Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
BJARTVIÐRI SUNNAN TIL en skýjað
með köflum á Vesturlandi. Rigning
eða slydda norðan til. Hiti 0-6 stig
hlýjast með suðurströndinni. VEÐUR 4
MIÐVIKUDAGUR
28. september 2005 - 261. tölublað – 5. árgangur
Ari smíðar langferðabíl
Ari Arnórsson er að
leggja lokahönd á
smíði langferðabíls
sem ætlunin er að
fjöldaframleiða á kom-
andi árum.
TILVERAN 14
Velgengni Evrópu
Evrópubúar njóta mestrar velmegunar,
velferðar og öryggis í heiminum. Þetta
endurspeglast samt ekki
í fréttum frá álfunni,
segir Jón Ormur
Halldórsson. Skýring-
in felst í umræðuhefð
og lögmálum fjölmiðl-
unar, segir hann.
Í DAG 18
Margfalda›i
lestrarhra›ann
NJÁLL VIKAR SMÁRASON:
Í MIÐJU BLAÐSINS
• nám • ferðir
▲
N‡jasta bók hans
ber nafni› Vetrarborgin
ARNALDUR INDRIÐASON
FÓLK 34
▲
> Markaðurinn
Sögurnar... tölurnar...fólki›...
FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra
fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.08.2005–31.08.2005 á ársgrundvelli.
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr.
30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.
Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir
hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur
en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn,
m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og
fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins,
vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu
sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf.
auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is
410 4000 | landsbanki.is
8,1%*
Peningabréf Landsbankans
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
91
39
0
8/
20
05
Ríkidæmi í Bandaríkjunum
Bill Gates enn þá
ríkastur Erlendir aðilar
Skuldabréfaútgáfa heldur áfram
Leitarvélin Google
Sýnir þætti
Chris Rock
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 28. september 2005 – 26. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Skuldabréfaútgáfa | Í gær til-
kynnti þýska ríkið um stækkun á
skuldabréfaflokki sínum um 3
milljarða króna. Sérfræðingar bú-
ast við að útgáfan haldi áfram.
Hitaveita í Kína | Forsvarsmenn
félagsins Enex-Kína, sem er í eigu
Enex, Íslandsbanka og Orkuveitu
Reykjavíkur, hafa undirritað
rammasamning um byggingu
jarðvarmahitaveitu í borginni Xi-
anyang í Kína.
Útrás | Vátryggingafélag Íslands
hefur fest kaup á 9,98 prósenta
hlut í norska tryggingafélaginu
Protector Forsikring. VÍS útilokar
ekki að auka hlut sinn í félaginu,
Latibær og BBC | Latibær mun
ná til 57 milljón sjónvarpsáhorf-
enda BBC á Bretlandi eftir samning
sem undirritaður var á mánudag.
Átök í Skandia | Meirihluti
stjórnar sænska fjármálafyrirtæk-
isins Skandia hafnaði yfirtökutil-
boði suður-afríska tryggingafélags-
ins Old Mutual. Burðarás sem er
meðal stærstu hluthafa í Skandia
ætlar að selja sína hlutabréf.
Stórir í Hampiðjunni | Tveir líf-
eyrissjóðir og VÍS hafa selt hluta-
bréf sín í Hampiðjunni til fjárfest-
ingarfélagsins Atorku Group og
fengið hlutabréf í Atorku í stað-
inn.
Marel hækkar | Eyrir fjárfest-
ingarfélag keypti tólf prósent
hlutafjár í hátæknifyrirtækinu
Marel fyrir tæpar 2.200 milljónir
króna.
Yfirtökutilboð í Símanum |
Litlu hluthafarnir í Símanum geta
selt hlut sinn til Skiptis ehf. Allir
þeir 1.252 aðilar sem skráðir voru
hluthafar samkvæmt hlutaskrá
félagsins við lok 30. ágúst síðast-
liðinn fá sent tilboðsyfirlit.
