Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 2
2 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Tillaga um að falla frá lögreglurannsókn vegna umhverfisskemmda í Leirufirði felld: fiingma›ur segir fla› firringu a› hafa áhyggjur af vegarsló›anum UMHVERFISVERND Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra á Ísafirði, lagði til á fundi bæjarráðs á mánudag að bæjaryfirvöld féllu frá því að óska eftir lögreglu- rannsókn vegna umhverfis- skemmda í Leirufirði, en settar yrðu fram kröfur um lagfæring- ar og að skaði yrði bættur. Meiri- hluti ráðsins felldi tillöguna. Lárus G. Valdimarsson, fulltrúi minnihlutans í bæjarráði, lét færa til bókar að hann tæki efnis- lega undir tilllögu Magnúsar Reynis um að gæta ætti meðal- hófs í meðferð málsins. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurvesturkjördæmi, kveðst ekki skilja titringinn vegna lagn- ingar vegarslóða af Dalsheiði niður í Leirufjörð í Jökulfjörðum. „Þetta er bara slóð og hún grær á nokkrum árum. Ég kann ekki að leggja verkfræðilegt mat á það hvort nauðsynlegt hafi verið að leggja slóðina vegna gerðar fyrirhleðslu með jarð- ýtum í Leirufirði. Ég gef mér að svo hafi verið og ég treysti þess- um mönnum fullkomlega. Það ber vott um firringu að hafa stór- felldar áhyggjur af þessu,“ segir Einar Oddur. - jh fiúsund keyra um á ótrygg›um bílum TRYGGINGAR Það sem af er árinu hafa tryggingafélögin fellt niður á milli eitt og tvö þúsund bifreiða- tryggingar þar sem eigendur bif- reiðanna hafa ekki greitt af þeim tryggingar. Í morgunþætti Fréttablaðsins á Talstöðinni í gær sagði Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu hjá Tryggingamið- stöðinni, að fyrirtækið felldi niður tryggingar þeirra sem ekki greiddu þær. „Það sem af er þessu ári höfum við fellt niður um fimm hundruð tryggingar þannig að það þarf ekki mikinn reiknimeistara til að sjá að þeir eru fjölmargir sem aka ótryggðir í umferðinni. Ég hef ekki tölur um hversu margir hafa gengið frá sínum málum eftir að við felldum niður tryggingarnar en þetta er magnaður fjöldi sem við erum að setja í þennan leiðin- lega farveg,“ sagði Hjálmar. Hann sagði að sumir kæmu sínum málum í lag eftir að til slíkra aðgerða væri gripið og lög- reglan klippti af öðrum. Hjá hinum stóru tryggingafélögum fengust upplýsingar um að um svipaðan fjölda væri að ræða og hjá Tryggingamiðstöðinni. „Það er grafalvarlegur hlutur að keyra um á ótryggðum bíl og ef við lendum í því að greiða tjón eigum við endurkröfu á hendur tjónvaldi, hvort sem er eiganda eða ökumanni ef annar ekur bíln- um en eigandinn. Við sækjum það sem við greiðum tjónþolan- um af fullri hörku ef viðkomandi hefur ekki tryggingu,“ segir Jón Ólafsson hjá Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi. Hann segir að Alþjóðlegar bifreiðatryggingar greiði bætur hvort sem er vegna tjóns á bifreið eða vegna líkamstjóns, hafi tjón- valdur ekki lögbundna tryggingu. Upphæðirnar skipti tugum millj- óna á hverju ári. „Það er skylda okkar sam- kvæmt lögum að greiða bætur en þegar fjórar vikur eru liðnar frá því að tryggingu er sagt upp fær- ist ábyrgðin yfir á okkur. Það er kvöð á tryggingafélögum sem selja ökutækjatryggingar að vera aðilar að alþjóðlegum bifreiða- tryggingum þannig við ábyrgj- umst greiðslur til tjónþolans en við gerum alltaf endurkröfu á þann sem olli tjóninu hafi hann ekki haft tryggingu,“ segir Jón. hjalmar@frettabladid.is Ráðist á sextán ára stúlku: Nau›gun kær› í Bolungarvík LÖGREGLA Lögreglan í Bolungarvík og Ísafirði hefur til rannsóknar kæru sextán ára gamallar stúlku sem segir að sér hafi verið nauðgað á kvennasalerni á unglingadansleik í veitingahúsinu Víkurbæ í Bolung- arvík aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. Kæra stúlkunnar barst strax daginn eftir dansleikinn, að sögn lögreglu í Bolungarvík. Málið er enn í rannsókn og biður lögregla hvern þann sem kann að hafa verið á dans- leiknum eða að hafa upplýsingar að hafa samband í síma 456-7111. Þegar hafa verið teknar skýrslur af um 90 manns vegna málsins, gestum og starfsfólki á dansleiknum. - óká FRÁ MENNINGARNÓTT Maðurinn sem stakk annan í bakið í Tryggvagötu aðfara- nótt sunnudagsins hefur játað sök. Manndráp og líkamsárás: Játningar liggja fyrir LÖGREGLUMÁL Játningar liggja nú fyrir í tveimur alvarlegum málum sem upp komu í Reykjavík um síð- ustu helgi. Annars vegar var maður handtekinn grunaður um morð í húsi á Hverfisgötu snemma á laugardaginn og annar maður var handtekinn grunaður um að hafa stungið