Fréttablaðið - 25.08.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 25.08.2005, Síða 12
HERÆFING Kínverskt herskip og rússnesk- ur skriðdreki við heræfingar við Shadong- skagann í Kína. Rússar og Kínverjar halda nú heræfingu sem gengur undir heitinu „Friðarkrossferð 2005“. 12 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Lögregla hefur skýrt frá dánarorsök hins ellefu ára gamla Rory Blackhall: Var kæf›ur og vafinn í segldúk SKOTLAND Skoskir lögreglumenn hafa upplýst að Rory Blackhall, ellefu ára, hefði að öllum líkind- um verið myrtur en lík hans fannst á sunnudaginn. Á fimmtudaginn var tóku ætt- ingjar Rory Blackhall, sem bjó í þorpi nærri Livingstone í Skotlandi, að óttast um hann en þá kom í ljós að hann hafði ekki sést í skólanum allan daginn. Michelle, móðir hans, hafði ekið Rory í skól- ann um morguninn og spurðist ekkert til piltsins fyrr en á sunnu- daginn þegar líkið af honum fannst í skóglendi skammt frá, vafið í grænan segldúk. Í gær greindi svo lögreglan í Lothian og Borders frá því að banamein Rory hefði verið köfn- un af mannavöldum. Hins vegar liggur ekki fyrir að svo stöddu hvað banamaður hans notaði til að kæfa piltinn. Engir aðrir áverkar virtust á líkinu en frekari rann- sóknir eru þó nauðsynlegar áður en hægt er að fullyrða um slíkt. Þessa stundina leita lögreglu- menn að bakpoka Rory sem í voru ýmsir munir og kanna um leið vitnisburð íbúa svæðisins en margir þeirra staðhæfa að ókunn- ugir menn hafi verið á sveimi á þessum slóðum um helgina. - shg RANNSÓKNIR „Þorskurinn er orð- inn svo gæfur að maður getur klappað honum úti á miðjum firði,“ segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrann- sóknar á Arnarfirði sem Haf- rannsóknarstofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorsk- inum í firðinum er gefin loðna á ákveðnum stöðum og þannig hændur að svæðunum svo hann fari ekki innar í fjörðinn til að éta rækjuna sem þar heldur til. „Það er mikið í húfi að vernda þennan rækjustofn í Arnarfirði þar sem þetta er eini rækjustofn- inn sem eftir er hér við land sem heldur sig innan fjarðar, alls stað- ar annars staðar hefur þorskurinn étið alla innfjarð- arrækjuna,“ seg- ir Björn Björns- son, fiskifræð- ingur hjá Haf- rannsóknarstofn- uninni og verk- efnisstjóri. Í fyrstu var þorskinum gefið að éta daglega en nú fær hann einungis þrisvar í viku. Loðnunni er slakað niður í stórum netapok- um og eru þrjú til fjögur hund- ruð kíló í hverjum poka. Pokinn er látin dóla á tíu metra dýpi meðan þorskurinn gæðir sér á kræsingunum. Einnig er lögð tæplega sex kílómetra löng lína yfir þveran fjörðinn sem á hanga litlir pokar með loðnu svo þorskurinn sem ekki hefur ratað á gjafasvæðin fari ekki inn fjörðinn til að gæða sér á rækjunni. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Fyrir utan að halda þorskinum frá rækjunni vilja vísindamennirnir kanna hvort hægt sé að mynda eins konar þorskahjarðir. Enn fremur hvort hægt sé að ala smáþorskinn upp í stærri og verðmætari fisk sem yrði veiddur þegar hann er kom- inn í ákjósanlega stærð. Þar sem hann er afar gæfur í þessum hjörðum er hægur vandi að moka honum upp. „Nú þegar er þorskurinn far- inn að halda til í fjórum hjörðum í Arnarfirði þannig að hér er á ferðinni fyrsti hjarðbúskapurinn í Íslandssögunni sem stundaður er í sjó,“ segir Jón Þórðarson. Í haust verður svo rækju- stofninn kannaður og metið hvort verkið hafi borið tilætlað- an árangur. jse@frettabladid.is Bygging hrundi: Fólki› var í fastasvefni MUMBAI, AP Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kall- aðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum bygg- ingarinnar. Húsið var komið til ára sinna og illa farið en þar bjuggu sextán fjölskyldur og var fólkið í fasta- svefni þegar húsið hrundi. 47 manns var bjargað úr rústunum og voru flestir fluttir á sjúkrahús. Allalgengt er að byggingar hrynji með þessum hætti í Mumbai, sérstaklega meðan á rigningartímanum stendur. ■ Nýr leikskóli á Akureyri: Fyrsti skólinn sem fer í útbo› LEIKSKÓLI Skólanefnd Akureyrar- bæjar hefur samþykkt að nýr leikskóli við Helgamagrastræti á Akureyri heiti Hólmasól. Nafn- giftin er til heiðurs Þorbjörgu hólmasól en samkvæmt Land- námu var hún fyrsta barnið sem fæddist í Eyjafirði; barn Helga magra og Þórunnar hyrnu. Hólmasól verður fyrsti leikskól- inn á Akureyri þar sem reksturinn verður boðinn út en útboð á vegum bæjarins hafa verið að aukast á undanförnum misserum. - kk RORY BLACKHALL Lík hans fannst á sunnudaginn en talið er að hann hafi verið myrtur. ÞORSKKVÍ Í ARNARFIRÐI Þegar hjarðþorskurinn er orðinn nógu stór er ætlunin að flytja hann í kvíar þar sem hann yrði alinn áfram. AF VETTVANGI Á annan tug líka hefur fund- ist en fleiri eru þó taldir fastir í rústunum. Hægt a› klappa florskinum Í Arnarfir›i er unni› a› hafrannsóknarverkefni sem byggir á flví a› fó›ra florsk og safna honum í hjar›ir. Markmi›i› er a› vernda rækjuna í fir›inum me› flví a› halda florskinum frá henni. Komi› hefur í ljós a› florskurinn er afar gæfur og flykir flessi einstaki hjar›búskapur úti á mi›jum sjó lofa gó›u. M YN D /A P JÓN ÞÓRÐARSON Segir mikið í húfi að vernda rækju- stofninn í Arnar- firði enda hann eini stofn innfjarð- arrækju sem eftir er hér við land. M YN D /J Ó N S IG U RÐ U R EY JÓ LF SS O N , J Ó N Þ Ó RÐ AR SO N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.