Einn hópur
keppir um
Somerfield
Aðeins einn hópur stendur eftir í
baráttunni um verslanakeðjuna
Somerfield eftir að United Co-
operatives heltist úr lestinni á
dögunum. Hópurinn sem enn er
eftir er meðal annars skipaður
fjárfestinum Robert Tchenguiez,
Apax Partners og Barclays-bank-
anum en Baugur var upphaflega
meðal þátttakenda í þeim hópi.
Búist er við því að hópurinn
muni skila inn tilboði í keðjuna á
næstu tíu dögum en yfirtöku-
nefnd í Bretlandi hefur sett
hópnum frest þar til um miðjan
næsta mánuð að skila inn tilboði í
fyrirtækið. Somerfield er
fimmta stærsta matvörukeðja í
Bretlandi og hefur um 950 versl-
anir auk þess að reka bílasölur,
ferðaskrifstofur og lyfjaverslan-
ir. - hb
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Kaupás, sem rekur matvöruverslunarkeðjurnar
Krónuna, Nóatún og 11-11, hefur fært töluverðan
hluta af innkaupum sínum út úr Búri ehf. sem er
sameiginlegt innkaupa- og dreifingarfyrirtæki
Kaupáss, Samkaupa og Olíufélagsins og er í eigu
sömu aðila. Ekki er ólíklegt að frekari breytingar
verði á samstarfi Kaupáss og Búrs á næstu misser-
um.
„Við áttuðum okkur fljótlega á því, eftir að Nor-
vik keypti Kaupás, að ef við ætluðum að eiga mögu-
leika á því að bjóða hagstæðari verð til neytenda þá
þyrftum við að hafa meira forræði yfir okkar mál-
um heldur en við vorum að fá,“ segir Sigurður Arn-
ar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss.
„Kaupás er að gera ákveðnar breytingar á sínum
innkaupum sem felast í því að þeir taka að sér inn-
kaup á innlendri þurrvöru, það er að segja vörur
sem eru keyptar eingöngu af heildsölum,“ segir
Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs.
Framkvæmdastjóri Búrs segir að eftir sem áður
verði samstarf í innflutningi á þurrvöru og inn-
kaupum á ávöxtum og grænmeti en viðurkennir að
allmikil breyting verði á starfseminni hjá Búri og
velta dragist saman. Stjórnendur félagsins búast
við að velta félagsins verði einum milljarði minni á
þessu ári en því síðasta. Í fyrra velti Búr um sex
milljörðum króna. „Búr er ekki hagnaðareining og
er rekið á kostnaðargrunni. Gjaldtaka okkar af okk-
ar viðskiptavinum er eingöngu til að mæta beinum
kostnaði. Fyrirtækið er þó rekið réttu megin við
núllið,“ segir hann.
„Við erum að stíga út úr þessu samstarfi, stofn-
um okkar eigið vöruhús og semjum við birgja á
okkar eigin forsendum um þessar vörur. Þetta er
hluti af þeim aðgerðum sem farið var í á þessu ári,
að staðsetja Krónuna jafnfætis Bónus í verði. Þá
var talið nauðsynlegt að gera skipulagsbreytingar
hvað varðar innkaup og það er þess vegna sem við
erum í þessum aðgerðum,“ segir forstjóri Kaupáss.
F R É T T I R V I K U N N A R
6
12–13
8
Björgvin Guðmundsson
skrifar
„Við stefnum á að reisa eigin virkj-
anir í Bandaríkjunum, Þýskalandi
og Ungverjalandi með það að
markmiði að reka þær og selja raf-
orku í þessum löndum,“ segir
Gunnar Tryggvason, fjármála-
stjóri Enex hf. „Við höfum byrjað
á jarðfræðirannsóknum eftir að
hafa fengið úthlutað rannsóknar-
leyfi frá þarlendum stjórnvöldum.
