Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 62
46 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa t Heimildarmynd Þorsteins J. Vil-hjálmssonar, Ása amma, sem varsýnd í Sjónvarpinu í síðustu viku, hefur vakið mikil viðbrögð í sam- félaginu. „Það sem skiptir mestu máli er að myndin hefur vakið athygli á réttarstöðu aldraðra. Það sem fólk er að kveikja á er að þessi mál eru í fullkomnum ólestri,“ segir Þor- steinn. „Formaður Félags eldri borgara segir að við séum þrjátíu árum á eftir Dönum í þessum mál- um. Það er líka prinsippið. Þetta er mynd um þolandann en ekki gerandann og þessa gloppu í kerf- inu þar sem veikir einstaklingar eiga sér engan málsvara.“ Þorsteinn segist ekkert hafa heyrt frá lögfræðingum konunnar sem er í myndinni sökuð um að hafa „rænt“ móður sinni og tekið af henni íbúðina, þrátt fyrir hót- anir þess efnis í fjölmiðlum. „Það er hennar réttur að tala við lög- fræðing ef henni finnst vera á sér brotið. Það sem barnabörn ömm- unnar segja er undir fullu nafni og er þeirra skoðun og því miður fékkst konan ekki til að tala við mig um þetta mál. Það sem stend- ur eftir er spurningin um hvort það hindri algerlega að það sé fjallað um mál ef einn aðili vill ekki tjá sig,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteini er hótað lögsókn. „Mér var líka hótað vegna viðtals sem ég átti við einn málsaðila úr mál- verkafölsunarmálinu. Það viðtal var tekið með fullu samþykki hans og það varð aldrei neitt úr þessari hótun. Þegar maður fjall- ar um viðkvæm mál reynir maður að gera eins vel og manni er unnt. Það liggur í hlutarins eðli að það eru ekki allir sáttir.“ Hefur á›ur veri› hóta› lögsókn ÞORSTEINN J. Þorsteini var hótað lög- sókn vegna heimildarmyndar sinnar um málverkafölsunarmálið. Auðunn Blöndal, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið sem einn af Strákunum, verður aðal- númerið í einleiknum Typpatali sem verður frumsýndur á Nasa 26. október. Sigurður Sigurjónsson leikstýr- ir verkinu, sem hefur notið vin- sælda bæði í Bretlandi og Banda- ríkjunum. „Það er mjög spennandi að vinna með Sigurði og okkur líst mjög vel á þetta,“ segir Auðunn. Jón Atli Jónasson, rithöfundur og leikritahöfundur, hefur þýtt verk- ið fyrir íslensku útgáfuna en höfundur verksins er Bretinn Richard Herring. Það eru btb ehf. og Á þakinu ehf. sem standa að verkinu hér á landi. Auðunn hefur áður staðið einn uppi á sviði fyrir framan fjölda manns, en þá sem uppistandari. Þessi sýning er aftur á móti af öðrum toga þó svo að hann verði einnig einn á sviðinu. „Þessu fylgja kostir og gallar. Þarna er bara einn leikari sem getur skitið á sig og þú getur ekki kennt nein- um öðrum um,“ segir Auðunn, sem hefur mikinn áhuga á leiklist. „Mér finnst gríðarlega skemmti- legt að leika og væri alveg til í að læra það betur.“ Þótt svo að sýningin fjalli um typpi segir Auðunn hana ekki dónalega. „Þetta fjallar um „vin- inn“ en þetta verður samt ekkert bannað. Þetta er alls ekkert klám.“ Aðspurður segist Auðunn eiga sér fyrirmyndir í uppistandi í Þorsteini Guðmundssyni, Jóni Gnarr og Pétri Jóhanni Sigfús- syni, félaga sínum úr Strákunum. Hann býst við því að fá góða að- stoð þegar kemur að einleiknum. „Það er hellingur af liði sem á eftir að koma með punkta inn í þetta, meðal annars Pétur og Hall- grímur Helgason. Við ætlum að reyna að bæta inn í þetta íslensku gríni eins og við getum.“ Að sögn Auðuns eru æfingar fyrir verkið að hefjast af fullum krafti og munu standa yfir í allan september. Þrátt fyrir það tekur hann sér ekki frí frá Strákunum eins og Sveppi gerði fyrir sýning- una Kalli á þakinu. „Þetta er það þægilega við að vera einn í sýn- ingu. Við Siggi getum planað þetta sjálfir eftir því hvernig okkur hentar,“ segir hann. Auðunn bætir því við að ýmis- legt sé væntanlegt frá Strákunum sem geti valdið fjaðrafoki rétt eins og atriðið með hitamælinn sem var sýnt um daginn. „Það voru misjafnar skoðanir á þessu. Sumir hlógu, sumum ofbauð og sumir vissu ekkert hvernig þeir áttu að haga sér, sem var eins og mér leið sjálfum. Mér fannst við ekki fara yfir strikið miðað við hvernig þetta var myndað. Þetta er gert á öllum heimilum þó svo að þetta sé ekki alltaf gert við 32 ára gamlan karlmann.