Fréttablaðið - 26.08.2005, Qupperneq 54
Ár eftir ár stend ég mig að því að gera sömu mistökin;
ég fer í bæinn á Menningarnótt í þeim tilgangi að
skemmta mér. Einhvern veginn tekst mér alltaf að
gleyma því að það er einfaldlega ekki hægt að skemmta
sér þessa nótt, nema að manni finnist æðislega gaman
að standa í röð, vera með nefið í hárinu á einhverjum
ókunnugum og verða rennvotur í rigningunni.
Á einhvern óútskýranlegan hátt tókst mér þó að komast
inn á skemmtistað á laugardaginn eftir að hafa barist
með kjafti og klóm til að komast inn. Rennandi vot,
hárið orðið krullað og með maskara niður á kinnar
stefndi ég á barinn. Þar reyndi ég að ná sambandi við
barþjóninn því ég var orðin ansi þyrst í bjór eftir allt
umstangið. Eftir annan bardaga við álíka þyrst fólk,
komin með bjór í höndina og tilbúin að fara að spjalla
við bargestina sneri ég mér við og gekk á vegg. Það var
einfaldlega ekki hægt að þverfóta fyrir æstu liðinu.
Klesst upp við vin minn ákvað ég að klára bjórinn minn
og koma mér heim sem fyrst.
Þessi nótt er auðvitað af hinu góða og mér finnst alveg
frábært hvað fólk er orðið áhugasamt að skoða þróun
menningar í Reykjavík. Borgin iðar af lífi og listamenn
fá tækifæri til að sýna listir sínar á öllum götum mið-
borgarinnar. Fólk hvaðanæva að heimsækir borgina í
þeim tilgangi að láta mata sig af menningu og upplifa
eitthvað nýtt. Það fyndna við þetta allt saman er það að
þessa menningu er ekki aðeins að finna þessa einu
nótt í ágúst. Hún er nefnilega til staðar allan ársins
hring. Allt of mörgum dettur bara ekki í hug að skoða
hana nema akkúrat þennan eina dag!
Ég mæli með því að allir þeir sem fá sinn skammt af
menningu af og til ættu að vera alls staðar annars staðar
en í miðborginni. Prufa til dæmis að fara út á land og
kanna náttúruna í þögninni eða kúra heima yfir góðri bíó-
mynd með popp og kók. Þannig gætum við leyft hinum
að njóta kvöldsins án þess að þurfa að troðast í gegnum
endalausa mannmergðina. Það eru hvort eð er aðeins
þeir örfáu fremstu sem virkilega sjá það sem er að gerast.
Ég held nefnilega að
við getum gert góðan
díl með því að
skipta á þessu eina
kvöldi og restinni
af árinu. Þá fá allir
það sem þeir
vilja og geta
skoðað
mannlífið
og atburð-
ina óáreitt.
Ég er ekki
frá því að
þetta sé al-
veg ágætis
lausn sem geri
kvöldið enn
betra!
42
Margt var um manninn á frumsýn-ingu myndarinnar Deuce Biga-
low: European Gigolo en þar ber
helst að nefna sjálfan
Rob Schneider, aðal-
leikara og meðhöfund
myndarinnar. Kapp-
inn vakti mikla lukku
þegar hann spígspor-
aði í anddyri Smára-
bíós í Dead-jakka
eftir Jón Sæmund. Logi
Bergmann Eiðsson heiðraði
Hollywood-leikarann með nærveru
sinni en Svanhildur Hólm var hvergi
sjáanleg. Tinna Marína Idol-stjarna
var hins vegar þétt við hlið unnusta
síns, Siffa á Kiss FM. Aðrar Idol-
stjörnur á staðnum voru Davíð
Smári og Helgi Þór.
FM 95,7 gæjarnir Ásgeir Kolbeins,Svali og Heiðar Aust-
mann voru kátir og náðu
greinilega vel til Schneiders.
Fegurðardrottningarnar voru
svo að sjálfsögðu mætt-
ar á svæðið eins og svo
oft á viðburðum sem
þessum en Unnur
Birna, núverandi ung-
frú Ísland, var sérstak-
lega kynnt fyrir Rob og
þau fengin saman í
stutta myndatöku.