annan mann í bakið með hníf á Menningarnótt. Gunnleifur Kjartansson, lög- reglufulltrúi í Reykjavík, segir að báðir hinna grunuðu hafi játað brot sín og rannsókn málanna gangi vel. Líðans mannsins sem var stunginn í bakið á Menningarnótt er ágæt og er hann kominn af gjörgæslu. - aöe Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Prófkjör í byrj- un nóvember KOSNINGAR Stjórn Varðar, fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, leggur til að prófkjör á vegum flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar verði haldið föstudaginn og laugardaginn 4. og 5. nóvember næstkomandi. Samkvæmt prófkjörsreglum geta allir félagar sjálfstæðisfélaga í Reykjavík sem náð hafa sextán ára aldri tekið þátt í prófkjörinu. Það á einnig við um íbúa í kjördæminu sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og óskað hafa eftir inngöngu í hann áður en prófkjöri lýkur. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, flytur ræðu á full- trúaráðsfundi flokksins, sem boðað- ur hefur verið 5. september næst- komandi. -jh SPURNING DAGSINS fióra, gustar um ykkur? „Það gustar alltaf af Gusturum.“ Verktakar vilja eignast umráðasvæði hesta- mannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þóra Ásgeirs- dóttir er formaður Gusts. De Menezes-málið: Livingstone sty›ur Blair LONDON, AP Ken Livingstone, borg- arstjóri í Lundúnum, hefur lýst yfir fullum stuðningi við Ian Blair, lög- reglustjóra borgarinnar. Blair hefur legið undir ámæli síðustu daga vegna rangfærslna í kjölfar þess að Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezes var skotinn til bana af lög- reglumönnum við neðanjarðarlest- arstöð í Lundúnum 22. júlí. Livingstone sagði óprúttna lög- reglumenn hafa reynt að grafa und- an Blair og slíkt yrði ekki liðið, Bla- ir væri besti lögreglustjóri sem Lundúnaborg hefði átt. ■ Tryggingafélögin hafa fellt ni›ur a› minnsta kosti flúsund ökutækjatryggingar fla› sem af er árinu vegna ógreiddra reikninga. Ótrygg›ir ökumenn flurfa sjálfir a› grei›a tugir milljóna króna á hverju ári vegna tjóns sem fleir valda. UMFERÐ Í REYKJAVÍK Í GÆR Gatnamótin við Suðurlandsbraut, Laugaveg og Kringlumýrar- braut eru einhver fjölförnustu gatnamót landsins. Þar lentu strætisvagn og vörubíll í árekstri með alvarlegum afleiðingum. Vörubíllinn var óskoðaður og ótryggður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Harður árekstur í Dölum: Tveir fluttir á slysadeild LÖGREGLA Tveir voru fluttir á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur tveggja jeppa á gatnamótum Vestfjarðavegar og Haukadalsvegar í Dölum í gær. Að sögn lögreglu er fólkið ekki alvar- lega slasað. Jepparnir eru báðir ónýtir en tildrög slyssins eru óljós. Að sögn lögreglunnar í Búðardal er þetta fjórða umferðarslysið í sumar sem verður á stað í umdæmi Búðardals þar sem ekkert símasam- band er. Lögreglan segir það mjög alvarlegt þegar ekki sé hægt að hringja í lækni eða Neyðarlínuna á slysstað. - th SÉÐ OFAN Í LEIRUFJÖRÐ Nýja slóðin er um fjögurra kílómetra löng og er lögð í sneiðing- um niður í fjörðinn. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í Mið-Evrópu: Tugir farast í fló›um AUSTURRÍKI, AP Að minnsta kosti 34 hafa látist í stórflóðunum í Mið- Evrópu á um það bil viku. Rúm- enía hefur orðið verst úti en þar hafa 25 manns látist í flóðunum. Yfir 250 manns þurftu að flýja heimili sín í Bern, höfuðborg Sviss, í gær og yfirvöld í Rúmeníu sögðu fólk hafa drukknað í svefni í rúmum sínum í fyrrinótt. Þýskar herþyrlur hafa undan- farna daga hjálpað til við björgun- arstörf og að flytja fólk frá heim- ilum sínum. Loka hefur þurft hraðbrautum og öðrum þjóð- vegum og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Tékklandi, Króatíu, Rúmeníu og víðar. 150 manna hópur þurfti svo að dúsa í verslunarmiðstöð í bænum Worgl í Austurríki yfir nótt áður en bátur frá austurríska hernum kom og bjargaði fólkinu blautu og köldu. Talið er að milljarða króna tjón hafi orðið í flóðunum. Í gær skein þó sól víða á flóða- svæðum og vonast fólk til þess að það versta sé afstaðið. - oá FLÓÐ Í LUCERNE Í gær skein sól á flóðasvæðum og vonast er til þess að það versta sé afstaðið. SVÍÞJÓÐ ÁRÁSARGJARNAR FLUGUR Mýflugnaplága er nú víða í Sví- þjóð. Flugurnar eru sérlega árás- argjarnar og ráðast gjarnan á fólk. Vísindamenn eru undrandi á fjölda flugnanna. Þannig var sett heimsmet á dögunum í að fanga mýflugur í einn háf en alls náð- ust nær 90 þúsund flugur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.