Fréttablaðið - 25.09.2005, Page 23

Fréttablaðið - 25.09.2005, Page 23
3 ATVINNA SUNNUDAGUR 25 . september 2005 Flugfélag Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn til framtíðarstarfa í flugfraktina á Reykjavíkurflugvelli. Starfsmaður í móttöku/afgreiðslu: Starfssvið: Móttaka og afhending vöru, almenn upplýsingagjöf og aðstoð við viðskiptavini, umsjón með tapað/fundið, símsvörun. Hæfniskröfur: Reynsla af afgreiðslu- og/eða þjónustustörfum æskileg, rík þjónustulund og jákvætt hugarfar, góð íslenskukunnátta, stundvísi og reglusemi, góð almenn tölvukunnátta. Starfsmaður í vöruhúsi: Starfssvið: Móttaka og frágangur vörusendinga í vöruhúsi, flokkun á áfangstaði ásamt afhendingu úr vöruhúsi, almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini. Vinnutími í vöruhúsi er frá kl. 06.30 alla virka daga. Hæfniskröfur: Bílpróf skilyrði og réttindi á smærri vinnuvélar æskilegt (lyftarapróf), rík þjónustulund og jákvætt hugarfar, árvekni og sjálfstæði í vinnubrögðum, góð íslenskukunnátta, stundvísi og reglusemi, almenn tölvukunnátta. Umsóknarfrestur: Skriflegar umsóknir, merktar viðeigandi störfum, berist starfsmannastjóra Flugfélags Íslands eigi síðar en 3. október nk. Rafrænar umsóknir sendist með tölvupósti á netfangið umsoknir@flugfelag.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 96 68 0 9/ 20 05 Flugfélag Íslands er arðbært, markaðsdrifið þjónustufyrirtæki, leiðandi í farþega- og fraktflutningum, og þjónar flugrekendum og aðilum í ferðaiðnaði. Eitt af markmiðum félagsins er að hafa ætíð á að skipa hæfum og liprum liðsmönnum sem sýna frumkvæði og hafa gaman af vinnunni sinni. Hjá Flugfélagi Íslands starfa um 230 manns sem allir gegna lykilhlutverki í starfsemi þess. Starfsmenn í flugfrakt á Reykjavíkurflugvelli www.flugfelag.is | sími 570 3030 | fax 570 3001 Flugfélag Íslands óskar eftir að ráða til starfa gæðastjóra á sviði flugrekstrar. Starfssvið: • Gæðastjóri hefur umsjón með að ákveðnir þættir flugrekstrarins séu samræmi við lög og reglur hverju sinni • Framkvæmd sjálfstæðra úttekta, úrvinnsla og eftirfylgni • Ráðgefandi um gæðastefnu félagsins varðandi viðhald og flug • Fylgist með og upplýsir um breytingar á reglugerðum og aðstoðar við innleiðingu þeirra • Aðstoðar við úttektir óháðra aðila og er í samskiptum við flugmálayfirvöld Gæðastjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á flugrekstrarsviði æskileg eða önnur sambærileg menntun • Mjög góð ensku- og tölvukunnátta • Þekking á gæðastjórnun • Leikni í samskiptum • Góðir skipulagshæfileikar • Faglegur metnaður og hæfni til að miðla upplýsingum • Nákvæmni og sjálfstæði í starfi • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg Umsóknarfrestur: Skriflegar umsóknir, merktar viðeigandi störfum, berist starfsmannastjóra Flugfélags Íslands eigi síðar en 3. október nk. Rafrænar umsóknir sendist með tölvupósti á netfangið umsoknir@flugfelag.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 96 62 0 9/ 20 05 Flugfélag Íslands er arðbært, markaðsdrifið þjónustufyrirtæki, leiðandi í farþega- og fraktflutningum, og þjónar flugrekendum og aðilum í ferðaiðnaði. Eitt af markmiðum félagsins er að hafa ætíð á að skipa hæfum og liprum liðsmönnum sem sýna frumkvæði og hafa gaman af vinnunni sinni. Hjá Flugfélagi Íslands starfa um 230 manns sem allir gegna lykilhlutverki í starfsemi þess. Gæðastjóri www.flugfelag.is | sími 570 3030 | fax 570 3001 Hefurðu þekkingu á Járnsmíði ?? Ef þú hefur reynslu eða menntun í járnsmíði/vélsmíði er í boði áhugavert starf við sölu og kynningu á verkfærum og vélum fyrir járniðnaðinn. Spennandi framtíðarstarf í tækniumhverfi. Sendu upplýsingar til Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, Reykjavík eða á netfangið box@frett.is merkt „Járnsmiður 2005“.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.