Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 8
8 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR NÍGERÍA Yfirvöld í Nígeríu hafa ákveðið að grípa til aðgerða til þess að sporna gegn siðferðislegri hnignun í borginni Kanó í norður- hluta landsins. Kanó er eitt af tólf héruðum landsins þar sem íslömsk lög eru við lýði. Ríkisstjórninni finnst frjálsræðið orðið heldur mikið og ætlar að fylgja sharia-lögum, sem byggð eru á kenningum Kórans- ins, fastar eftir, að því er Wash- ington Post skýrir frá. Fyrsta skrefið í þessum efnum verður aðskilnaður kynjanna í strætisvögnum borgarinnar en þá mega konur aðeins setjast í til- greind sæti aftast í vögnunum. Ástæðan fyrir þessum aðgerð- um er sögð sú að karlmenn eru farnir að færa sig upp á skaftið. Konur segja að karlmenn séu farnir að nudda sér upp við þær í strætisvögnum og segja hluti sem þeir hefðu ekki dirfst að segja fyrir nokkrum árum. Þær séu banninu fegnastar því þá fái þær frið fyrir karlmönnunum. Ekki eru allar konur þessu sammála og segja að bannið geri þeim erfiðara fyrir að komast á milli staða. - sda Bíldudalur: Blokk seld á tíu milljónir VIÐSKIPTI Fjölbýlishús á Bíldudal sem var í eigu Vesturbyggðar hefur verið selt. Jón Þórðarson at- hafnamaður átti hæsta tilboð í húsið en það hljóðaði upp á rúmar tíu milljónir króna. Í blokkinni eru ellefu íbúðir þannig að kaupverðið samsvarar 900 þúsund krónum á íbúð. Jón hefur fengið 70 milljóna króna framkvæmdalán frá Verðbréfa- stofunni til að vinna að endurbót- um á blokkinni en það var sett sem skilyrði fyrir kaupunum. Hafist verður handa við endur- bætur í lok mánaðarins og segir Jón að um næstu páska verði íbúð- irnar tilbúnar til útleigu. - jse BRETLAND Charles Clarke, innan- ríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað. Clarke skýrði ástæður sem geta legið að baki því að reka menn úr landi og nefndi meðal annars réttlætingu hryðjuverka og hvatningu til slíkra verka eða atferli sem leitt geti til hefndar- árása. Clarke bætti því við að leik- reglurnar hefðu breyst eftir árás- irnar 7. júlí þar sem 52 biðu bana, og að eini kosturinn í stöðunni væri að reka erlent fólk tafarlaust úr landi ef upp kæmi grunur um að það hefði hvatt til hermdar- verka eða hefði slíkt í hyggju. Hann sagði að líklegast yrðu fyrstu brottvísanirnar nú á allra næstu dögum. „Einstaklingar sem reyna að skapa ótta, vantraust og sundrungu til að hvetja til hryðju- verka verða ekki liðnir af ríkis- stjórninni eða samfélaginu,“ sagði Clarke. - oá Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. BETRI NOTAÐIR BÍLAR FÁÐU MEIRI BÍL EN ÞÚ BORGAR FYRIR Medion fartölva fylgir nú Betri notuðum bílum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 28 5 0 8/ 20 05 FRÁ KANÓ Í NÍGERÍU Konum í Kanó í Nígeríu er nú skylt að setjast aftast í strætisvagna borgarinnar. VOPNAÐIR LÖGREGLUMENN Í LONDON Innanríkisráðherra Bretlands segir að hvorki samfélagið né ríkisstjórnin muni líða að einstaklingar reyni að skapa ótta, vantraust og sundrung og hvetja til hryðjuverka. BLOKKIN Á BÍLDUDAL Í dag verður skrifað undir kaupsamning á blokkinni og verður farið að vinna að endurbótum á henni í lok þessa mánaðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N S IG U RÐ U R Nígeríumenn herða á íslömskum lögum: Kynin a›skilin í strætisvögnum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Bretar kynna aðgerðir gegn hryðjuverkum: Öfgamenn reknir úr landi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.