Fréttablaðið - 25.08.2005, Side 10

Fréttablaðið - 25.08.2005, Side 10
10 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR ENGINN SYKUR ALVÖRU BRAGÐ E N N E M M / S ÍA / N M 17 7 9 4 SYKURLAUSU! DRYKKUR Á LAUSU Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. BETRI NOTAÐIR BÍLAR EKKI MÆTA OF SEINT Þú hefur ennþá möguleika á að hífa upp mætinguna í skólann í vetur. Tryggðu þér Betri notaðan bíl í tíma og Medion fartölvu í kaupauka. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 28 5 0 8/ 20 05 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Heilbrigðisráðherra um tekjutengingu: Breyting á ellilífeyri hugsanleg ATVINNUMÁL Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra segir það fagnað- arefni að forráðamenn tiltekinna fyrirtækja skuli hafa tekið upp þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk með reynslu í vinnu, þannig að það hafi meira valfrelsi. Um breytingar á ellilífeyri í tengslum við aukinn möguleika eldri borgara á hlutastarfi og sveigjanlegum vinnutíma segir ráðherra að verið sé að ræða þessi mál í samstarfsnefnd sem hann hafi skipað og haldi áfram störf- um í september. „Það er verið að ræða stöðu samkomulags, um hækkun bóta, uppbyggingu hjúkrunarheimila, eflingu heimahjúkrunar og þar fram eftir götunum,“ segir hann. „Ég reikna með að lífeyrismál komi til umræðu á víðum grund- velli.“ Spurður um hvort ekki sé nauð- synlegt að endurskoða lífeyrismál eldri borgara segir ráðherra að tekjutengingar hafi verið á undan- haldi, meðal annars hjá öryrkjum, til að hvetja fólk til að fara út á vinnumarkaðinn, sem sé jákvætt. „Ég vona að menn geti notfært sér þessar nýju aðstæður,“ segir ráðherra. - jss HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Fagnar breyttri starfsmannastefnu einstakra fyrirtækja. LÖGREGLUMÁL MEÐ ÞOKULJÓS INNANBÆJAR Ökumaður var handtekinn og færður á lögreglustöð í Keflavík um klukkan eitt aðfaranótt mið- vikudags, grunaður um ölvun við akstur. Fyrr um kvöldið stöðvaði lögregla tvo ökumenn á Hafnargötu í Keflavík, en þeir voru með kveikt þokuljós þrátt fyrir góð akstursskilyrði, að sögn lögreglu. ÚTLENDINGAR Á HRAÐFERÐ Lögreglan í Vík í Mýrdal stöðvaði sex ökumenn fyrir of hraðan akstur við almennt umferðar- eftirlit á mánudag. Að sögn lög- reglu var meirihlutinn útlending- ar sem óku vel yfir hámarks- hraða, á 120 til 130 kílómetra hraða á klukkustund. ÖLVUNARAKSTUR Að sögn lögreglu á Selfossi var lítið um að vera í umdæminu að- faranótt þriðjudags. Þó var einn ökumaður stöðvaður á Selfossi snemma í gærmorgun grunaður um ölvun við akstur. DANMÖRK MYRTI MÓÐUR SÍNA Geðsjúkur maður frá Taastrup í Danmörku hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald fyrir að myrða móður sína og berja föð- ur sinn til óbóta. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, hefur alla tíð búið hjá foreldrum sínum og átt við geðræn vandamál að stríða. Hann verður vistaður á réttar- geðdeild. DÓMSMÁL Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæð- ingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi aug- ljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufn- ingarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýs- inga frá lögreglu um að Ragnar hafi „orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi“ og út af því lagt að um manndráp væri að ræða. Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræð- ingur fengi afhentar grunnupplýs- ingar um málsatvik, starfa sinna vegna. „Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi gætt,“ sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. „Krufning hefur þegar farið fram,“ sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. olikr@frettabladid.is Verjandi efast um krufningarsk‡rslu Lögma›ur Lofts Jens Magnússonar telur álit réttarmeinafræ›ings lita› af fullyr›ingum. Lofti er gefi› a› sök a› hafa bana› Ragnari Björnssyni. BJÖRN ÓLAFUR HALLGRÍMSSON Björn Ólafur, sem er lögmaður Lofts Jens Magnússonar, gagnrýndi að ekki skyldi í krufningarskýrslu fjallað sérstaklega um mögulega skýringu á áverka á hnakka Ragnars Björnssonar, sem lést eftir árás á veitingastaðnum Ásláki í desember síðastliðnum. TRYGGINGAR Veita þarf betri fræðslu um hvernig staðið er að upplýsingaöflun frá læknum og sjúkrastofnunum um heilsufar þeirra sem sækja um líf- og sjúk- dómatryggingar. Þetta er niður- staða Persónuverndar eftir úttekt sem unnin var vegna nýrra laga um vátryggingarsamninga sem taka gildi 1. janúar. Samkvæmt lögunum þurfa þeir sem óska eftir slíkum trygg- ingum að veita skriflegt upplýst samþykki fyrir því að trygginga- félög leiti eftir frekari upplýsing- um um heilsufar þeirra hjá lækn- um og sjúkrastofnunum. Það er álit Persónuverndar að í slíku samþykki skuli koma skýrt fram hvaða upplýsinga megi afla, frá hverjum og í hvaða tilgangi. Þegar óskað er eftir líf- eða sjúkdómatryggingu í dag þarf að skrifa undir yfirlýsingu þess efn- is að læknum, sjúkrahúsum og öðrum sem hafa upplýsingar um heilsufar þess sem vill vátrygg- ingu sé gefin heimild til að veita tryggingafélaginu eða trúnaðar- lækni þess allar heilsufarsupplýs- ingar. Ekkert er tekið fram um neinar hömlur á slíkri upplýsinga- gjöf. - ss LÍF- OG SJÚKDÓMATRYGGINGAR Trygginga- félög þurfa að útskýra hvaða upplýsingar þau þurfa frá læknum og sjúkrastofnunum. Heilsufarsupplýsingar vegna trygginga: Veita flarf betri fræ›slu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.