Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,56 62,86 110,54 111,08 75,16 75,58 10,072 10,13 9,616 9,672 8,01 8,056 0,5525 0,5557 90,56 91,1 GENGI GJALDMIÐLA 27.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 105,7706 4 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR „Ertu viss?“ spurði forstjóri Baugs í tölvupósti árið 2002: Dægurtexti í meintu hótunarbréfi BAUGSMÁL Tryggvi Jónsson, þá for- stjóri Baugs, vitnar í vinsælan dægurlagatexta Spilverks þjóð- anna í meintu hótunarbréfi til Jóns Geralds Sullenbergers sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins í gær. Bréfið var sent í tölvupósti 25. júlí 2002 og lagði Jón Gerald það fram í málaferlum við fyrir- tækið í Bandaríkjunum árið 2003. Yfirskrift bréfsins er „Ertu viss?“ Bréfið hljóðar svo: „Sæll Jón. Mér þykir afar leiðinlegt að við getum ekki rætt saman eins og maður við mann. Við vorum komir á góðan rekspöl með að klára okk- ar mál þegar málið tók óvænta stefnu, vegna óuppgerðrar skuldar við Jón Ásgeir að því mér skilst. Ertu viss um að það sé rétt ákvörðun hjá þér að láta persónu- legt hatur stýra þínu lífi? Ertu viss um að þú sért að gera sonum þínum rétt? Jón, ef þú vilt skal ég gera það sem ég get til að létta þér róðurinn. En þú verður að vilja það. Spilverk þjóðanna söng einu sinni: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir / heilagt stendur skrifað á blað / Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir / ein lítil býfluga afsannar það / Guð hjálpar þeim sem hjálpast að Og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá skrifa ég undir þennan póst sem: þinn vinur Tryggvi.“ - óká Baugur borga›i Jóni Gerald Stjórnarforma›ur Baugs segir a› fullyr›ing um a› rá›nir hafi veri› einkaspæjarar til a› fylgjast me› Jóni Gerald sé óhró›ur. A›alatri›i málsins sé a› áhrifamenn innan Sjálfstæ›isflokksins hafi lagt á rá›in um hvernig hrinda mætti lögreglurannsókn af sta›. BAUGSMÁL Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblað- inu í gær að Baugur hefði greitt Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Gerald. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á Jóni Gerald, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjun- um. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Ís- landi en notuðust við sömu lög- fræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. „Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig,“ segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráð- ið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: „Þessi frá- sögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar rétt- arfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýs- ingaöflun á grundvelli starfs- leyfis en það eru þeir sem kall- aðir eru „einkaspæjarar“ í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en að ummæli Styrmis séu gagnrýni á banda- rískt réttarfar frekar en gagn- rýni á Baug,“ segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka mál- ið fyrir dómstólum segir Hreinn: „Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt.“ Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess að samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grund- völlur málarekstursins. „Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýs- ingagjöf til Morgunblaðsins,“ segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. „Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjár- hæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráð- in um það með hvaða hætti lög- reglurannsókn yrði hrundið af stað,“ segir Hreinn. sda@frettabladid.is TRYGGVI JÓNSSON Í meintu hótunarbréfi sem sent var í tölvupósti árið 2002 frá Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs, til Jóns Geralds Sullenberger og rætt hefur verið um í fréttum, endar hann bréf sitt á því að segjast vinur Jóns Geralds. HREINN LOFTSSON, STJÓRNARFORMAÐUR BAUGS Segir að „einkaspæjararnir“ sem Styrm- ir nefnir séu starfsleyfisskyldir sérfræðingar í upplýsingaöflun sem starfi fyrir lögfræðistofur vegna undirbúnings dómsmála. STYRMIR GUNNARSSON, RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS Segir í grein í Morgunblaðinu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um Jón Gerald Sullenberger og fjölskyldu hans. Jónína Benediktsdóttir: Kærir vegna tölvupósts LÖGREGLA Jónína Benediktsdóttir hefur lagt fram kæru hjá lögreglu vegna þess að efni úr einkatölvu- pósti hennar hafi birst á síðum Fréttablaðsins. Egill Stephensen, saksóknari hjá Lögreglustjóranum í Reykja- vík, segir sérstaka rannsókn ekki hafna sem snúi að Fréttablaðinu, en staðfestir að erindi hafi borist lögreglu frá Jónínu. „Erindið varðar meðferðina á þessum pósti og er til skoðunar hjá embættinu, en við lítum á það sem kæru og meðhöndlum sem slíkt,“ segir hann. - óká ARON PÁLMI ÁGÚSTSSON Aron Pálmi gistir nú hjá vinafólki í borginni Tyler í Texas, en borgin, sem er á stærð við Reykjavík, er sögð bera vinalegan smábæjarbrag. Á flótta í Ameríku: Gistir hjá vinafólki BANDARÍKIN Aron Pálmi Ágústsson dvelur nú hjá fjölskylduvini í borginni Tyler í Texas, en hann þurfti að dvelja eina nótt í fang- elsi eftir að lögregla meinaði hon- um að dvelja í flóttamannabúðum Rauða krossins. Hann er í hópi milljóna sem flúðu innar í land undan fellibylnum Ritu. Aron Pálmi hefur um árabil verið í stofufangelsi í Texas, en hann hlaut dóm ytra fyrir kyn- ferðisbrot þegar hann var ellefu ára. Unnið er að því að fá leyfi til að Aron fái að flytjast heim til Ís- lands, en þær ráðagerðir kunna að dragast nokkuð vegna umstangs í kringum fellibylinn. - óká www.leikhusid.is Kortasölunni lýkur á föstudag. Tryggðu þér sæti! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.