Fréttablaðið - 10.07.2005, Side 19

Fréttablaðið - 10.07.2005, Side 19
H i m i n n o g h a f - 9 0 4 0 3 7 9 agstæð sumarhúsalán Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað? Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar- húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar- kostnaði. Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is. www.frjalsi.is 5 ár 18.850 19.100 19.560 19.800 10 ár 10.580 10.850 11.350 11.610 15 ár 7.880 8.170 8.710 8.990 * Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Vextir % 4,95% 5,50% 6,50% 7,00% Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 60%veðsetningarhlutfall Unglingavinnan er fyrsta starf margra og yfir sumartímann má sjá hressa krakka í blómabeðum úti um borg og bý. Ásta Kristín Svansdóttir og Óskar Magnússon eru bæði 16 ára. Þau eru í unglingavinn- unni í sumar og líkar ágætlega. „Það er fínt að vinna við þetta yfir sum- arið. Maður hefur hvort eð er ekkert ann- að að gera. Þetta er líka frekar auðveld vinna, þannig lagað,“ segir Óskar. Ásta tekur í sama streng og segir að unglinga- vinnan sé fín nema þegar rignir. Ásta og Óskar mæta í vinnuna klukkan hálf níu og vinna til hálf fjögur. „Þetta er frekar einhæft en samt allt í lagi. Við slá- um, rökum, reitum arfa og svoleiðis,“ segir Ásta. Óskari þykir skemmtilegast að slá en Ásta segir skemmtilegast að reita arfa. „Þá getur maður setið og spjallað á meðan maður vinnur.“ Ásta og Óskar reyndu bæði að fá vinnu við eitthvað annað í vor þegar skólanum lauk. „Unglingar eiga erfitt með að fá vinnu núna. Það er ekki mikið í boði fyrir okkur og flestir sem komast í eitthvað annað en unglingavinnuna gera það í gegnum klíkuskap,“ segir Ásta en bendir á að unglingavinnan hafi svo sem sína kosti. Hópurinn sé til dæmis skemmtileg- ur og andinn góður. Þau eru hins vegar ekki sérlega ánægð með launin. „Þetta eru skítalaun,“ segir Ómar. „Ég hef heyrt að unglingavinnan úti á landi sé miklu betur borguð en hér.“ Krakkarnir kláruðu 10. bekk í Hlíða- skóla í vor og stefna báðir á áframhald- andi nám í haust. Ásta ætlar í Mennta- skólann við Sund en Óskar fer í Mennta- skólann í Kópavogi. Þau eru bæði stað- ráðin í að finna einhverja góða vinnu næsta sumar. Ásta væri til í að vinna í búð og Óskar gæti hugsað sér að vera í byggingavinnu. „Annars er unglingavinnan ekki alslæm. Það er náttúrlega frábært að geta verið með vinum sínum í vinnunni og þetta er skemmtilegur félagsskapur,“ segir Óskar. thorgunnur@frettabladid.is Verst þegar rignir atvinna@frettabladid.is Atvinnuleysi meðal þjóðlegra minnihlutahópa í Bretlandi er tvisvar sinnum meira en hjá hvítu starfsfólki eins og kemur fram á fréttasíðu BBC, bbc.co.uk. Ef núverandi ástand heldur áfram tekur það 46 ár áður en minnihlutahópar og hvítir eru jafnir í landinu hvað varðar atvinnu. Ellefu prósent fólks í minnihlutahópum eru at- vinnulaus samanborið við fimm prósent af hvítu fólki. Ef að stjórnvöld gera ekkert í málinu ná þau líklegast ekki að útrýma barnafátækt árið 2020. Ólöglegum ráðningartilvikum í Mindanao á Filippseyjum fækkaði um 65 prósent á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Fjöldi fórnarlamba ólöglegrar ráðningar fækkaði úr 63 manneskjum í að- eins 26 á þessu ári. Ferðamenn eru hins vegar varaðir við svindlurum sem bjóða rúmlega 1.700 dollara, rúmlega hund- rað þúsund krónur, í skiptum fyrir vegabréfs- áritun og störf á er- lendri grundu. Fjöldi Bandaríkja- manna sem sótti í fyrsta sinn um atvinnuleysis- bætur jókst um sjö þúsund í síðustu viku vegna uppsagna í bíla- og menntunargeiranum. Heildarfjöldi þeirra sem sóttu um bætur í fyrsta sinn fór því í 319 þúsund í vikunni sem endaði 2. júlí, en var 312 þúsund í vikunni á undan. Ásta og Ómar eru í unglingavinnunni í sumar. Þeim þykir vinnan fín en eru sammála um að störfin séu frekar einhæf. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Allir geta fengið störf BLS. 2 Krabbamein í kjarnorkuiðnaði BLS. 2 Starf kennarans BLS. 6 Leigubílstjóri segir frá starfi sínu BLS SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 9 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er sunnudagur 10. júlí, 191. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.26 13.33 23.38 AKUREYRI 2.35 13.18 23.57 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Hugbúnaðarráðgjafi 3 Gjaldeyrismiðlari 3 Húsgagnasölumenn 4 Prentsmiður 4 Atvinnuráðgjafi 5 Þjónustufulltrúi 6 Starfsm. í þjónustuver 7 Leikskólakennari 7 Aðalbókari 7 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.