Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 6
6 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Gjaldskrárhækkun leikskóla Reykjavíkur: Dregin til baka vegna flr‡stings REYKJAVÍKURBORG „Það er bara hollt að stjórnmálamenn skipti stund- um um skoðun,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, en borgarráð sam- þykkti einróma í gær tillögu Al- freðs Þorsteinssonar um að Reykjavíkurborg félli frá fyrir- huguðum breytingum á gjaldskrá leikskólanna. Gjaldskrá fyrir börn, þar sem annað foreldrið er í námi, mun því ekki hækka. Stein- unn segir það hafa verið vegna mikils þrýstings frá stúdentum að ákveðið var að setjast aftur yfir málið. Einnig í ljósi þess að verið er að vinna að því að koma á gjald- frjálsum leikskólum hafi verið ákveðið að taka ekki þennan slag. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, sem á sæti í Stúdentaráði segir stúd- enta fagna þessari ákvörðun. „Að sjálfsögðu fögnum við þessu, baráttunni er lokið.“ „Þetta er í samræmi við okkar tillögur sem R-listinn hafði stungið undir stól,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. „Við erum því mjög ánægðir með þetta.“ Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslyndra, segir að ekki hafi þurft að koma til þessi „sundrung“ R-listans til að taka þessa ákvörðun; „Við vorum alfarið á móti þessum hækkunum frá upp- hafi, sem er í samræmi við stefnu okkar um að lækka eða fella niður þjónustugjöld barnafjölskyldna.“ - ss Hundrað þúsund krónur boðnar á fermetrann: Hestamönnum flykir ver›i› of lágt SKIPULAGSMÁL Hesthúsaeigendum í Glaðheimum hafa undanfarið verið boðnar 80.000 eða 100.000 krónur á fermetrann fyrir hest- hús sín, sem er hærra fermetra- verð en fæst fyrir góð einbýlis- hús víða á landsbyggðinni, en eins og sjá má á töflunni fæst jafnvel tvöfalt hærra verð fyrir hesthúsin en íbúðarhús í Vest- mannaeyjum eða Höfn í Horna- firði. Ætla mætti að það þætti gott verð, en hesthúsaeigendum ber þó ekki saman um það. „Ég hugsa að þetta sé of lágt verð,“ segir Tómas Sigurðsson, hestamaður í Kópavogi. Tómas er ásamt fleirum með fimmtán hesta í hundrað fermetra húsi sem líklega myndu fást átta millj- ónir fyrir ef tilboðinu yrði tekið. Félagsmenn í hestamanna- félaginu Gusti eiga húsin sjálfir, en Gustur leigir lóðina af Kópa- vogsbæ. Tómas telur að vegna lóðaverðs yrði kostnaðurinn við að koma sér upp nýrri aðstöðu mun meiri en verðið sem fæst fyrir húsið. Tómas hefur ekki trú á því að tölurnar sem fjárfestarnir hafa gefið upp í fjölmiðlum standist. Félagið sé lítið og flestir þekki deili hver á öðrum. „Ég veit ekki um neinn sem hefur selt.“ - grs STRÁKARNIR OKKAR Hefur þú trassað að fara með bílinn þinn í skoðun? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Sjónvarpið að einbeita sér að innlendri dagskrárgerð? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 81% 19% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Mannskæ› fló› í rénun A› minnsta kosti 42 hafa farist í miklum fló›um sem sta›i› hafa í Evrópu sí›ustu daga en í gær tók vatni› loksins a› sjatna. fiyrlur björgu›u fólki sem leita› haf›i skjóls á húsflökum í Bern, höfu›borg Sviss. VATNSFLÓÐ Flóðin í Mið-Evrópu sem hafa dregið í það minnsta 42 manns til dauða eru heldur í rén- un. Í Bern, höfuðborg Sviss, þurfti aftur á móti að rýma fjölda húsa þegar áin Aare flæddi yfir bakka sína. Mikið lægðakerfi hefur gengið yfir miðja Evrópu síðustu daga og hefur úrkoma verið með allra mesta móti. Ár hafa flætt yfir bakka sína og flóðgarðar brostið með tilheyrandi eignatjóni. Í gær fór hins vegar að draga úr úrkom- unni og um