Fréttablaðið - 26.08.2005, Side 10
FARMI VARPAÐ Rússar og Kínverjar hafa
að undanförnu staðið fyrir heræfingum á
austurstrandarlandamærum ríkjanna. Þær
eru augljóslega til marks um aukna hern-
aðarsamvinnu þessara tveggja stórvelda.
10 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Þingeyingur á níræðisaldri hefur gefið 2,5 milljónir króna til hjálparstarfs:
Óskaplegt a› sjá heilu fljó›irnar svelta
GÓÐGERÐARSTARF Laufey H. Helga-
dóttir, 82 ára Þingeyingur sem bú-
sett er í Borgarnesi, gaf nýlega
eina milljón til hjálparstarfs
Rauða krossins í Níger. Í Níger
ríkir nú hungursneyð og óttast er
um afdrif milljóna ef svo fer sem
horfir. Laufey segir það góðverk
að gefa fé í svona hjálparstarf.
„Ég er búin að lesa og sjá svo
mikið af myndum af mörgum
börnum sem fá ekki að borða. Það
er óskaplegt að sjá heilu þjóðirnar
svelta, sérstaklega ef maður
hugsar um allan þann mat sem fer
til spillis hér heima.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Laufey gefur stórar upphæðir til
hjálparstarfs Rauða krossins. Í
ársbyrjun gaf hún milljón til
stuðnings fórnarlamba flóðbylgj-
unnar í Asíu og á síðasta ári gaf
hún hálfa milljón í söfnunina
Göngum til góðs til hjálpar börn-
um sem búa við ógnir stríðsátaka.
Á einu ári hefur Laufey því gefið
á þriðju milljón til hjálparstarfs.
Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross Ís-
lands, segist hrærð yfir framlög-
um Laufeyjar. „Laufey er einstök
kona með stórt hjarta og geislar
af mannkærleik og samfélags-
vitund í víðum skilningi. Við erum
henni afar þakklát.“
- ss
LÖGREGLUMÁL Skráðum ofbeldis-
brotum í miðborg Reykjavíkur
fækkaði um 40 prósent á fimm ára
tímabili frá árinu 2000 til loka árs-
ins 2004. Lögregluyfirvöldum
þykir þetta sýna að umtalsverður
árangur hafi náðst og þakka það
helst öryggismyndavélum og
breyttum opnunartíma skemmti-
og veitingastaða.
Þetta kemur fram í úttekt Boga
Ragnarssonar. Þar segir að 2004
voru skráð 463 ofbeldismál í
miðborginni en allt árið 2004 voru
skráð 282 slík mál í bækur lög-
reglu. Fækkaði því brotum um
tæplega 200 á þessum árum.
Skýrsluhöfundur bendir
breyttan opnunartíma skemmti- og
veitingastaða auk uppsetningar
eftirlitsmyndavéla sem helstu
orsakir þessarar fækkunar ofbeld-
isverka.
Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir
skýrsluna sýna svo ekki verði um
villst að staða mála í miðbænum
hafi batnað til mikilla muna, þvert
á það sem oft á tíðum kemur fram
í fjölmiðlum. „Fjölmiðlar hafa til-
hneigingu til að mála skrattann á
vegginn hvað miðborgina varðar.
Atburðir sem þar gerast virðast
fá meiri og stærri umfjöllun í fjöl-
miðlum en sams konar atvik ann-
ars staðar. Við höfum staðið fyrir
rannsókn sem sýnir og sannar að
þegar umfjöllun um miðborgina
var lítil í fjölmiðlum jókst örygg-
istilfinning almennings til muna.“
Tvennt skekkir úttektina að
nokkru leyti. Annars vegar er
enginn samanburður á því hvort
brot voru almennt grófari eða
vægari umrædd ár en ýmsir
læknar telja líkamsárásir verða
alvarlegri ár frá ári. Hins vegar
er töluverður fjöldi brota sem
aldrei er kærður eða kemur að
öðru leyti ekki til kasta lögreglu
og er því ómælanlegur.
albert@frettabladid.is
Karl Gústaf í árekstri:
Konungur
slapp ómeiddur
SVÍÞJÓÐ Karl Gústaf Svíakonun-
ungur lenti í árekstri á silfurlit-
aðri BMW-bifreið sinni í gær.
Hann ók aftan
á bláan Volvo
utan við ham-
borgarastað-
inn Max í mið-
borg Norrköp-
ing skömmu
fyrir hádegið.
Konungur-
inn sat sjálfur
undir stýri en
slapp ómeidd-
ur úr árekstr-
inum. Bíll hans skemmdist hins
vegar nokkuð. Konungurinn var á
leið frá Solliden til Stokkhólms
þar sem hann afhenti Vatnsverð-
laun Stokkhólmsborgar í gær-
kvöldi. ■
FLUGSTÖ‹ LEIFS EIRÍKSSONAR
For›ist bi›ra›ir á flugvellinum
Vegna aukinna öryggisrá›stafana á flugvöllum
og til hæg›arauka hvetjum vi› farflega til a›
mæta tímanlega í Leifsstö› flegar fari› er úr
landi. Vi› mælum me› a› farflegar mæti í flug-
stö›ina tveimur klukkustundum fyrir brottför.
Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 á morgnana
í bo›i Flugstö›var Leifs Eiríkssonar.
Gef›u flér tíma
í Leifsstö›
Finni› rúturnar me› okkar merki
Athugi› a› innritun í Flugstö›inni hefst kl. 5.00.
Tilbo›i› gildir frá 1. júní - 31. ágúst 2005
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Ókeypis sætafer›ir
frá BSÍ kl. 4.30
ÞAKKAÐ FYRIR GJÖFINA Bjarni Þorsteinsson, formaður Borgarfjarðardeildar Rauða kross
Íslands, heimsótti Laufeyju og færði henni þakkir fyrir framlagið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ÍS
LI
E
IN
AR
SS
O
N
KONUNGSBÍLLINN
KLESSTUR Ók aftan á
bláan Volvo.
RANNSÓKNIR „Það er beinlínis
rangt að segja að fjórði hver
fræðimaður sé óvirkur í rann-
sóknum,“ segir Kristín Ingólfs-
dóttir, rektor Háskóla Íslands, um
niðurstöður úttektar sem greint
var frá í Fréttablaðinu í vikunni.
Þær gáfu til kynna að fjórðungur
fræðimanna í fullu starfi við HÍ
væri nánast óvirkur í rannsókn-
um.
„Stór hluti þessa hóps er virkur
en ekki fullvirkur og á því geta
verið ýmsar skýringar,“ segir
Kristín og bendir á að Ísland sé í
sjöunda sæti á heimsvísu í birtum
rannsóknum miðað við höfðatölu,
sem gæti aldrei gerst væru svo
margir fræðimenn óvirkir.
Kristín segir einnig langan
tíma geta tekið fyrir yngstu
fræðimennina að koma sér fyrir.
Þá geti tekið langan tíma að fá
birtingarhæfar niðurstöður úr
viðamiklum rannsóknum og engin
rannsóknarstig fáist á meðan. Að
sögn Kristínar skila þó fimm til
sjö prósent fræðimanna ekki við-
unandi árangri í starfi og tekið
verður á því. - grs
Háskólarektor segir fræðimenn standa sig í starfi:
Flestir í rannsóknum
Ofbeldisbrotum
fækkar miki›
Ofbeldisbrot í mi›bæ Reykjavíkur voru 40 prósentum
færri á sí›asta ári en ári› 2000. Breyttum opnunartíma
skemmtista›a og öryggismyndavélum um a› flakka.
STAÐREYNDIR ÚR SKÝRSLUM
LÖGREGLUNNAR
89 prósent þeirra sem ofbeldisverk
frömdu í miðbænum á síðasta ári
voru ölvuð
64 af 249 ofbeldismálum á síðasta ári
eru enn óupplýst
Vopn koma ekki við sögu í meirihluta
ofbeldismála
Ofbeldismál eru algengust kringum upp-
haf nýs kortatímabils í hverjum mánuði
LISTVIÐBURÐIR Fjöldi tónlistar-
manna kemur fram á tónleikum
sem haldnir verða í Kerinu í
Grímsnesi klukkan tvö á morgun
til styrktar björgunarsveitinni
Björgu á Eyrarbakka. Röð báta á
vatni sprengigígsins myndar svið
fyrir listamennina, en gestir tylla
sér í gróna hlíð Kersins. „Þetta
eru þriðju tónleikarnir sem haldn-
ir eru í Kerinu en slíkir tónleikar
þykja mikil upplifun, ekki síst
vegna magnaðs hljómburðar,“
segir í tilkynningu.
Hlöðver Þorsteinsson, varafor-
maður björgunarsveitarinnar
Bjargar, segir tónleikana hafa
verið vel sótta og hlakkar mikið
til helgarinnar. „Í fyrra voru hér
um 3.000 manns í blíðskaparveðri
og spáin fyrir helgina núna spillir
ekki fyrir,“ sagði hann og kvað
næg bílastæði við Kerið.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur, en
frítt fyrir börn undir fermingu.
Fram koma KK og Ellen Krist-
jánsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson tenórsöngvari, Ragnhild-
ur Gísladóttir söngkona, Hreimur
Heimisson, söngvari úr Landi og
sonum, og Vignir Snær Vigfússon,
tónskáld og gítarleikari Írafárs,
auk fjölda annarra. Tónleikunum
stjórnar Árni Johnsen. - óká
Tónleikar í Kerinu í Grímsnesi:
Haldnir til styrktar Björgu
KERIÐ Í GRÍMSNESI Kerið minnir um
margt á grískt hringleikahús.
ERILL Á MENNINGARNÓTT Lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af fjölda fólks í miðbæ
Reykjavíkur eftir að dagskrá Menningarnætur lauk.