Fréttablaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 8
1Hvaða nýi ráðherra tók sæti í ríkis-stjórn Íslands í gær?
2Hver skrifar nú fótboltasögur GuðnaBergssonar?
3Hver er þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR
Kornuppskera eyfirskra bænda liggur undir skemmdum vegna snjókomu:
firi›jungur uppskerunnar gæti ey›ilagst
KORNRÆKT Ríflega þriðjungur af
kornuppskeru bænda á Eyjafjarð-
arsvæðinu liggur undir skemmdum
vegna snjókomu norðanlands um
síðustu helgi. Samanlagt tjón ey-
firskra kornbænda vegna þessa
gæti orðið um 20 milljónir króna en
bændur eiga enn eftir að skera um
180 hektara af þeim 500 hekturum
sem þeir sáðu í.
Ingvar Björnsson, ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
segir að sökum ótíðar í vor hafi
kornakrar sprottið seint í sumar og
því hafi skurður ekki hafist fyrr en
um síðustu mánaðamót. „Ef veður
skánar á næstu dögum er hugsan-
legt að bjarga megi hluta þess korns
sem eftir á að skera á Eyjafjarðar-
svæðinu en þó líklega aldrei meira
en helmingnum. Ef ekki rætist úr
tíðinni mun allt óskorið korn eyði-
leggjast,“ segir Ingvar.
Almennt eru bændur á Eyja-
fjarðarsvæðinu ekki tryggðir
fyrir skemmdum á uppskeru og í
ofanálag var kornspretta
eyfirskra bænda minni í ár en
undanfarin tvö ár. „Minni sprettu
má annars vegar rekja til þurrka
og kulda í maí og hins vegar til
mikillar úrkomu og sólarleysis í
águst,“ segir Ingvar.
Leita þarf aftur til ársins 1979 til
að finna viðlíka ótíð norðanlands og
í haust en þá var einnig mikil úr-
koma í ágúst og langvarandi kuldi
með snjókomu í september.
Kornrækt hefur vaxið jafnt og
þétt á Íslandi frá árinu 1990 og í vor
var sáð í um 3.000 hektara á landinu
öllu. Nánast allt það korn sem ís-
lenskir bændur rækta fer til fóður-
gerðar nema hvað einn framleið-
andi hefur ræktað lífrænt korn til
manneldis. - kk
DÓMSMÁL Átján ára piltur var ný-
lega dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi fyrir að hafa verið í hlut-
verki bílstjóra í innbrotaleiðangri
þriggja annarra í Reykjavík í
mars á þessu ári. Þá var hann
dæmdur fyrir lítilræði af hassi
sem fannst í bíl hans nokkrum
dögum síðar. Með honum var
dæmdur félagi hans sem varð
átján ára í lok mánaðarins, en sá
var með í innbrotaferðinni og í að
stela bensíni fyrir 1.553 krónur á
bensínstöð, auk þess að stela sjálf-
ur ýmsu smálegu í búningsað-
stöðu sjúkraþjálfunar í Reykja-
vík.
Dómur þess fyrri var skilorðs-
bundinn í þrjú ár, en hann fékk
árið 2003 skilorðsbundinn dóm í
tvö ár fyrir þjófnað. Hinum, sem
er nokkrum mánuðum yngri, var
ekki gerð sérstök refsing nú, þar
sem hann var í sumar dæmdur í
10 mánaða fangelsi, skilorðsbund-
ið í þrjú ár fyrir þjófnaði og fíkni-
efnabrot. „Brot ákærða eru öll
framin fyrir uppkvaðningu síðast-
greinds dóms,“ segir í dómnum og
talið að brotin sem nú var fjallað
um hefðu ekki leitt til þyngingar á
þeim dómi. - óká
Slagnum slegi› á frest
Enda flótt Ariel Sharon hafi unni› áfangasigur í atkvæ›agrei›slu í mi›stjórn
Likud-bandalagsins í fyrrakvöld fl‡›ir ni›ursta›an a› óvissan um forystuna í
næstu flingkosningum heldur áfram.
ÍSRAEL Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, vann áfangasigur í
baráttunni um leiðtogaembætti
Likud-bandalagsins í fyrrakvöld
þegar tillaga um að flýta forkosn-
ingunum um embættið var felld.
Benjamin Netanyahu, keppinautur
Sharons, kallaði hann einræðis-
herra að kosningunum loknum.
Hitnað hefur undir Ariel Sharon
undanfarin misseri, ekki síst eftir
að hann lét rýma landnemabyggðir
á Gaza-svæðinu. Í fyrrakvöld fór
fram atkvæðagreiðsla í miðstjórn
flokksins um tillögu hvort flýta
bæri forkosningum vegna leiðtoga-
kjörs en Benjamin Netanyahu,
fyrrverandi forsætisráðherra,
skoraði Sharon á hólm fyrir
nokkrum vikum. 91 prósent mið-
stjórnarfulltrúa greiddi atkvæði og
var tillagan felld naumlega með
1.433 atkvæðum gegn 1.329. Hefði
kosningunum verið flýtt er talið ör-
uggt að Netanyahu hefði gersigrað
Sharon í þeim. Í staðinn fara kosn-
ingarnar ekki fram fyrr en í apríl.
Netanyahu var æfur að loknum
kosningunum og kallaði Sharon
„einræðisherra“. Hann gaf í skyn
að Sharon hefði þrýst mjög á mið-
stjórnarfulltrúa og lofað þeim
vænum embættum að launum fyrir
stuðninginn. Sharon hefur síðustu
daga hitt stuðningsmenn sína úr
ríkisstjórninni en hunsað þá sem
snerust gegn honum og er búist við
að uppstokkun sé í aðsigi.
Dagblaðið Haaretz telur að þótt
úrslitin hafi verið Sharon að skapi
setji þau hann í vanda því staða
hans í flokknum verður næstu
mánuðina áfram óljós. Því fyrr
sem formannskjörið fer fram þeim
mun fyrr getur hann ákveðið hvort
hann haldi áfram að starfa innan
Likud-bandalagsins eða stofni
klofningshreyfingu eins og margir
hafa spáð. Netanyahu hnykkti
einmitt á því að Sharon hefði enn
ekki sagt af eða á um hvort hann
héldi áfram í flokknum.
Miðstjórnarmenn reyndu ár-
angurslaust að komast í símasam-
band við Sharon að atkvæða-
greiðslu lokinni en bilun kom upp í
símbúnaðinum, rétt eins og í hljóð-
nema hans á sunnudaginn. Margir
telja að Sharon hafi uppskorið sam-
úð fyrir vikið og rannsakar nú lög-
regla tildrög þess að hljóðneminn
bilaði.
sveinng@frettabladid.is
Grunaður um eiturlyfjasölu:
Efni og vog
ger› upptæk
DÓMSMÁL Við húsleit á heimili 22
ára gamals manns í Reykjavík í
vor fann lögregla nokkurt magn
fíkniefna sem að hluta til voru tal-
in ætluð til sölu.
Mál mannsins var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í vik-
unni, en við leitina heima hjá hon-
um fundust tæp 12 grömm af am-
fetamíni, rúm 97 grömm af hassi,
tæp 17 grömm af marijúana, 68 e-
töflur og smáræði af tóbaksblönd-
uðu hassi. Refsingar er krafist, auk
upptöku á efnunum og nákvæmrar
grammavogar. - óká
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Tveir átján ára piltar sem dæmdir voru í Héraðsdómi
Reykjavíkur í síðustu viku þurfa að greiða saman málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns,
75.000 krónur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Tveir átján ára piltar dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur:
Stó›u í innbrotum og smáfljófna›i
ÚRSLITUNUM FAGNAÐ Stuðningsmenn forsætisráðherrans fögnuðu ákaft að kosningunum yrði ekki flýtt. Ákvörðunin þýðir að öldurnar
hefur lægt vegna Gaza-málsins þegar loksins kemur að kosningunum en jafnframt heldur óvissan um forystu Likud-bandalagsins áfram.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
LEIÐRÉTTING
Hjón sem festust á Öxarfjarðar-
heiði nú um helgina voru á
breyttum Musso-jeppa, en ekki
litlum jeppa eins og fram kom í
blaðinu í gær.
Lárus Bjarnason, sýslumaður á
Seyðisfirði, hefur að eigin ósk
fengið heimild til tímabundins
flutnings til starfa hjá Tollstjór-
anum í Reykjavík frá 15. október.
Hann mun snúa aftur til starfa
sem sýslumaður á Seyðisfirði 1.
maí 2006.
DANMÖRK
TASKA TALIN SPRENGJA Yfirgefin
taska á brautarstöðinni í
Klampenborg norðan Kaupmanna-
hafnar var talin vera sprengja og
stöðvuðust lestarferðir yfir
Eyrarsund af þessum sökum í
tvær klukkustundir. Taskan
reyndist tilheyra þýskum ferða-
manni sem hafði gleymt henni á
stöðinni. Sydsvenskan greinir frá.
KORNAKUR Í EYJAFIRÐI Snjókoman á Norðurlandi um síðustu helgi olli umtalsverðum
skaða hjá eyfirskum bændum.
SPÁNN
SPRENGJA Í ZARAGOZA Sprengja
sprakk nærri lestarstöð í Anon de
Moncayo nærri borginni Zaragoza
á norðaustanverðum Spáni í gær-
morgun. Enginn slasaðist.