Ragnhildur Steinunn lét
heldur minna fyrir sér
fara en hún kom á myndinna með
vinkonu sinni af Sjónvarpinu, henni
Sigrúnu Ósk sem var í Atinu. Siggi
Kaiser mætti með hina fögru Stein-
unni úr Nylon upp á arminn og er
skemmtilegt að sjá hversu mikill
hjónasvipur er með parinu.
Í eftirpartíinu, sem var á Rex, færðistheldur betur fjör í leikinn þegar allir
aðalleikararnir úr Flags of Our
Fathers létu sjá sig ásamt fylgdarliði.
Ryan Phillippe, Jesse Bradford,
Jamie Bell, Adam Beach og Joe
Cross voru kotrosknir og duglegir að
panta drykki á barnum. Þeir voru svo
ekki feimnir við að blanda geði við
íslensk fljóð sem sveimuðu í kringum
þá eins og mý á
mykjuskán. Íslenskir
leikarar létu sig held-
ur ekki vanta því Þor-
valdur Davíð, Victor
Blær og Unnur Ösp
tóku öll þátt í gleð-
inni.
LÁRÉTT: 1 bikkja 6 há 7 þurrka út
8 klukkan 9 stykki 10 spil 12 örn 14
klæðalaus 15 ónefndur 16 tímaeining
17 of lítið 18 listi.
LÓÐRÉTT: 1 bættu við 2 fiskur 3 2 eins
4 umbylta 5 rönd 9 sigti 11 starf 13 ekki
úti 14 hólf 17 hætta.
LAUSN
Stór Humar
Medium Humar
Sigin grásleppa
Stór Humar
Medium Humar
Sigin grásleppa
Kvikmyndagerðarmaður inn
Baltasar Kormákur er á ferð og
flugi þessa dagana. Svo miklu
flugi að tollverðirnir í Leifsstöð
halda því fram að hann sé kominn
með fleiri flugmílur en flugmenn-
irnir sjálfir.
Hann hefur meðal annars setið
í dómnefnd á Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Kaupmanna-
höfn, þar sem hann er í góðum
hópi kvikmyndagerðarmanna og
leikara. Formaður dómnefndar-
innar er Nicolas Roeg, sem gerði
Don’t Look Now með Julie
Christie og Donald Sutherland.
Aðrir meðlimir eru Susanne Bier,
leikstjóri Den eneste ene, og
þýski leikarinn Udo Kier. „Ég hef
alltaf kunnað vel við mig í Kaup-
mannahöfn og í Danmörku yfir-
höfuð,“ sagði Baltasar. „Myndirn-
ar mínar hafa gengið vel hérna og
101 Reykjavík var til að mynda
mjög vinsæl,“ bætti hann hróðug-
ur við. „Þar að auki er Magasin du
Nord jú í eigu fjölskyldunnar,“
sagði hann í gríni en vissi þó ekki
hvort Danir byggju yfir þeirri
vitneskju. Hátðin stendur til 28.
ágúst en þá reiknar Baltasar með
því að heilsa upp á tollverðina í
Leifsstöð og hljóðvinna A Little
Trip to Heaven. Svo er ferðinni
heitið til Bandaríkjanna þar sem
myndin verður fullunnin fyrir
Toronto-hátíðina en þar á að
frumsýna hana í september.
Baltasar verður ekki í slæm-
um félagsskap með myndina en
eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrir nokkru var hún valin í
flokkinn Special Presentations. Í
ár verða þar ekki ómerkari kapp-
ar en Roman Polanski með mynd
sína um Oliver Twist en í hlut-
verki Fagins er enginn annar en
Ben Kingsley. Þá verður einnig
Bjólfskviða Sturlu Gunnarssonar
sýnd í þessum flokki en banda-
ríski leikstjórinn Robert Zemeck-
is er nú að endurgera hana með
Angelinu Jolie og Anthony Hopk-
ins. ■
Baltasar sest í dómarasæti›
BALTASAR KORMÁKUR Situr í dóm-
nefnd alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Kaupmannahöfn.
FROSTI OG BARÐI JÓHANNSSON Í KVÖLDÞÆTTINUM Viðtalið gekk vel framan af. Það var þó einhver spenna í loftinu og lítið
mátti út af bregða. Síðan varð sprenging þegar Guðmundur spurði Barða hvort hann væri hommi. Barði sagðist ekki taka þátt í svona
lélegu viðtali, stóð upp og fór.
