Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 6
6 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
Greint frá kostnaði við framboð Ingibjargar Sólrúnar til formennsku í Samfylkingunni:
Ríflega fimm milljónir í formannsslag
FORMANNSKJÖR Framboð Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur til for-
mennsku í Samfylkingunni kostaði
nær 5,3 milljónir króna samkvæmt
endurskoðuðum reikningi sem hún
hefur birt á vefsíðu Samfylkingar-
innar.
Auglýsingar og fjölmiðlakynn-
ing kostuðu liðlega eina og hálfa
milljón króna. Póst- og símakostn-
aður nam liðlega 650 þúsund krón-
um og prentunar- og pappírskostn-
aður liðlega 580 þúsund krónum.
Aðkeypt vinna kostaði 350 þúsund
krónur.
Gerð er grein fyrir öðrum kostn-
aði sérstaklega. Þaru er tölvu- og
hugbúnaðarkostnaður, áhöld, tæki
og innréttingar stærstu útgjaldalið-
irnir, en alls eru útgjöldin tæpar 1,3
milljónir króna undir þessum lið.
Framlög í kosningasjóð Ingi-
bjargar Sólrúnar námu tæpum 5,4
milljónum króna og reyndust tekj-
ur umfram gjöld vera um 70 þús-
und krónur.
Framlög í kosningasjóðinn upp
að 100 þúsund krónum námu alls
um 2,1 milljón króna. Framlög yfir
100 þúsund krónum námu samtals
um 3,2 milljónum króna.
Össur Skarphéðinsson hyggst
einnig birta tölur um kostnað við
formannsframboð sitt á næstu dög-
um. - jh
Þingeyingur á níræðisaldri hefur gefið 2,5 milljónir króna til hjálparstarfs:
Óskaplegt a› sjá heilu fljó›irnar svelta
GÓÐGERÐARSTARF Laufey H. Helga-
dóttir, 82 ára Þingeyingur sem
búsett er í Borgarnesi, gaf nýlega
eina milljón til hjálparstarfs
Rauða krossins í Níger. Í Níger
ríkir nú hungursneyð og óttast er
um afdrif milljóna manna ef svo
fer sem horfir. Laufey segir það
góðverk að gefa fé í svona hjálpar-
starf.
„Ég er búin að lesa og sjá svo
mikið af myndum af mörgum
börnum sem fá ekki að borða. Það
er óskaplegt að sjá heilu þjóðirnar
svelta, sérstaklega ef maður hugs-
ar um allan þann mat sem fer til
spillis hér heima.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Laufey gefur stórar upphæðir til
hjálparstarfs Rauða krossins. Í
ársbyrjun gaf hún milljón til
stuðnings fórnarlömbum flóð-
bylgjunnar í Asíu og í fyrra gaf
hún hálfa milljón í söfnunina
Göngum til góðs til hjálpar börn-
um sem búa við ógnir stríðsátaka.
Á einu ári hefur Laufey því gefið á
þriðju milljón til hjálparstarfs.
Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross
Íslands, segist hrærð yfir framlög-
um Laufeyjar. „Laufey er einstök
kona með stórt hjarta og geislar af
mannkærleik og samfélagsvitund í
víðum skilningi. Við erum henni
afar þakklát.“ - ss
Á fimmta tug fórst í
flugslysi í Amazon
fiota af ger›inni Boeing 737-200 brotna›i í tvennt flegar flugma›ur reyndi
nau›lendingu í Amazon-frumskóginum. A› minnsta kosti 41 farflegi lést í
slysinu. fietta er fimmta alvarlega flugslysi› í heiminum á einum mánu›i.
PERÚ, AP Að minnsta kosti 41 lést
þegar þota af gerðinni Boeing
737-200 nauðlenti í Amazon-frum-
skóginum í Perú í fyrrakvöld.
Flytja þurfti 56 á sjúkrahús, mis-
alvarlega slasaða. Sumir fengu að
fara heim að skoðun lokinni.
Vélin, sem var í eigu perúska
flugfélagsins TANS, var á leið frá
Líma, höfuðborg Perú, til borgar-
innar Pucallpa í Amazon-frum-
skóginum. Hún lenti hins vegar í
ofsaveðri í aðflugi að flugvellin-
um í Pucallpa. Því þurftu flug-
menn vélarinnar að nauðlenda
henni um 30 kílómetrum sunnan
við borgina. Reynt var að draga úr
skellinum með því að lenda í mýri
en við lendinguna brotnaði vélin í
tvennt og brak úr henni dreifðist
um svæðið. Talið er að sviptivind-
ur hafi komið á vélina í nauðlend-
ingartilrauninni svo að hún
skekktist með þessum afleiðing-
um. Sumir þeirra sem sluppu áttu
fótum sínum fjör að launa þegar
þeir óðu mýrardrulluna áður en
kviknaði í brakinu.
Flestir þeirra sem létust voru
Perúmenn en þar að auki létust
bandarísk kona, kólumbísk kona og
ítalskur karl. Ekki hefur enn tekist
að bera kennsl á öll líkin og að
minnsta kosti þriggja er enn sakn-
að. Slæmar veðuraðstæður gerðu
björgunarmönnum erfitt um vik og
ekki var hægt að leita að fólki að-
faranótt miðvikudags vegna myrk-
urs og veðurofsa.