Þegar við erum búin að ákveða
hvar við viljum reisa virkjun verð-
um við að ganga til samninga við
viðkomandi landeigenda.“
Enex hefur sérhæft sig í jarð-
hitaráðgjöf og nýtingu jarðvarma
til framleiðslu á raforku og heitu
vatni. Guðmundur Þóroddsson,
forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
og stjórnarmaður í Enex, segir
fyrirtækið meðal annars hafa tek-
ið að sér byggingu orkuvers í El
Salvador fyrir einn milljarð króna.
Stefnan sé að ljúka því í desember
á næsta ári.
Enex er í eigu stærstu orku-
fyrirtækja hér á landi, Jarðborana,
fjölda verkfræðistofa, Nýsköpun-
arsjóðs og Íslandsbanka. Gunnar
segir hluthafana vera 42, eignar-
haldið mjög dreift og eigendahóp-
inn breiðan. Runólfur Maack á
VGK er stjórnarformaður.
Fjármálastjórinn segir að
stærstu aðilarnir hafi komið inn í
Enex árið 2001 með meira fjár-
magn. Í kjölfarið hafi fyrirtækið
farið að fjárfesta meira sjálft í
verkefnum og taka að sér verk-
töku.
Gunnar segir starfsemina
byggja á því að flytja út þekkingu
á jarðhitavirkjunum. Nú sé verið
að vinna í þremur útboðum sem
séu sambærileg verkinu í El
Salvador. Öflug fyrirtæki frá Ísra-
el, Ítalíu og Þýskalandi keppa um
þessi verk.
Útrásarvísitalan lækkar:
deCode hrapar
Líftæknifyrirtækið deCode
lækkar mest allra fyrirtækja í út-
rásarvísitölu Markaðarins í síð-
ustu viku. Gengi deCode var á
mánudag 8,65 en hafði þá lækkað
um 7,8 prósent frá síðustu viku.
Mest hækkuðu bréf í Low&Bonar
eða um 3,8 prósent og var gengi
bréfa í félaginu 1,095 við lokun
markaða á mánudaginn. Næst-
mest hækkuðu bréf í Keops eða
um 2,4% og þar á eftir kom Intr-
um Justitia eða um 2,2 prósent.
Sampo lækkaði um 1,2 prósent á
milli vikna en vægi félagsins er
langmest í útrásarvísitölunni eða
rétt um 39 prósent.
Útrásarvísitalan mældist
115,88 stig og lækkaði um 0,25
prósent frá vikunni á undan. - hb
Kaupás frá Búri
Ársvelta Búrs minnkar um milljarð frá síðasta ári. Aðgerðin
tengist verðstríði á matvörumarkaði.
Vilja virkja í útlöndum
Íslenska fyrirtækið Enex undirbýr að byggja og reka virkjanir í Bandaríkj-
unum, Þýskalandi og Ungverjalandi til að selja þarlendum aðilum raforku.
KAUPÁS Á LEIÐ FRÁ BÚRI Allmiklar breytingar verða á högum
innkaupafyrirtækisins Búrs þegar Kaupás tekur að sér innkaup á
innlendri þurrvöru sem er keypt af heildsölum. Aðgerðin tengist
meðal annars verðstríði á matvörumarkaði, á milli Krónunnar og
Bónuss.
Skrifar hnakkaleiðbeiningar
Egill „Gilzenegger“ skrifar
bráðfyndna leiðbeiningabók
um hvernig hægt sé að
breytast í hnakka á
skömmum tíma.
FÓLK 28
Ronaldinho með þrennu
Snillingurinn brasilíski
Ronaldinho skoraði þrennu
fyrir Barcelona í gær er
átta leikir fóru fram í
meistaradeildinni.
ÍÞRÓTTIR 23
FRÁBÆR TILBOÐ!
SÉRBLAÐ FYLGIR
Davíð Oddson sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund:
Ánæg›ur og flakklátur
BLESS Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist þakklátur fyrir að hafa fengið með afgerandi hætti að fá að hafa áhrif á þróun
lands- og þjóðmála en hann hætti sem utanríkisráðherra í gær og lauk þar með opinberum afskiptum hans af stjórnmálum.
