Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.07.2005, Blaðsíða 4
4 10. júlí 2005 SUNNUDAGUR Fyrirhuguð bygging háhýsa við sjávarsíðuna í Reykjavík: fiétting bygg›ar kostar fórnir SKIPULAGSMÁL „Við fögnum því að fá aukna íbúabyggð í miðborgina,“ segir Einar Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags mið- borgarinnar. „Það styrkir verslun og þjónustu þegar íbúum fjölgar og eflir miðborgina.“ Skipulagsráð Reykjavíkurborg- ar hefur samþykkt að reist verði tvö háhýsi í Skuggahverfi til viðbótar þess sem nú er. Einnig stendur til að byggja íbúðahúsnæði á mörkum Barónsstígs og Hverfisgötu. „Það er ergilegt að missa útsýnið til sjávar en þétting byggðar kostar auðvitað fórnir,“ segir Pétur Ara- son, verslunarmaður og íbúi við Laugaveg. Pétur segist fylgjandi þéttingu byggðar og fagnar sérstak- lega uppbyggingu við Hverfisgötu. Hann sér þó nokkuð eftir sjávarút- sýninu. „Líklega voru mistök í upp- hafi að byggja hæstu húsin næst sjónum,“ segir Pétur. „Ákvörðun um það var þó tekin fyrir tíu til fimmtán árum og lítið við því að gera núna.“ - ht Á HVANNADALSHNÚKI Hér ætla Lars og Jonas að standa undir kvöld, 19. júní. Sænskir fjallgöngumenn: Ganga á tinda Nor›urlanda FJALLGANGA Sænsku fjallgöngu- mennirnir Lars Carlsson og Jonas Eklund ætla að ganga á hæstu fjallt- inda Norðurlandanna á innan við viku. Gangan hefst á Kebnekaise (2.114 metrar) í Svíþjóð á miðviku- dag og lýkur á Hvannadalshnúki (2.119 metrar) 19. júlí. Í millitíðinni hafa þeir viðkomu á Halti (1.328 metrar) í Finnlandi, þá á Möllehöj (170 metrar) í Danmörku og á Gald- höpiggen (2.469 metrar) í Noregi. Þegar toppi Hvannadalshnúks verður náð hafa þeir félagar gengið eitt hundrað kílómetra og ferðast drjúgan spöl á bílum og flugvélum. Icelandair og Hertz styrkja förina. - bþs GAMLA BÍLANAUSTSHÚSIÐ Mikið hefur verið deilt um reitinn sem þessi bygging vermdi. 250 íbúðir á Bílanaustreit: Samkomulag sagt rofi› BORGARMÁL Borgarráð samþykkti í vikunni að heimila að byggðar verði allt að 250 íbúðir á svokölluðum Bílanaustsreit við Borgartún. Mikl- ar deilur hafa ríkt um svæðið en íbúar þar voru afar ósáttir við fyrstu áætlanir borgaráðs, sem meðal annars gerðu ráð fyrir 12 hæða byggingu. Í framhaldinu var gert samkomulag við íbúa sem ger- ir ráð fyrir lægri byggingum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar áhyggjur af því að borgarráð ögri því samkomulagi með því að leyfa byggingu 250 íbúða. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að í mesta lagi sé hægt að byggja tvöhundruð íbúðir á svæðinu ef halda eigi samkomulaginu við íbúa. -jse MENNTAMÁL VESTMANNAEYJAR VEÐRIÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA PÉTUR ARASON Verslunarmaður og íbúi við Laugarveg segir að líklega hafi verið gerð mistök þegar ákveðið var að byggja háhýsi næst sjónum fyrir tíu til fimmtán árum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sauðárkrókur: Mikil fjölgun á heimavistinni MENNTAMÁL Mikil eftirspurn er eftir plássi á heimavistinni við Fjölbraut- arskóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki og verða íbúendur þar fimmtungi fleiri en í fyrra eða 125 talsins. Þó fjölgar nemendum við skólann ekki að sama skapi en útlit er fyrir að þeir verði 420 á næsta skólaári eða aðeins níu fleiri en í fyrra. Tvær nýjar deildir hefja starfsemi á næsta skólaári, Vélstjórabraut og Verknámsdeild rafiðna. Jón F. Hjartarson skólameistari segir einnig að skagfirska mennta- stofnunin leggi mikinn metnað í námskeiðið um hestamennsku sem þar er í boði. -jse KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,90 66,22 114,37 114,93 78,45 78,89 10,52 10,59 9,96 10,01 8,33 8,38 0,59 0,59 94,98 95,54 GENGI GJALDMIÐLA 08.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,4653 +0,30% HRAÐBRAUT ÚTSKRIFAR Mennta- skólinn Hraðbraut útskrifaði í gær fyrstu stúdenta í sögu skólans. Nemendurnir sem útskrifuðust voru 36 talsins og hófu nám sitt árið 2003. 140 nemendur hefja nám í skólanum næsta haust. ENDURBYGGJA LANDNÁMSBÆ Herjólfsbæjarfélagið hefur kynnt Vestmannaeyingum hugmyndir sín- ar um að endurbyggja hluta Herj- ólfsbæjar, Herjólfsbær er býli fyrsta landnámsmannsins í Eyjum, Herjólfs Bárðarsonar. Eyjafréttir.is greindu frá. Kaspíahaf: Tugir hafa drukkna› ÍRAN, AP Rúmlega 32 einstaklingar drukknuðu í Kaspíahafi þegar þeir voru á sundi undan norður- strönd Írans. Lík 32 einstaklinga fundust á sjö stöðum á ströndinni við Kaspíahaf á föstudag að sögn þeirra sem skipulögðu hjálpar- starf. Hundruð sumarfrísgesta drukkna í Kaspíahafi ár hvert. Slökum sundhæfileikum og slæm- um aðstæðum er kennt um. ■ BORGARSTJÓRN „Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæð- isflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálf- stæðisflokksins og R- listans sé nánast jafnt. „Sjálfstæð- isflokkurinn virt- ist vera kominn niður í um það bil 40 prósenta fylgi í borginni þannig að þetta eru nokkur tíð- indi,“ segir Ólafur. Um skýr- ingar á vax- andi fylgi Sjálfstæðis - flokksins í höf- u ð b o r g i n n i segir Ólafur að ákveðinnar óánægju hafi gætt með R-listann. „Nokkuð hefur borið á deilum. R-listinn hefur verið í vandræðum og flokkarnir þrír, sem að honum standa, hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að bjóða sameiginlega fram enn á ný undir merkjum R- listans. Hins vegar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn spilað út n ý j u m hlutum. M e n n h a f a t e k i ð e f t i r n ý j u m h u g - m y n d u m frá honum um skipu- lagsmál.“ Ólafur bend- ir á að megin- tilgangur R-lista samstarfsins hafi í upphafi verið að ógna veldi Sjálfstæðisflokks- ins í stjórn borgarinnar. „Ef þeir ætla nú að bjóða fram hver í sínu lagi getur Sjálfstæðis- flokknum n æ g t 46 til 47 prósenta fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Ef fylgi Sjálfstæðisflokksins færi sífellt minnkandi væri sjálfsagt æ minni ástæða fyrir flokkana í R- listanum að halda áfram sam- starfinu. Vaxandi fylgi Sjálfstæð- isflokksins ætti þarafleiðandi að auka líkurnar á áframhaldandi samstarfi,“ segir Ólafur Þ. Harð- arson. Á ellefu ára valdatíma R-list- ans í Reykjavíkurborg hefur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins í fá- ein skipti mælst með meira fylgi en hann í könnunum. Að líkindum varð munurinn mestur í apríl 1996 þegar fylgi Sjálfstæðis- flokksins mældist 54 prósent á móti 46 prósenta fylgi R-listans. R-listinn hefur í fáeinum fylgis- könnunum náð allt að 10 pró- sentustiga forskoti á Sjálfstæðis- flokkinn í valdatíð sinni. Gallup spurði til dæmis um ánægju kjósenda með meirihluta víða um land skömmu fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2002. Þá vildu tæplega 59 prósent borgar- búa áfram meirihluta R-listans næsta kjörtímabil á eftir. Viðræður um áframhaldandi samstarf flokkanna sem standa að R-listanum hafa ekki borið ár- angur, en viðræðunefnd á vegum þeirra kemur næst saman til fundar á mánudag. johannh@frettabladid.is ÓLAFUR Þ. HARÐARSON PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI: „Sjálfstæðisflokkurinn virtist vera kominn niður í um það bil 40 prósenta fylgi í borginni þannig að þetta eru nokkur tíðindi.“ 46 prósenta fylgi gæti fært lista meirihluta Ólafur fi. Har›arson segir jafnt fylgi R-lista og Sjálfstæ›isflokksins í höfu›borg- inni nokkur tí›indi. Ef R-lista flokkarnir bjó›a fram hver í sínu lagi getur Sjálf- stæ›isflokki nægt 46 til 47 prósenta fylgi til a› ná meirihluta í borgarstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.