Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 1
EINLEIKURINN TYPPATAL FRUMSÝNDUR Í OKTÓBER Talar um „vininn“ ▲ FÓLK 46 AUÐUNN BLÖNDAL MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 HVASSVIÐRI EÐA STORMUR suðaustan og austan til. Varað er við vind- hviðum við fjöll suðaustanlands. Rigning norðan og austan til, annars bjartviðri. Hiti 4-11 stig, hlýjast sunnan til. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2005 - 228. tölublað – 5. árgangur Breiðablik og KR í úrslitum Lið Breiðabliks og KR munu mætast í úrslitum bikarkeppni kvenna 10. september næst- komandi. KR vann 1. deildarlið Fjölnis í gær og þá gerðu Blikar sér lítið fyrir og unnu 4–0 sigur á Íslandsmeisturum Vals. ÍÞRÓTTIR 31 Varar vinstriflokka við Heimir Már Pétursson íhugar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgar- stjórnarkosningum vegna þess hvernig vinstrimenn hafi klúðrað framboðs- málum sínum. Hann hrósar sjálfstæð- ismönnum fyrir tillögur í skipulagsmál- um en er óánægður með afskipti Stein- gríms J. Sigfússonar af málum Reykjavíkurlist- ans. UMRÆÐAN 24 Eldar fyrir Laxness? Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona er snillingur í því að búa til girnileg- an morgunverð. Með blandara, skyr, melónubita og jarðar- ber að vopni kemur hún spræk út í lífið á hverjum morgni. MATUR 40 Málverk og magadans AGNES KRISTJÓNSDÓTTIR Í MIÐJU BLAÐSINS ● tíska ● heimili ▲ Stútfullur BT bæklingur fylgir blaðinu í dag! Sænskir jafnaðarmenn: Vilja lækka áfengisskatta SVÍÞJÓÐ Ríkisstjórn Svíþjóðar, með Jafnaðarmannaflokkinn í broddi fylkingar, vill lækka álögur og skatta á áfenga drykki sem inni- halda 40 prósent eða meira áfeng- ismagn. Samkvæmt tillögunni er stefnt að því að fá þá peninga sem með þessu móti tapast til baka með því að hækka álögur á tóbak. Útreikningar jafnaðarmann- anna benda til að neysla sterkra drykkja muni aukist um átta prósent ef skattarnir verða lækkaðir. Ef tillögurnar ganga í gegn mun verð á flösku af sterku víni hins vegar lækka um rúm tíu prósent. ■ Fyrrum einræðisherra Íraks: Hussein rak alla nema einn ÍRAK Saddam Hussein, fyrrver- andi einræðisherra í Írak, hefur rekið alla lögfræðinga sína nema einn. Áður hafði Saddam notið að- stoðar 1.500 lögfróðra manna víðs vegar að úr heiminum við undir- búning varnar sinnar en réttar- höld yfir honum hefjast á næstu vikum. Aðeins einn maður er nú eftir af þessu liði, Khalil al- Dulaimi. Grímuklæddir árásarmenn drápu í það minnsta sex manns í Bagdad í gær og særðu tuttugu. Á meðan karpa stjórnmálaleiðtogar landsins um drög að stjórnarskrá en frestur til að afgreiða hana úr þinginu rennur út í kvöld. - shg / Sjá síðu 18 M YN D /A P SADDAM Aðeins Khalil al-Dulaimi starfar ennþá fyrir hann. Aron Pálmi getur ekki beðið eftir því að komast til Íslands frá Texas: Trúir varla a› frelsi› sé í nánd DÓMSMÁL „Ég get ekki beðið eftir því að komast til Íslands. Þetta hlýt- ur að fara að taka enda, því þetta er búin að vera átta ára fangelsisdvöl,“ segir Aron Pálmi Ágústsson, sem dvelur í stofufangelsi í Texas í Bandaríkjunum, en hann hlaut tíu ára fangelsisdóm þegar hann var þrettán ára gamall. Löggjafarþing Texas hefur nú lagt fram lista með nöfnum fanga sem leggja á til við ríkisstjóra Texas að fái frelsi og þar á meðal er nafn Arons Pálma. „Þetta hefur verið mjög langur tími og stundum hefur maður haft von um að fá að losna en ekkert gerst. Ég trúi varla að frelsið sé í nánd og varla fyrr en ég fæ það skriflegt,“ segir Aron Pálmi. Hann stundar nú nám og hefur meira frelsi en nokkurn tímann áður. „Ég þarf auðvitað