Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 2
2 10. júlí 2005 SUNNUDAGUR VIÐSKIPTI „Ég treysti mér einfald- lega ekki lengur til að starfa við nú- verandi stjórnarhætti hjá félag- inu,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir sem gaf skýringu á úrsögn sinni úr stjórn FL Group á hluthafafundi fé- lagsins sem haldinn var á Nordica hótel í gær. Nefndi hún þrjá þætti sem stjórnin þyrfti að lagfæra til að tryggja eðlilega stjórnarhætti. Í fyrsta lagi þykir henni verkaskipt- ing stjórnarformanns og forstjóra félagsins óskýr, í öðru lagi segir hún að tryggja þurfi að meiri hátt- ar fjárfestingar félagsins séu ræddar í stjórn áður en félagið gerist skuldbundið og í þriðja lagi segir hún félagið vanta skýra fjár- festingastefnu þar sem einungis hagsmunir félagsins eru hafðir að leiðarljósi. „Það er nauðsynlegt að viðhalda trausti almennings í félagi sem er á almennum hlutabréfamarkaði og því trausti er viðhaldið með því að virða ákveðnar vinnureglur,“ segir hún. Hannes Smárason stjórnarfor- maður sem kjörinn var til áfram- haldandi starfa sagði á fundinum að verðmæti hlutabréfa félagsins hefðu tvöfaldast á síðustu 18 mán- uðum og að hann myndi nálgast verkefni félagsins með sama hætti og áður. - jse HERJÓLFUR Tvítugur farþegi var handtek- inn við komu Herjólfs til Eyja með míkið magn fíkniefna sem hann hafði falið í bif- reið sinni. Tekinn með fíkniefni: Handtekinn í Herjólfi FÍKNIEFNAMÁL Tvítugur farþegi var handtekinn með mikið magn fíkniefna við komu Herjólfs til Vestmannaeyja klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Við leit í bifreið hans fundust 400 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni. Efnin voru falin undir mælaborði, milli sæta og í farang- ursrými bifreiðarinnar. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum er málið enn í rann- sókn en grunur leikur á að farþeg- inn hafi ætlað að selja fíkniefnin í Vestmannaeyjum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar. - jse Fjölmenni á írskum dögum: Tjalda› í húsagör›um SKEMMTANIR Mikill fjöldi fólks hef- ur lagt leið sína á Akranes en þar fara nú fram írskir dagar. Slegið hefur verið uppi stóru tjaldi við höfnina og var þar haldinn dans- leikur í gær þar sem Paparnir og Sálin hans Jóns míns héldu uppi stemningunni. Lögreglan á Akranesi telur að um 2.000 gestir séu í og við bæinn. Reyndar var veður mörgum erfitt á föstudag; bæði blautt og hvasst og brugðu margir á það ráð að tjalda milli húsa á staðnum til að búa sér næturstað í skjóli. Fulltrúar Írlands í söngva- keppninni í ár eru meðal gesta á hátíðinni. - jse Umferðarslys við Þórshöfn: Farflegi slasast í bílveltu LÖGREGLUFRÉTTIR Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, velti bifreið sem hann ók og slasaðist farþegi. Slysið átti sér stað rétt fyrir utan Þórshöfn um klukkan hálf sjö í gærmorgun. Farþeginn var sendur með sjúkraflugi á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Öku- maðurinn slapp alveg við meiðsl en mál hans eru nú til rannsóknar. Mennirnir eru frá Bandaríkj- unum og voru á leigubifreið sem er verulega skemmd. - jse ÞRIGGJA BÍLA ÁREKSTUR Öku- maður ók í veg fyrir bíl sem kom eftir Aðalgötu í Keflavík seinni part dags í gær með þeim afleið- ingum að bílarnir skullu saman og hentist annar þeirra á aðra bif- reið hinum megin við gatnamótin. Engin slys urðu á fólki en bifreið- arnar eru talsvert skemmdar að sögn lögreglunnar í Keflavík. SPURNING DAGSINS Skúli, seldir›u jólahjóli›? Já, það var allt til sölu nema konan og börnin. Meira að segja kötturinn. Skúli Gautason hélt flóamarkað á heimili sínu Litla-Garði, Akureyri, í gær. Hann söng lagið Jóla- hjól. LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA INGA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Inga Jóna segir að hún treysti sér ekki til að starfa við núver- andi stjórnarhætti hjá FL-Group. Hörð gagnrýni Ingu Jónu Þórðardóttur: Fjárfestingar ekki ræddar í stjórn Stórhættulegt birg›a- hald í heimahúsum Bíleigendur létu a›varanir um hættuna af flví a› geyma birg›ir af olíu í og vi› heimahús sem vind um eyru fljóta um sí›ustu mána›amót. Dæmi eru um menn sem hömstru›u birg›ir til næstu ára og fylltu rotflrær vi› hús sín. ELDSNEYTISVERÐ „Þetta er ekki ein- ungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbann- að,“ segir Björn Karlsson, bruna- málastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruð ef ekki þúsundir bíleig- enda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðamót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús, í bílskúrum og iðnaðarhúsnæðum víða um landið. Söluaðilar víða um landið höfðu sömu sögu að segja. Fyrirséð hafi verið að olían hækkaði um helming og menn notað öll tiltæk ráð til að hamstra. Gunnlaugur Axelsson, hjá Esso á Egilsstöðum, sagði hamstur hafa verið mjög áberandi. „Mjög margir fylltu bíla sína og einhver ílát að auki og talsvert var um að menn kæmu margar ferðir með tunnur og öll önnur ílát sem dugðu til.