAN ÚRVALSLIÐ ALLRA TÍMA HJÁ FH Í FÓTBOLTANUM
Auðun Dýri Ólafur J. Ólafur K.
Borgvardt
Viðar
Hilmar Janus
Hörður
Suðurlandströllið 2005:
Verndarinn
vann í 3ja sinn
AFLRAUNIR Kópavogströllið Auð-
unn „Verndari“ Jónsson varð hlut-
skarpastur í keppninni um titilinn
„Suðurlandströllið“ sem fram fór
á Selfossi og í Hveragerði um
helgina, en keppnin var liður í
mótaröðinni Sterkasti maður
Íslands.
Sigur Auðuns var mjög naum-
ur, því hann og Kristinn Óskar
Haraldsson „Boris“ voru jafnir á
stigum fyrir lokagreinina, Atlas-
steinana, sem fram fór fyrir
framan Eden í Hveragerði.
Það var þó Auðunn sem hafði
betur að þessu sinni eftir að hafa
misst af síðustu keppni og þetta
var í þriðja skipti sem kappinn
hirðir titil þennan, en Auðunn ku
finna sig vel á Suðurlandinu eins
og titlarnir bera glöggt vitni.
Í þriðja sæti hafnaði Bergur
Guðbjörnsson og um beina lýs-
ingu sá „Úrsusinn“ Hjalti Árna-
son. - bb
Chelsea sagt vera að undirbúa risatilboð í besta knattspyrnumann heims:
FÓTBOLTI Ítalskir fjölmiðlar
greina frá því um helgina að
Chelsea ætli sér að gera 83 millj-
óna punda mettilboð í framherj-
ann Ronaldinho hjá Barcelona.
Samkvæmt heimildum ítalska
blaðsins Corriere dello Sport
myndi brasilíski leikmaðurinn fá
níu ára samning og hafa um tíu
milljónir punda í árslaun.
Umboðsmaður Ronaldinho,
Roberto de Assis, sem einnig er
bróðir hans, þvertekur fyrir að
fótur sé fyrir efni greinarinnar
og segir leikmaðurinn sé í við-
ræðum við Barcelona um að
framlengja núverandi samning
sinn við liðið um fimm ár.
Barcelona setti á sínum tíma
ákvæði í samning hans sem segir
að 100 milljón punda tilboð þurfi
að berast til að fá hann lausan frá
liðinu, en það er gert til að fæla
frá hugsanlega kaupendur. Eðli
málsins samkvæmt væru mörg
lið tilbúin til að fá leikmanninn
til sín, enda hefur hann verið
einn besti knattspyrnumaður
heims undanfarin ár og engum
dylst snilli hans.
Ronaldinho er sagður vera
ósáttur við að fyrrverandi að-
stoðarforseti liðsins, Sandro Ros-
ell, sagði af sér á dögunum, en
hann er maðurinn sem átti stór-
an þátt í að fá Ronaldinho til
Barca á sínum tíma.
Leikmaðurinn hefur þó alltaf
sagt að hann vilji vera á Spáni,
því þar líði honum og fjölskyldu
hans vel og það sé ástæða þess að
hann valdi spænskt lið fram yfir
enskt á sínum tíma. - bb
Tíu milljar›a tilbo› í Ronaldinho
Vanderlei Luxemburgo, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur gefi› út sk‡r skilabo› til leikmanna sem
hafa gert athugasemdir vi› stö›u sína í li›inu og beindi or›um sínum ekki síst til Michaels Owen.
fia› er ég sem ræ› hjá Real Madrid
LUIS FIGO Skoraði 3 mörk og átti 3 stoð-
sendingar í 33 leikjum á síðasta tímabili.
Var 26 sinnum í byrjunarliði en kom 7
sinnum inn á sem varamaður og lék alls í
2.291 mínútu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
GUTI Náði ekki að skora en átti 4 stoð-
sendingar í 31 leik á síðasta tímabili. Var
18 sinnum í byrjunarliði en kom 13
sinnum inn á sem varamaður og lék alls í
1.917 mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
MICHAEL OWEN Skoraði 13 mörk og átti 3
stoðsendingar í 36 leikjum á síðasta tíma-
bili. Var 20 sinnum í byrjunarliði en kom
16 sinnum inn á sem varamaður og lék
alls í 1.840 mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
100 MILLU MAÐURINN Chelsea myndi
slá öll met ef það festi kaup á Ronald-
inho, sem fram til þessa hefur ekki
verið til sölu. Hér fagnar hann einu
af fjölmörgum mörkum sínum fyrir
Barcelina á síðasta tímabili.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES