Fréttablaðið - 25.08.2005, Síða 42
Umsjón: nánar á visir.is
Uppsagnir í kjölfar methagnaðar
Sænski bílarisinn Volvo, sem nú er í eigu hins
bandaríska Ford, hyggst segja upp fimmtán hundr-
uð starfsmönnum. Forsvarsmenn Volvo segja að
með uppsögnun-
um sparist um
átta milljarðar
króna.
Ástæður upp-
sagnanna eru
sagðar óhagstætt gengi sænsku krónunnar gagn-
vart Bandaríkjadal, mikil samkeppni bílaframleið-
enda og hátt verð á stáli.
Tímasetning sparnaðaraðgerðanna þykir skrítin en
hagnaður Volvo nam á síðasta ársfjórðungi tæpum
fjörutíu milljörðum íslenskra króna og jókst um
tæp fjörutíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra.
Flestir þessara fimmtán hundruð starfsmanna sem
sagt verður upp starfa í verksmiðjum Volvo í Sví-
þjóð. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega þrjátíu þúsund
manns, megnið af þeim í Svíþjóð.
Stjórnendur K-mart kærðir
Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur ákært tvo af
stjórnendum verslanakeðjunnar K-mart fyrir rangar
yfirlýsingar. Þeir eru ekki ákærðir fyrir rangar upp-
lýsingar í reikningum félagsins, heldur fyrir rangar
útskýringar á fundi þar sem reikningar voru út-
skýrðir. Þeir eru sakaðir um að hafa látið undir
höfuð leggjast að greina frá greiðsluvanda fyrir-
tækisins. K-mart fór skömmu síðar í greiðslustöðv-
un og er talið að þegar fundurinn fór fram hafi
stjórnendum verið ljóst að félagið stóð ekki í skil-
um við birgja sem sumir hverjir, svo sem Gillette,
Lego og Black & Decker, höfðu gefist upp á
skuldseiglu K-mart og voru hættir að afgreiða
vörur til fyrirtækisins. Stjórn félagsins rak stjórn-
endurna í kjölfarið, en þeir hafa neitað sök og sagt
að þeir hafi einungis hugsað um hag fyrirtækisins
og unnið í góðri trú.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.534 Fjöldi viðskipta: 221
Velta:1.425 milljónir
+0,02%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
> Hagnaður úraframleiðandans Swatch
hækkaði um rúm 20 prósent milli ára
og þakkar félagið það aukinni sölu á
dýrari úrum.
> Hlutabréf hækkuðu í gær í New York
í kjölfar lækkunar á olíu. Olían lækkaði í
kjölfar birgðaskýrslu frá orkumálaráðu-
neyti Bandaríkjanna.
> Hlutabréf stálframleiðslufyrirtækja
lækkuðu í gær þar sem merki um of-
framboð á stáli voru á kreiki.
> Kínversk stjórnvöld settu fram stefnu
um að einkavæða öll fyrirtækin í eigu
ríkisins. Var þetta stærsta einkavæðing-
arskrefið í fimmtán ár.
26 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
Peningaskápurinn…
Actavis 41,90 -0,20% ...
Bakkavör 41,40 -0,70%... Burðarás 17,30 +0,00% ... FL Group
15,50 -0,60% ... Flaga 4,10 -1,00% ...HB Grandi 8,55 +0,00% ...
Íslandsbanki 15,00 +0,00% ... Jarðboranir 20,80 -1,00% ... KB
banki 582,00 +0,00% ... Kögun 58,10 +0,20% ... Landsbankinn
21,10 +0,50% ... Marel 62,90 +0,00% ... SÍF 4,84 +0,00% ...
Straumur 13,30 +0,00% ... Össur 88,00 -0,60%
Landsbankinn +0,48%
Kögun +0,17%
Síminn -1,96%
Vinnslustöðin -1,19%
Flaga -0,97%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
„Skuld Skjás eins við Símann var
til komin vegna fjárhagslegrar
endurskipulagningar í þeim til-
gangi að efla fjárhag sjónvarps-
stöðvarinnar fyrir þau verkefni
sem við erum að vinna og þau
verkefni sem fram undan eru,“
segir Brynjólfur Bjarnason, for-
stjóri Símans. Að auki hafi Ís-
lenska sjónvarpsfélagið fengið fé
að láni til að kaupa aðra hluthafa
út úr félaginu.
Stjórn Símans tók þá ákvörðun
í júní síðastliðnum að breyta 750
milljóna króna skuld Skjás eins
við Símann í hlutafé. Brynjólfur
segir það rétt sem kom fram í við-
skiptablaði Fréttablaðsins í gær
að Síminn ráði nú yfir nánast öllu
hlutafé Íslenska sjónvarpsfélags-
ins, sem rekur Skjá einn.
Í fyrra keypti Síminn félag
sem átti um helmingshlut í Skjá
einum á 96 milljónir króna. Fyrstu
þrjá mánuði þessa árs keypti Sím-
inn í öðru félagi sem átti í Skjá
einum og beint í sjálfri sjónvarps-
stöðinni fyrir 89 milljónir króna.
Samkvæmt reikningum Símans
réð fyrirtækið yfir tæpum 77 pró-
sentum hlutafjár í Skjá einum á
þessum tímapunkti.
Samkvæmt þessu keypti Sím-
inn 77 prósent hlutafjár í Skjá
einum fyrir 185 milljónir króna.
Skuldirnar voru meiri en eignirn-
ar á þessum tíma, samkvæmt
efnahagsreikningi Skjás eins, sem
getur skýrt lágt verð en Brynjólf-
ur vill ekkert tjá sig um þessa hlið
málsins. Bein fjárútlát Símans
vegna Skjás eins nema því nú 935
milljónum króna.
Brynjólfur tekur fram að allar
þessar upplýsingar hafi verið
væntanlegum kaupendum Símans
kunnar áður en fyrirtækið var
selt. Honum finnst eðlilegt að það
sé tekið fram að Fréttablaðið er í
eigu sömu aðila og eiga Og Voda-
fone, sem er samkeppnisaðili Sím-
ans. bjorgvin@frettabladid.is
BRYNJÓLFUR BJARNASON FORSTJÓRI Síminn var í eigu ríkisins þegar ákveðið var að
kaupa Skjá einn og lána félaginu 750 milljónir króna.
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ]
Gengishagnaður yfir einn
og hálfur milljarður.
SPRON skilaði 1.572 milljóna
króna hagnaði á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Hagnaður spari-
sjóðsins fyrstu sex mánuði ársins
er því orðinn meiri en allt árið í
fyrra. Arðsemi eigin fjár var 54
prósent á ári.
Hreinar vaxtatekjur stóðu í
stað á milli ára en hreinar rekstr-
artekjur hækkuðu um fimm pró-
sent. Samanlagður gengishagnað-
ur af fjármálastarfsemi var um
1.530 milljónir króna.
Rekstrargjöld hækkuðu um
rúm sjö prósent frá sama tíma í
fyrra en framlag í afskriftar-
reikning lækkaði um helming.
Eignir SPRON voru um 90
milljarðar króna 30. júní síðastlið-
inn. Eigið fé er orðið 8,5 milljarð-
ar króna en þar af er stofnfé
tæpir tveir milljarðar.
- eþa
SPRON skilar methagna›i
Síminn lánaði til
hlutabréfakaupa
Bein fjárútlát Símans vegna kaupa í Skjá einum nema 935
milljónum króna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I