RÍKISSTJÓRN Davíð Oddsson utan-
ríkisráðherra sat sinn síðasta
ríkisstjórnarfund í gær, en hann
tekur við stöðu seðlabankastjóra
20. október næstkomandi. Ráð-
herraskiptin urðu á ríkisráðsfundi
síðdegis í gær.
„Ég er kátur, ánægður og þakk-
látur fyrir að hafa fengið með af-
gerandi hætti að fá að hafa áhrif á
þróun lands- og þjóðmála,“ sagði
Davíð að loknum ríkisráðsfundi.
„Þetta er fjölbreyttur ferill, ekki
bara að þjóðmálum heldur líka
borgarmálum. Ég hef haft fleiri
ráðherra í samstarfi með mér en
flestir aðrir hygg ég og á vináttu
þeirra. Það er mikið ánægjuefni
og ein skýring þess að margt hefur
gengið vel þótt menn hafi misjafn-
ar skoðanir á því hvort ég hef
komið góðu til leiðar,“ sagði Davíð.
Á ríkisráðsfundinum í gær tók
Geir H. Haarde við embætti utan-
ríkisráðherra af Davíð Oddssyni
og Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra tók við embætti fjár-
málaráðherra af Geir.
Einar K. Guðfinnsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi, tók við
embætti sjávarútvegsráðherra af
Árna og er hann nýr í ríkisstjórn
Halldórs Ásgrímssonar. „Þetta er
málaflokkur sem ég hef mikinn
áhuga á og hef starfað að honum
utan þings og innan um langt
skeið,“ sagði Einar að loknum
ríkisráðsfundinum. - jh
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
G
U
N
N
AR
SS
O
N
CINDY SHEEHAN Sheehan reyndi árangurs-
laust að fá áheyrn hjá forsetanum á mánu-
daginn en var handtekin.
Mótmæli í Washington:
Cindy Sheehan
tekin föst
WASHINGTON, AP Cindy Sheehan,
móðir bandarísks hermanns sem
féll í átökum í Írak á síðasta ári,
var handtekin í fyrradag fyrir
utan Hvíta húsið í Washington þar
sem hún stóð fyrir mótmælum.
Sheehan vakti heimsathygli
fyrr í sumar þegar hún tjaldaði
fyrir utan búgarð George W. Bush
Bandaríkjaforseta til að mótmæla
stríðinu í Írak. Á mánudaginn
andæfði hún stríðinu ásamt nokk-
ur hundruð mótmælendum í höf-
uðborginni. Lögregla sagði hana
og tvo aðra mótmælendur hafa
hunsað fyrirmæli sín og því voru
þau tekin föst. ■
DÓMSMÁL Af 217 kynferðisbrota-
málum sem komu til ríkissaksókn-
ara á árunum 2000 til 2004 voru
150 mál felld niður og aðeins
ákært í þriðjungi málanna eða 67.
Öðru máli gegnir um líkamsárásir
en ákært var í 93 prósentum slíkra
mála á sama tímabili. Sífellt fleiri
lögmenn telja nauðsynlegt að
breyta lögum um kynferðisbrot,
svo auðveldara sé að ákæra kyn-
ferðisafbrotamenn.
„Sú mikla áhersla sem lögð er á
líkamlegt ofbeldi við nauðgun í
hegningarlögum birtir að ein-
hverju leyti þann misskilning að
þungamiðja nauðgunar sé hið lík-
amlega ofbeldi,“ segir Þorbjörg
Sigríður Gunnlaugsdóttir lögfræð-
ingur sem rannsakað hefur nauðg-
un frá sjónarhóli kvenna.