að hafa staðsetningar- tæki og hlíta alls konar skilyrðum en það er gaman að hitta loksins fólk og þetta gefur mér frelsi. Mesta frelsið verður þó ef ég kemst til Íslands,“ segir hann. - hb Bæjarstjórinn í Fucking: fireyttur á fer›amönnum AUSTURRÍKI Siegfried Hauppl, bæj- arstjóri í austurríska smábænum Fucking, er orðinn langþreyttur á fingralöngum ferðamönnum. Í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times segir Hauppl að fjöldi ferðamanna leggi leið sína til bæjarins eingöngu í þeim til- gangi að láta taka mynd af sér við bæjarskiltið. Það sé í góðu lagi en hins vegar sé það ekki í lagi að ferðamenn séu farnir að stela skiltunum, sem mikið hefur verið um undanfarið. Hauppl segir að tillaga þess efnis að breyta nafni bæjarins hafi verið felld í bæjarstjórninni á síðasta ári. „Fucking hefur verið til í 800 ár og því breytum við ekki,“ seg- ir Hauppl. ■ Yfirlögreglufljónn segir ástandi› á Menningarnótt hafa veri› ískyggilegt. Miki› unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuflrungi› og hættulegt ástand. fiannig l‡sir mi›borgarprestur ástandinu umrædda nótt. LÖGREGLAN SKAKKAR LEIKINN Lögreglan stóð í ströngu á Menningarnótt. Fjöldaslagsmál brutust út og piltur var stunginn með hnífi í bakið. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir nauðsynlegt að grípa til einhverra ráðstafana þannig að slíkt ástand skapist ekki aftur. Lögreglan var vi› fla› a› missa tökin MENNINGARNÓTT „Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, um ástandið í miðborg Reykjavíkur eftir mið- nætti á nýafstaðinni Menningarnótt. „Þarna voru fjórir stórir hópar á fjórum stöðum í miðbænum sem voru mjög árásargjarnir. Það mátti engu muna. Tvö hnefahögg milli tveggja einstaklinga verða til þess að fimmtíu til sextíu krakkar ærast og hlaupa á eftir einum og ganga í skrokk á honum – allt þar til lögregl- an skakkar leikinn. Það vissi enginn af hverju þetta var. Spennan var með þessum hætti og múgæsing greip um sig.“ Geir Jón segir að sest verði niður og rætt til hvaða ráða sé hægt að grípa því svona nokkuð sé ekki hægt að láta líðast ár eftir ár. Jóna Hrönn Bolladóttir mið- borgarprestur tekur undir þetta og segir þá sem voru að störfum nótt- ina eftir að dagskrá Menningarnæt- ur lauk hafa verið óttaslegna. Hún undirstrikar að Menningarnóttin sjálf sé frábær viðburður. „Undanfarin fimm ár hef ég verið með sjálfboðaliða við leitar- störf í miðborginni eftir miðnætti. Þar hefur orðið mjög hröð og vond breyting. Þetta hefur orðið fyllerís- nótt sumarsins. Við sjáum og skynj- um mikið fyllerí fólks á öllum aldri, unglingafyllerí, fíkniefnaneyslu, spennuþrungið og hættulegt ástand.“ Jóna Hrönn segir að hún og aðrir sjálfboðaliðar sem voru í bænum eftir miðnætti á Menningarnótt fyrir fjórum árum hafi verið í „stórri lífshættu“. Þá hafi verið eins og nóttin lenti skyndilega í herkví neikvæðra afla. Síðan hafi fjöldi þeirra sem hafi neytt áfengis og fíkniefna þessa nótt farið vaxandi frá ári til árs. „Við vorum að sjá unglinga niður í fjórtán til fimmtán ára aldur þvæl- ast í miðborginni um miðja nótt,“ segir hún. „Þetta var hópur sem sést alla jafna ekki í miðborginni um nætur. Ég sá þarna unglinga sem ég þekki til og veit að vel er staðið að. Þeir voru þarna allt of lengi – við allt of hættulegar aðstæður. Ef það er svona óskaplega spennandi að koma þessa nótt í miðborgina verð- um við foreldrarnir að fylgja með. Það er okkar hlutverk að vernda þau,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir. - jss VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.