“ Bjarni Kristins- son, eigandi Bjarnabúðar á Sel- fossi, tók í sama streng og sagðist hafa heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig menn geymdu olíuna á vafasömum stöð- um. „Það hömstr- uðu flestir dísil- bílaeigendur enda ósköp skiljanlegt þegar hægt að spara sér miklar upphæðir.“ Dæmi voru um að tunnur og plastílát seldust upp í bygginga- vöruverslunum á landsbyggðinni daginn fyrir olíubreytinguna enda hækkaði lítraverð á dísilolíu um helming á einni nóttu og því eftir miklu að slægjast. Einn viðmælandi sagði nágranna sinn hafa fyllt tóma rotþró af olíu og geymdi hana fast upp við íbúðarhús sitt. Bensín- afgreiðslumaður fyrir norðan af- greiddi mann sem keypti nóg magn í tunnur til að endast honum næstu árin. Gestur Guðjónsson, yfirmaður öryggismála hjá Olíudreifingu, sagði að sala dísilolíu vikuna fyrir mánaðamót hefði verið margföld á við venjulega og ljóst að fjölmargir landsmenn hömstruðu þá vikuna. „Við vorum búnir að vara við þessu fyrir löngu síðan. Eftirlit með þessu var lítið sem ekkert og ekki hlut- verk olíufélaganna að banna við- skiptavinum sínum kaup á olíu. Í rauninni gæti viðskiptavinur heimt- að að við dældum sundlaug hans fulla af olíu og við yrðum að hlýða. Þetta er enn eitt klúður ríkisins við upptöku þessa olíugjalds þegar aðrar þjóðir Evrópu eru að leggja þetta af.“ Brunamálastjóri sagði hættuna mikla af því að geyma olíu inni í byggingum. „Hún er ekki eins eld- fim og bensínið en guð hjálpi þeim sem koma að slíkum birgðum í brennandi húsi.“ albert@frettabladid.is Hún er ekki eins eldfim og bensíni› en gu› hjálpi fleim sem koma a› slíkum birg›um í brennandi húsi. BÍLL Á BENSÍNSTÖÐ Þrátt fyrir að lagaákvæði hefðu átt að koma í veg fyrir hamstur áður en ný olíulög tóku gildi um síðustu mánaðamót var lítið um eftirlit og fjölmargir einstak- lingar eiga nú sínar eigin birgðir. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T BAUGUR Jón Ásgeir Jóhannesson segir efnislega í Sunday Times í dag að síðasta vika hafi verið ein sú versta í hans viðskiptalífi og hann hyggist ekki standa í stór- viðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað. Aðeins tvær af upp- haflegum sakargiftum séu meðal ákæruatriðanna fjörutíu. Af- gangur ákæruatriðanna tengist Gaumi, bókhaldsmálum, tolla- lagabrotum og kerditkortanotk- un. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Vegna ákæra á hendur Jóni Ásgeiri og fimm öðrum einstak- lingum ákvað Baugur fyrir helg- ina að hætta þátttöku í fyrir- tækjahópnum sem átt hefur í við- ræðum um tilboð í verslunar- keðjuna Somerfield. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, segir að vaxandi undrunar gæti í breskum fjöl- miðlum í umfjöllun um málefni Baugs og ákærurnar. Hann segir að viðtal Sunday Times við sig og Jón Ásgeir sé að miklu leyti byggt á því sem þegar hafi komið fram í greinargerðum sem Baugur hefur þegar birt. Ákæruatriðin fjörutíu verða að líkindum birt strax eftir helgi. - jh Jón Ásgeir í viðtali í The Sunday Times: Versta vikan í vi›skiptum JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON OG HREINN LOFTSSON Jón Ásgeir hyggst ekki standa í stór- viðskiptum fyrr en sakleysi hans hefur verið sannað. Neyðarboð frá ferðamanni: Leita› á Langjökli BJÖRGUNARSTARF Björgunarsveitir leituðu í gær þýsks ferðamanns sem gekk á Langjökul. Neyðar- skeyti barst frá manninum skömmu eftir hádegi og fór þyrla Landhelgisgæslunnar af stað en mjög þungbúið var á jöklinum og ógjörningur að lenda. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði ekki sést til mannsins en að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar hjá Landsbjörg var talið að hann væri við hábunguna á jöklinum og jafn- vel var talið að hann hefði slysast til að senda neyðarboð. – jse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.