BARÐI JÓHANNSSON: GEKK ÚT ÚR KVÖLDÞÆTTINUM
Nóg af meðalmennskunni
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fá menntaskólakennararnir
Bragi Halldórsson, Knútur Haf-
steinsson og Ólafur Oddsson fyrir
að ritstýra nýrri sýnisbók um ís-
lenskar bókmenntir, Orminum
langa, sem höfða á til ungs fólks.
HRÓSIÐ
REYKJAVÍKURNÆTUR
HARPA PÉTURSDÓTTIR VILL FREKAR FARA Í FERÐALAG Á MENNINGARNÓTT.
Menningarnótt?
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
LÁRÉTT: 1Jálkur, 6Ull,7Má,8Kl,9Stk,
10Níu,12Ari,14Ber, 15Nn,16Ár,
17Van, 18Skrá.
LÓÐRÉTT: 1Juku,2Áll,3Ll,4Umturna,
5Rák,9Sía,11Verk, 13Inni,14Bás,
17Vá.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Um 1.500, alla nema einn.
Typpatal.
Marel Baldursson.
26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Þeir sem sáu Kvöldþáttinn á
Sirkus síðastliðið miðvikudags-
kvöld urðu vitni að því þegar tón-
listarmaðurinn Barði Jóhannsson
gekk út í miðri útsendingu. Hann
var í þættinum ásamt Frosta úr
Mínus til að spjalla um myndina
Strákarnir okkar en Barði og
Mínus semja einmitt tónlistina
við hana.
Fréttablaðinu lék forvitni á að
vita hvort þetta hefði ekki verið
allt í góðu og fyrir fram skipu-
lagt. „Nei, nei, þetta var bara
Barði, þetta var svona, gaman að
þessu,“ svaraði þáttastjórnandinn
Guðmundur Steingrímsson og
bætti við að honum þætti gaman
að viðtölum sem væru þrungin
spennu. Hvort það hefði verið
eitthvað eitt sem orðið hefði til
þess að tónlistarmaðurinn gekk
út segir Guðmundur að sér hafi
fundist sem Barði leitaði eftir
tækifærinu allan tímann. „Ég
spurði Mínus út í eiturlyfin og þá
lá beint við að spyrja hann út í
eiturlyfin,“ segir Guðmundur en
það var þó spurningin um hvort
Barði væri hommi sem var korn-
ið sem fyllti mælinn. „Myndin
fjallar um homma og ég var að
velta því fyrir mér hvort maður
þyrfti að vera hommi til að leika
homma. Það var því eðlileg fram-
vinda að spyrja hvort þú þyrftir
ekki að vera hommi til að semja
tónlist fyrir hommamynd,“ segir
Guðmundur, sem lét þó uppákom-
una ekki slá sig út af laginu. „Það
má nefnilega ganga út úr Kvöld-
þættinum,“ segir hann.
Guðmundur var samt sem
áður ekki á því að þetta hefði
verið það óvenjulegasta í þættin-
um, Barði hefði nefnilega brosað
sínu breiðasta. „Þetta voru ekki
málglöðustu menn sem ég hef
fengið í sófann til mín.“
Barði var mjög harðorður í
garð stjórnanda Kvöldþáttarins
þegar Fréttablaðið leitaði eftir
viðbrögðum hans. „Hann hefði
þess vegna getað verið að stjórna
amatörlegu menntaskólasjón-
varpi. Spyrillinn vissi hvorki í
þennan heim né annan. Hann var
að vandræðast yfir því að hverju
hann ætti að spyrja næst,“ sagði
hann. „Ég er kominn með leið á
meðalmennsku og ef þetta átti að
vera fyndið þá náði þetta ekki
einu sinni að vera það lélegt að
það yrði fyndið, þótt svo lélegt
væri,“ bætti hann við. „Ég hef
engan tíma í að þjálfa þáttagerð-
armenn í að verða almennilegir
spyrlar og því gekk ég út,“ sagði
hann.
Barði sagðist vera ánægður
með tónlistina sem hann og Mínus
hefðu samið og samstarfið hefði
gengið mjög vel. „Hún á eftir að
skila sér í mjög hressum geisla-
diski,“ sagði hann. Barði hafði
enn fremur séð myndina og
fundist hún mjög góð. Þess má
svo til gamans geta að myndin
Strákarnir okkar verður frum-
sýnd 1. september.
freyrgigja@frettabladid.is