Forstjóri flugfélagsins þvertek-
ur fyrir að vélarbilun eða einhvers
konar tæknilegur galli hafi valdið
slysinu heldur hafi veðrinu verið
einu um að kenna. Svörtu kassar
vélarinnar fundust síðdegis í gær
og er búist við að innihald þeirra
geti varpað frekara ljósi á málið.
Vél í eigu sama flugfélags fórst
í janúar 2003 þegar hún rakst á
fjall á svipuðum slóðum. Þá létust
allir þeir 42 sem voru um borð.
Þetta er fimmta alvarlega
flugslysið í heiminum á innan við
mánuði.
oddur@frettabladid.is
Landamæri Gaza:
Egyptar taka
vi› vörslunni
JERÚSALEM, AP Ríkisstjórnir Ísraels
og Egyptalands hafa komist að
samkomulagi um að egypski her-
inn taki við landamæravörslu á
landamærum Egyptalands og
Gaza-svæðisins af öryggissveit-
um Ísraelshers.
Flutningur ísraelska hersins
frá landamærunum er lykilatriði
þegar kemur að því að binda enda
á 38 ára langa hersetu Ísraela á
Gaza-svæðinu. Það sem hafði
komið í veg fyrir samkomulag var
ótti Ísraela við að vopnasmygl
færðist í aukana ef Egyptar tækju
við vörslunni. Fyrir vikið eru
gerðar miklar kröfur til egypsku
landamæravarðanna.
Á BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Khodorkovskí
ásamt vini sínum Platon Lebedev.
Khodorkovskí:
Neitar a›
neyta matar
RÚSSLAND Rússneski auðkýfingur-
inn Mikhail Khodorkovskí er nú
kominn í hungurverkfall til þess að
mótmæla meðferðinni á Platon
Lebedev, félaga hans.
Lebedev, sem ásamt Khodor-
kovskí var dæmdur í níu ára fang-
elsi í vor fyrir fjársvik, hefur verið
færður í einangrunarvist en hann
er sagður hafa móðgað fangaverði.
Í yfirlýsingu Khodorkovskís sem
lögmaður hans las í fyrradag segir
hann augljóst að verið sé að refsa
Lebedev í sinn stað. Því sneiðir
hann hjá mat og drykk eins lengi
og honum þykir þurfa. ■
Lumex, Skipholti 37, Sími 568 8388, www.lumex.is
MultiPot
®
Undir lokinu á MultiPot er fjöl-
tengi fyrir allt að fimm raftæki,
þannig að þú getur hlaðið GSM
síma, iPod eða myndavél, geymt
lykla og smámynt, allt á sama stað.
MultiPot fæst í fjórum litum.
Komdu til okkar í Lumex og
kynntu þér málið.
Lampi, fjöltengi og smáhlutageymsla fyrir lykla og smámynt
Hefur þú áhyggjur af manneklu
á leikskólum?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú trassað að fara með
bílinn þinn í skoðun?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
51%
49%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
ÞAKKAÐ FYRIR GJÖFINA Bjarni Þorsteinsson, formaður Borgarfjarðardeildar Rauða kross
Íslands, heimsótti Laufeyju og færði henni þakkir fyrir framlagið.
M
YN
D
/G
ÍS
LI
E
IN
AR
SS
O
N
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Framlög
yfir 100 þúsund krónum skiluðu alls um
3,2 milljónum króna í kosningasjóðinn.
M
YN
D
/A
P Alnæmissamtökin:
Brotist inn og
tölvu stoli›
LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í hús-
næði Alnæmissamtakanna á Ís-
landi á Hverfisgötu aðfaranótt
miðvikudags og tölvu stolið. Birna
Þórðardóttir, framkvæmdastjóri
samtakanna, segir að gluggi hafi
verið spenntur upp, rótað hafi
verið til og sími eyðilagður. Engu
hafi þó verið stolið utan tölvunnar.
Í tölvunni hafi engar persónu-
upplýsingar verið að finna, ein-
ungis upplýsingar um rekstur
samtakanna. Mesti skaðinn sé af
þessum gögnum, sem hún segist
gjarnan vilja endurheimta. - ss
JÓRDANÍA
AL-KAÍDA LÝSIR ÁBYRGÐ
Al-Kaída í Írak, undir stjórn Jórdan-
ans Abu Musab al-Zarqawi, hefur
lýst yfir ábyrgð á eldflaugaárás í
jórdönsku borginni Aqaba á föstu-
dag. Jórdanskur hermaður lést
þegar ein eldflaugin sprakk nærri
bandarísku herskipi. Áður hafði
annar hópur, Abdullah Azzam-her-
deildirnar, eignað sér tilræðið.
BJÖRGUNARMENN LEITA FÓRNARLAMBA Veðuraðstæður gerðu björgunarmönnum mjög erfitt um vik.
VÉL AF SÖMU GERÐ OG SÚ SEM FÓRST
Fyrir hálfu þriðja ári fórst önnur vél í eigu
perúska flugfélagsins TANS. Þá fórust 42
manns.
M
YN
D
IR
/A
P