leið tók vatnið víða að sjatna. Rennslið í Dóná náði hins vegar ekki hámarki fyrr en í gær- kvöld. Verst hefur ástandið verið í austanverðri álfunni, í Rúmeníu týndi 31 lífi þegar flóð kaffærðu 1.400 hús um mitt landið. Þar er þriggja ennþá saknað, þeirra á meðal fjögurra ára gamallar stúlku. Ellefu manns eru látnir eða er saknað í Þýskalandi, Aust- urríki og Sviss og mikið tjón hefur orðið á mannvirkjum og ökrum í Búlgaríu, Slóveníu og Moldóvu. Í Alpahéruðunum rofnuðu allar samgöngur við fjölda þorpa eftir að vatnselgurinn reif vegi í sund- ur. Varð að flytja vistir á vettvang með þyrlum. Í Sviss hefur ástandið verið með versta móti. Gamli bærinn í Luzern er nánast á kafi og rýma varð fjölda húsa í höfuðborginni Bern þegar áin Aare tók að flæða yfir bakka sína. Þyrlur hífðu fólk á brott sem hafði leitað skjóls undan flóðinu á þökum húsa sinna. Talið er að tólf manns séu fastir inni í húsunum og sögðu stjórnvöld í gær að staðan væri viðkvæm. sveinng@frettabladid.is MEÐALFERMETRAVERÐ ÍBÚÐARHÚSA Á NOKKRUM STÖÐUM Á LANDINU Reykjavík 170-250 þúsund Akureyri 120-180 þúsund Árborg 110-170 þúsund Akranes 80-115 þúsund Grindavík 75-135 þúsund Hesthús í Glaðheimum 80-100 þúsund Fjarðabyggð 65-105 þúsund Ísafjörður 55-75 þúsund Vestm.eyjar 50-60 þúsund Höfn í Hornafirði 45-55 þúsund Heimild: Verðsjá Fasteignamats ríkisins (www.fmr.is) Íslendingur í Bern: Allt er á floti Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumaður með Young Boys, býr í Bern. „Engin rösk- un er á högum okkar sem búum ofar í borginni. Allt er hins vegar á floti hjá þeim sem búa við ár- bakkann, þar sér maður hús- toppana rétt standa upp úr.“ Grétar segir samgöngur ganga greiðlega á milli bæjarhluta en viðurkennir að ástandið sé víða slæmt. „Sumir staðir eru algerlega á kafi undir vatni. Í bænum hér við hliðina er heimavöllur liðsins Thun og hann er núna þrjá metra undir vatni. Liðið var að komast í Meistaradeildina í vikunni en mun ekki spila á vellinum sínum á næstunni.“ -shg BERNARBÚUM BJARGAÐ Þyrlur voru notaðar við björgunarstörfin í gær þegar Aare tók að flæða yfir bakka sína. Meðal annars var roskin kona hífð af þaki húss síns. Álver í Reyðarfirði: Hafist handa vi› flakgrind ÁLVER Í síðustu viku var stórum áfanga náð í byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði þegar starfsmenn Bechtel byrjuðu að setja saman stálgrind sem bera mun uppi þak kerskálanna. Stálinu var skipað upp á nýju álvershöfnina í ágústbyrjun en alls var um að ræða 10.521 stykki af byggingarstáli sem samanlagt vó tæplega 3.200 tonn. Annar skipsfarmur af bygging- arstáli er nú á leið frá Hong Kong og er búist við að hann komi á bygg- ingarstað 15. september. - kk LÍBERÍA WEAH Í FORSETASLAGINN For- setakosningar verða haldnar í Afríkuríkinu Líberíu 11. októ- ber næstkomandi. Margir eru um hituna, þar á meðal knatt- spyrnumaðurinn George Weah sem gerði garðinn frægan með AC Milan og Chelsea á árum áður. Hann hefur enga reynslu af stjórnmálum en þykir engu að síður eiga nokkuð góða möguleika vegna fornrar frægðar. DÓMSTÓLAR MANNABREYTINGAR HJÁ DÓM- STÓLARÁÐI Anna Mjöll Karls- dóttir lögfræðingur tekur um mánaðamótin við starfi fram- kvæmdastjóra Dómstólaráðs af Elínu Sigrúnu Jónsdóttur, sem fer í fæðingarorlof til tveggja ára. Dómstólaráð var stofnað 1. júlí 1998 og hefur umsjón með héraðsdómstólum landsins. VIÐ LEIK Í LEIKSKÓLA Stúdentar sem eiga maka í fullri vinnu þurfa ekki að greiða hærri leikskólagjöld. GRÉTAR RAFN STEINSSON FYRIRHUGAÐ ÁLVER Verið er að setja stálgrindina upp þessa dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.