Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 25
[BARNSHAFANDI KONURMikið úrval af fallegum fötum í
takti við tískuna BLS. 2
]
SMÁAUGLÝSINGAR
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagur 25. ágúst,
237. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.49 13.30 21.08
AKUREYRI 5.26 13.14 21.01
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Agnes Kristjónsdóttir, leikkona, söngkona
og dansari var í nokkrum erfiðleikum með
að velja eftirlætisgripinn sinn en ákvað að
velja nýjasta uppáhaldið. „Ég ætla að velja
málverkið eftir Halldóru Emilsdóttur sem
ég fékk í óvænta afmælisgjöf frá vinum
mínum. Ég bý í gamalli verksmiðju með
stórum veggjum, var að ferma í vor og
Dóra lánaði mér stórar myndir til þess að
hafa á þessum stóru veggjum. Mánuði
seinna varð ég fertug og nokkrum dögum
fyrir afmæli hringir Dóra og vill fá mynd-
irnar. Ég var svona dálítið spæld út í hana
að geta ekki leyft mér að hafa þær fram
yfir afmælið sem var haldið í hádeginu á
laugardegi. Í miðju afmæli er svo allt í einu
slegið í glas og þá kemur í ljós að vinahóp-
urinn og fjölskyldan voru búin að slá saman
í þessa mynd sem mér fannst flottust af
þeim öllum.“ Og það var fleira sem kom á
óvart í afmælinu. „Ég bað Kramhúsið að
redda mér einu magadansatriði í afmælið
og hefði verið hæstánægð með það. Svo
birtast bara þrjár dansmeyjar og létu alla
gestina dansa magadans sem var ofsalega
skemmtilegt.“
Agnes á ekki erfitt með að útskýra hvað
heillar hana við málverkið. „Verkið er
kringlótt, risastórt, túrkísblátt og bleikt og
úr plexigleri. Á því eru stjörnur, punktar og
rósir, mjög kvenlegt verk.“
Agnes er ekki mikið heima hjá sér
þessa dagana því hún syngur með Kamm-
erkór Bústaðakirkju í jarðarförum og er
staðgengill fyrir Birnu Hafstein í Kabar-
ett í 4-5 sýningar í mánuði. Svo kennir hún
leikfimi og dans hjá dansrækt JSB og
skrifar heima fyrir Séð og heyrt. En þegar
hún kemur heim blasir þetta fallega mál-
verk við henni.
Málverk og magadans
heimili@frettabladid.is
Tommy Hilfiger Samuel
Jackson, Rob Lowe og Andy
Garcia munu keppa á móti
Sir Steve Redgrave,
Damian Lewis og
Jodie Kidd í hinu
fyrsta All star cup-
golfmóti þar sem
frægt fólk frá Banda-
ríkjunum og Evrópu
mætir hvert öðru í
keppni. Mótið verður
um helgina og munu
allir keppendur klæð-
ast fatnaði frá
Tommy Hilfiger en
hann hefur gefið frá
sér sértaka tískulínu
í golffatnaði. Utan
vallar munu þau
klæðast hversdagslegum
Tommy Hilfiger-fatnaði úr karla
og kvennalínu hans.
Græn hönnun Kröfur um um-
hverfisvænar vörur hafa aukist
til muna og nú hafa TVS Inter-
iors í Atlanta, sem eru þekktir
hönnuðir í Bandaríkjunum,
tekið á þessum kröfum af
fullum krafti. Allt sem fyrir-
tækið hannar uppfyllir skilyrði
um umhverfisvænar vörur og
er meira að segja rekin rann-
sóknarstofa innan vébanda
fyrirtækisins. Nýtt starfsfólk
þarf að fara í gegnum sér-
staka þjálfun en það er mikil-
vægt að allt ferlið sé umhverf-
isvænt. Fyrirtækið telur það
siðferðislega skyldu sína að
hugsa um umhverfið í fram-
leiðslu sinni. Í framtíðinni er
því líklegt að hægt verði að
verða sér út um kaffibolla og
kertastjaka sem eru umhverfis-
vænir.
„Málverkið er mjög kvenlegt, fullt af stjörnum og punktum og rósum.“
LIGGUR Í LOFTINU
[ TÍSKA - HEIMILI ]
KRÍLIN
Fáðu þér epli.
Ég á eplið
með tannaförunum!
SMÁAUGLÝSINGA-
SÍMINN ER 550 5000
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ O.FL.
Agnes Kristjónsdóttir hélt upp á fertugsafmælið sitt með eftirminnilegum hætti og
fékk afar óvænta afmælisgjöf.
NÝIR LITIR
Gamla góða Arabia-stellið
fæst í nýjum litum BLS. 4