“ freyr@frettabladid.is AUÐUNN BLÖNDAL Stífar æfingar vegna Typpatals hefjast hjá Auðuni og Sigurði Sigur- jónssyni á næstunni. EINLEIKURINN TYPPATAL: FRUMSÝNDUR Í OKTÓBER Auðunn talar um „vininn“ FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLISTIN Pönk, rokk, reggí, ska og alter- natív, auk þess sem er að vakna hjá mér smá áhugi fyrir djassi. Reyndar er ég illa að mér í flokkun og skilgreiningu á tónlist og veit því oft og tíðum ekkert hvað það heitir sem fellur mér að eyra. Oft fer þetta þó alveg eftir aðstæðum; við ákveðnar að- stæður hef ég dansað við Staying Alive þótt mér finnist diskótónlist vera viðbjóður. BÓKIN Ég las nýlega Sólskinsfólkið eftir Steinar Braga sem er vel skrifuð, frumleg og góð skáldsaga. BÍÓMYNDIN Síðasta góða kvikmyndin sem ég sá var hin norska Elling, sem mér þótti frábær. Það er kostulegt að fylgjast með því hvernig söguhetjan tekst á við til- veruna. BORGIN Kaupmannahöfn er falleg, lifandi og skemmtileg borg. Íbúarnir eru líka dug- legir við að fara leiða sinna á reiðhjólum eða með almenningssamgöngum og það er mér að skapi. Reykvíkingar mættu taka þá sér til fyrirmyndar. Annars hef ég komið til margra áhugaverðra borga en nefni væntanlega Kaupmannahöfn vegna þess að ég kom síðast þangað. BÚÐIN Bónus. Ódýrar lífsnauðsynjar. Versl- anir eiga annars engan sérstakan sess í mínum huga. VERKEFNIÐ Ég og kærastan mín vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð. Við stöndum því frammi fyrir því skemmtilega verkefni að skapa okkur gott heimili. Og svo er ég auðvitað, ásamt öðrum Stúdentaráðslið- um, alltaf að vinna við það skemmtilega og krefjandi eilífðarverkefni sem hags- munabarátta stúdenta er. … fá Dr. Gunni og Felix Bergsson fyrir að snúa loksins aftur með hinn frábæra þátt Popppunkt. HRÓSIÐ AÐ MÍNU SKAPI ELÍAS JÓN GUÐJÓNSSON, FORMAÐUR STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Það fór miklu minna fyrirpartígellunni og leikkon- unni Cameron Diaz í Reykjavík en margir höfðu gert sér vonir um. Diaz er þekkt fyrir það að vera ölkær mjög og hrókur alls fagnaðar en samt hafa engar krassandi kjaftasögur spurst út af afrekum hennar í ís- lensku næturlífi. Hún sást þó snæða á Sjáv- arréttakjallaranum á meðan á Ís- landsdvölinni stóð en þar var hún til mikillar fyrirmyndar. Það vefst því enn fyrir fólki hvað í ósköpunum Diaz var að vilja á klakann, hafi til- gangurinn ekki verið trylltur dans uppi á borðum reykvískra skemmti- staða. Sú kenning hefur í framhald- inu verið viðruð að stúlkan hafi fyrst og fremst verið hingað komin til þess að kanna aðstæður fyrir heimshornaflakksþátt sinn á MTV- sjónvarpsstöðinni. Íslenskir aðdá- endur hennar gera sér því góðar vonir um að hún muni snúa aftur von bráðar og gera landi og þjóð ít- arleg skil á MTV. Þá má einnig halda í þá von að hún láti verða af því að sletta ærlega úr klaufunum ef hún heiðrar Reykjavík aftur með nærveru sinni. LÁRÉTT: 1 vofur 6 skjögur 7 Austfirðir 8 vafi 9 flýtir 10 sjáðu 12 fæða 14 fugl 15 klaki 16 staldrað við 17 hryggur 18 rof. LÓÐRÉTT: 1 myrði 2 bein 3 smáorð 4 eldsneyti 5 ái 9 keyra 11 söngstíll 13 sót 14 loka 17 berist til. LAUSN LÁRÉTT: 1Drauga,6Rið,7Af, 8Ef, 9Asi, 10Sko,12Ala,14Lóa,15Ís,16Áð, 17Bak,18Slit. LÓÐRÉTT: 1Drep,2Rif, 3Að,4Gasolía, 5Afi,9Aka,11Jóðl,13Aska,14Lás, 17Bt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Pönk, Bónus og Kaupmannahöfn Átta manna hópur frá Vest-urporti flaug í morgun út til London. Þar ætlar hann að hitta sjálfan Nick Cave en eins og fjölmiðlar hafa greint frá að undanförnu mun hann semja tónlist- ina við nýjasta verk hóps- ins, uppsetningu á Woyzeck eftir Georg Büchner. Mikill spenningur er í hópnum og fer hann meðal annars á tónleika með Cave í Alexandra Palace. Hópurinn verður fram á mánudag í London og mun eyða þremur dögum í hljóðveri með meistara Cave. Tón- listamaðurinn Pétur Benediktsson og Nína Dögg Filippusdóttir munu starfa hvað nánast með Cave auk Gísla Arnar Garðars- sonar. Ekki er útilokað að Nína Dögg muni nýta sér tækifærið og taka upp Where the Wild Roses Grow sem söngdívan Kylie Minogue gerði ódauðlegt með Cave.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.