Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 48
25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR32 Chris Coleman, knattspyrnustjóriFulham, hefur ekki hug á því að selja Frakkann Steed Malbranque, en mörg félög hafa reynt að fá hann í sínar raðir að undanförnu. Cole- man segir ekki koma til greina að láta einn af sínum bestu mönnum fara frá félaginu. „Það væri óábyrgt af mér sem knattspyrnustjóra að selja Malbranque til einhvers ann- ars félags. Hann er einn af bestu leikmönnum Fulham og ég get auð- vitað ekki sætt mig við það ef hann verður seldur. Það er mikið verk fram undan hjá leikmönnum og þjálfurum og það kemur ekki til greina að selja Malbranque.“ Shefki Kuqi, leikmaður BlackburnRovers, segist þakka guði fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að standa sig í úrvalsdeildinni. Kuqi, sem er upphaflega frá Kosovo en er með finnskan ríkisborgararétt, hefur byrjað leiktíðina vel og átt þátt í tveimur mörkum Blackburn-liðsins. „Ég bjóst ekki við því þegar ég fór til Finnlands að ég yrði að spila í ensku úrvalsdeildinni nokkrum árum síðar. Mér finnst auðvitað dá- samlegt að fá tækifæri til að spila með liði eins og Blackburn og nú verð ég að standa mig vel.“ Kuqi hefur verið í byrjunarliði Blackburn í fyrstu tveimur leikjum liðsins og verið líflegur í fremstu víglínu. Benedict McCarthy, landsliðs-maður Suður-Afríku, hefur verið orðaður við West Ham að undan- förnu en hann leikur með Porto í Portúgal. West Ham er að leita sér að framlínumanni til þess að vera til taks ef gamla brýnið Teddy Sher- ingham meiðist, en hann hefur leik- ið stórt hlutverk í liði West Ham í fyrstu leikjunum í úrvalsdeildinni. Rob Moore, umboðsmaður McCarthy, staðfesti við fjölmiðla í gær að tilboð hefði borist í leik- manninn. „Það barst tilboð í McCarthy frá West Ham en það þótti ekki nógu gott. Það er synd því McCarthy hefur mikinn áhuga á því að spila í Englandi.“ ÚR SPORTINU HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Fimmtudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík tekur á móti þýska liðinu Mainz í Evrópukeppni félagsliða á Laugardalsvelli.  18.30 Víkingur og Breiðablik mætast í 1. deild karla á Víkingsvelli. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn.  07.30 Olíssport á Sýn.  08.00 Olíssport á Sýn.  08.30 Olíssport á Sýn.  14.00 Dregið í riðla á Meistaradeild Evrópu á Sýn.  15.10 Bestu bikarmörkin á Englandi á Sýn.  16.30 Olíssport á Sýn.  16.50 Bikarkvöld á RÚV.  17.00 Kraftasport á Sýn.  17.30 Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi á Sýn.  18.00 Meistaradeild Evrópu á Sýn.  18.30 Liverpool-CSKA Sofia á Sýn.  20.50 Dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.00 Villarreal-Everton í Meistaradeild Evrópu á Sýn. Ekkert vanmat hjá Mainz Keflavík leikur í kvöld seinni leik sinn gegn fl‡ska úrvalsdeildarli›inu Mainz á Laugardalsvelli, en fyrri leiknum lauk me› 2-0 sigri Mainz. FÓTBOLTI Jürgen Klopp, knatt- spyrnustjóri Mainz, var ekki of sigurviss fyrir leikinn en var þó viss um að þýska liðið ætti að hafa sigur í leiknum ef það sýndi sitt rétta andlit. „Við vorum sterkara liðið í fyrri leiknum og hefðum vel getað unnið leikinn með meiri mun, en góð frammistaða mark- varðarins kom í veg fyrir stærri sigur okkar.“ Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, átti stór- leik í fyrri leiknum og kom í veg fyrir stærra tap Keflavíkur með frábærri markvörslu. Klopp sagði leikmenn sína vel meðvitaða um mikilvægi leiksins og var viss um að þeir myndu ekki vanmeta andstæðingana „Það má alls ekki vanmeta lið í Evrópukeppni. Það eru leikmenn í liði Keflavíkur sem við verðum að hafa góðar gætur á. Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson hafa báðir spilað vel í deilda- keppninni hér á Íslandi og við verðum að vara okkur á þeim. Að- stæðurnar eru líka ekki þær eins og við eigum að venjast. Við höf- um ekki oft leikið í vindi eins og var á fyrstu æfingunni okkar en við verðum bara að venjast þessu og spila góðan fótbolta. Það verð- ur mikilvægt að halda boltanum niðri ef það verður mikill vindur og svo verðum við helst að skora mark fljótlega í leiknum til þess að stjórna leiknum betur.“ Klopp sagðist hafa rætt við Helga Kolviðsson, fyrrverandi landsliðsmann Íslands, en hann lék með Mainz um tíma. „Hann sagði okkur lítillega frá liðinu og við vitum hverju má búast við.“ Christof Babatz, miðjumaður Mainz, sagði spilamennsku Kefl- víkinga í fyrri leiknum ekki hafa komið sér á óvart. „Leikurinn á okkar heimavelli var svipaður og við bjuggumst við. Keflvíkingar vörðust ágætlega en við áttum að skora fleiri mörk. Það er mikil- vægt fyrir félagið að vinna þenn- an leik gegn Keflavík og það ætlum við okkur að gera.“ - mh AXEL BUSENKELL OG JÜRGEN KLOPP Knattspyrnustjóri Mainz og aðstoðarmaður hans segja leikmenn sína stað- ráðna í því að vinna leikinn gegn Keflavík. Mainz hefur ekki byrjað vel í þýsku úrvalsdeildinni en liðið var í ellefta sæti á síðustu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.