„Hegningarlögin, sönnunar-
matið og rannsóknaraðferðir lög-
reglu eru allt verk karlmanna og
mjög lýsandi fyrir karllæga af-
stöðu. Reynsluheimur kvenna
kemur þar hvergi að og ekki held-
ur reynsla þolenda,“ segir Atli
Gíslason, verjandi konu sem ný-
verið vann einkamál gegn þremur
mönnum sem nauðguðu henni í
heimahúsi sumarið 2002. Konan
fór í einkamál við mennina eftir að
ríkissaksóknari ákvað að fella
málið niður vegna skorts á sönn-
unargögnum. „Mun eðlilegra væri,
og nær nútímaskilningi á nauðgun,
að líta til kynfrelsis þolanda, hvort
samþykki þolandans hafi verið
fyrir hendi.“
Saksóknari ákærir ef hann telur
líklegt að ákæran leiði til sakfell-
ingar, annars á hann að láta málið
niður falla. Að sögn Ragnheiðar
Harðardóttur vararíkissaksóknara
hefur ríkissaksóknari seinustu ár
vísvitandi látið reyna á mörkin
hvað varðar sönnunarmatið í
nauðgunarmálum, og hefur það
leitt til fleiri sýknudóma. Þegar
kemur að vægari líkamsárásar-
málum eru tölurnar yfir niðurfelld
mál svipaðar og í kynferðisbrotum
gegn börnum; um helmingur er
niðurfelldur og ákært er í hinum
helmingnum. - smk
Saksóknari fellir ni›ur
flest nau›gunarmál
Mikill munur er á fjölda ni›urfellinga í kynfer›isbrotamálum annars vegar og
líkamsárásum hins vegar. Saksóknari ákærir í ríflega 90 prósentum líkams-
árásamála en a›eins 29,9 prósentum kynfer›isbrotamála.
NÝ RÍKISSTJÓRN Einar K. Guðfinnsson er
nýr í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar.
Fjárlaganefnd Alþingis:
Samfylking
missir mann
STJÓRNMÁL „Þannig var að þegar
Gunnar Örlygsson flutti sig til
Sjálfstæðisflokksins þá stóðu
fjórði maður Samfylkingar og
fimmti maður Sjálfstæðisflokks
jafnir á hlutföllum innan fjárlaga-
nefndar. Það kom til hlutkestis
sem ég tapaði,“ segir Margrét Frí-
mannsdóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar.
Hlutkestið var á meðal síðustu
embættisverka Einars K. Guð-
finnssonar sem formanns þing-
flokks sjálfstæðismanna. „Hann
átti alveg skilið að vinna í þetta
skiptið,“ segir Margrét. - saj
Hreinn Loftsson:
Jón Gerald
braut trúna›
BAUGSMÁL Hreinn Loftsson, stjórn-
arformaður Baugs, segir nær öll
atriði í fullyrðingum ritstjóra
Morgunblaðsins í gær röng. Jón
Gerald hafi stofnað til málaferla í
Bandaríkjunum. Baugur og
Gaumur hafi hins vegar stefnt
honum á móti.
Þá segir Hreinn að enginn
einkaspæjari hafi verið ráðinn á
vegum Baugs til að fylgjast með
Jóni Gerald, hins vegar hafi
sérfræðingar í upplýsingaöflun
starfað fyrir lögfræðistofu þeirra
ytra sem áttu að afla gagna fyrir
dómsmálið í Bandaríkjunum.
Hreinn viðurkennir að Baugur
hafi greitt Jóni Gerald í stað þess
að reka málið fyrir dómstólum, en
vill ekki skýra hvernig komist var
að niðurstöðu um ákveðna
upphæð. Hann ber við trúnaði,
sem augljóst sé að Jón Gerald hafi
rofið með upplýsingagjöf til
Morgunblaðsins. - sda/ sjá síðu 4
HLUTFALL ÁKÆRA MISJAFNT EFTIR
BROTAFLOKKUM Hlutfall ákæra í kynferðis-
brota- og líkamsárásamálum sem komu til
ríkissaksóknara á árunum 2000 til 2004.
VEÐRIÐ Í DAG